Segir forréttindi að fá að búa í Grímsey Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 10. mars 2018 20:35 Jóhannes Henningsson útgerðarmaður í Grímsey. Mynd/Stöð 2 Raunveruleg hætta er á að íbúabyggð í Grímsey geti lagst af haldi íbúum áfram að fækka og áfram verði skorið niður í aflaheimildum. Íbúar sem búa í eyjunni allt árið um kring vilja blása til sóknar. Mikil fólksfækkun hefur verið í Grímsey á undanförnum árum þó sérstaklega frá aldamótum en þá voru 98 einstaklingar skráðir með lögheimili í eyjunni. Samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofu Íslands voru þeir færri en 70 í loks árs 2016. Þeir eru svo enn færri sem hafa fasta búsetu í eyjunni allt árið um kring. Þrátt fyrir þessa fækkun eru íbúar bjartsýnir á framhaldið hvað varðar búsetu og atvinnuþróun. „Auðvitað eru menn bjartsýnir, það þýðir ekkert annað, menn verða bara að vera það,“ segir Jóhannes Henningsson útgerðarmaður í Grímsey. Hann segir að lífið í þar sé gott. „Ég myndi segja að það séu bara forréttindi að fá að búa hérna.“Miklu meira líf áður fyrr Grímsey er einn átta byggðarkjarna sem flokkast sem „Brothætt byggð“ sem Byggðastofnun hefur haldið þétt utan um vegna þeirra þróunar sem hefur átt sér stað varðandi fólksfækkun og þverrandi atvinnutækifæri. Verkefnið í eyjunni er nefnt Glæðum Grímsey. Grímsey sameinaðist Akureyrarbæ árið 2009 en í áratugi var Bjarni Reykjalín Magnússon, hreppstjóri í eyjunni. „Þetta var miklu meira líf þá heldur en núna. Maður finnur orðið mikið fyrir því, þetta er orðið miklu færra,“ segir Bjarni. Bjarni segir að Grímseyingar hafi verið flestir þegar seinni heimsstyrjöldin byrjaði, þá voru þar kannski í kringum 140 íbúar. „Þetta var ömurlegt þegar það voru kannski þrjár vikur á milli ferða eins og þegar ég var ungur maður.“ Halla Ingólfsdóttir ferðamálafræðingur sem býr í Grímsey segir að nú sem mikil tækifæri til þess að fólk nýtt fólk til Grímseyjar og gamla heima menn til þess að snúa til baka. „Ég vil meina að það sé hægt og það sé allavega þess virði að reyna það.“ Grímsey Tengdar fréttir Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00 Jarðskjálftahrina við Grímsey: Stærstu skjálftarnir eins og keyrt sé á húsið Íbúar í Grímsey taka jarðhræringum í og við eyjuna af æðruleysi og stressa sig ekkert endilega á því þó að talað sé um að stærri skjálfti geti orðið. 22. febrúar 2018 22:00 Óvissustigi aflétt vegna jarðskjálfta í Grímsey Eftir sem áður mun Veðurstofan halda áfram að vakta jarðskjálftavirkni á og við Ísland og upplýsa almannavarnir eftir því sem tilefni er til. 1. mars 2018 15:56 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Raunveruleg hætta er á að íbúabyggð í Grímsey geti lagst af haldi íbúum áfram að fækka og áfram verði skorið niður í aflaheimildum. Íbúar sem búa í eyjunni allt árið um kring vilja blása til sóknar. Mikil fólksfækkun hefur verið í Grímsey á undanförnum árum þó sérstaklega frá aldamótum en þá voru 98 einstaklingar skráðir með lögheimili í eyjunni. Samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofu Íslands voru þeir færri en 70 í loks árs 2016. Þeir eru svo enn færri sem hafa fasta búsetu í eyjunni allt árið um kring. Þrátt fyrir þessa fækkun eru íbúar bjartsýnir á framhaldið hvað varðar búsetu og atvinnuþróun. „Auðvitað eru menn bjartsýnir, það þýðir ekkert annað, menn verða bara að vera það,“ segir Jóhannes Henningsson útgerðarmaður í Grímsey. Hann segir að lífið í þar sé gott. „Ég myndi segja að það séu bara forréttindi að fá að búa hérna.“Miklu meira líf áður fyrr Grímsey er einn átta byggðarkjarna sem flokkast sem „Brothætt byggð“ sem Byggðastofnun hefur haldið þétt utan um vegna þeirra þróunar sem hefur átt sér stað varðandi fólksfækkun og þverrandi atvinnutækifæri. Verkefnið í eyjunni er nefnt Glæðum Grímsey. Grímsey sameinaðist Akureyrarbæ árið 2009 en í áratugi var Bjarni Reykjalín Magnússon, hreppstjóri í eyjunni. „Þetta var miklu meira líf þá heldur en núna. Maður finnur orðið mikið fyrir því, þetta er orðið miklu færra,“ segir Bjarni. Bjarni segir að Grímseyingar hafi verið flestir þegar seinni heimsstyrjöldin byrjaði, þá voru þar kannski í kringum 140 íbúar. „Þetta var ömurlegt þegar það voru kannski þrjár vikur á milli ferða eins og þegar ég var ungur maður.“ Halla Ingólfsdóttir ferðamálafræðingur sem býr í Grímsey segir að nú sem mikil tækifæri til þess að fólk nýtt fólk til Grímseyjar og gamla heima menn til þess að snúa til baka. „Ég vil meina að það sé hægt og það sé allavega þess virði að reyna það.“
Grímsey Tengdar fréttir Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00 Jarðskjálftahrina við Grímsey: Stærstu skjálftarnir eins og keyrt sé á húsið Íbúar í Grímsey taka jarðhræringum í og við eyjuna af æðruleysi og stressa sig ekkert endilega á því þó að talað sé um að stærri skjálfti geti orðið. 22. febrúar 2018 22:00 Óvissustigi aflétt vegna jarðskjálfta í Grímsey Eftir sem áður mun Veðurstofan halda áfram að vakta jarðskjálftavirkni á og við Ísland og upplýsa almannavarnir eftir því sem tilefni er til. 1. mars 2018 15:56 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00
Jarðskjálftahrina við Grímsey: Stærstu skjálftarnir eins og keyrt sé á húsið Íbúar í Grímsey taka jarðhræringum í og við eyjuna af æðruleysi og stressa sig ekkert endilega á því þó að talað sé um að stærri skjálfti geti orðið. 22. febrúar 2018 22:00
Óvissustigi aflétt vegna jarðskjálfta í Grímsey Eftir sem áður mun Veðurstofan halda áfram að vakta jarðskjálftavirkni á og við Ísland og upplýsa almannavarnir eftir því sem tilefni er til. 1. mars 2018 15:56