Astori fannst látinn um síðustu helgi og var hann jarðsunginn á fimmtudaginn.
„Ciao Davide,“ eða „Bless, Davide,“ var saumað í treyjur beggja liða og börnin sem leiddu leikmennina út á völlinn klæddust öll treyjum merktum Astori ásamt því að allir leikmenn Fiorentina klæddust upphitunartreyjum með númeri Astori, 13.
Vallarþulurinn las Astori upp í kynningu sinni á liðunum þar sem hann sagði Astori alltaf verða fyrirliðan þeirra og það var gert hlé á leiknum eftir 13 mínútur og Astori heiðraður með lófaklappi í 60 sekúndur.
Fiorentina vann leikinn 1-0 og liðið er í 9. sæti Seríu A eftir 27 leiki.



