Einkarekstur og útvistun Jón Sigurðsson skrifar 12. mars 2018 11:00 Almannavaldið hlýtur að móta stefnu og viðmið á mikilvægustu sviðum velferðar-, fræðslu- og heilbrigðisþjónustu og á fleiri sambærilegum sviðum. Ríki og sveitarfélög greiða mest af þessari starfsemi. Eðlilega fara þau þá líka með yfirstjórn, stefnumótun og eftirlit. En það hæfir vel að frjáls samtök, sjálfseignarstofnanir og aðrir einkaaðilar taki að sér framfylgju og rekstur þeirra stofnana sem starfa að þessum málum. Reynsla er ágæt af því að rekstur sé ekki á höndum embættismanna. Þetta getur átt við um t.d. öldrunarstofnanir, hjúkrunarheimili, heilsugæslu og læknastofur, uppeldisstofnanir, leikskóla, skóla og háskóla, rannsókna- og ráðgjafarstarfsemi, íþróttastarfsemi, söfn og sýningarsali, leikhús og aðra listastarfsemi og ýmislegt fleira. Það skiptir miklu máli hvernig almannavaldið, ríki og sveitarfélög, ráðstafar þessum verkefnum. Vanda ber til samninga um slíka útvistun. Hún verður að lúta skýrum skilmálum: a) Almannavaldið setur stefnu, viðmið og mælistikur, og ákvarðar um gæði. b) Almannavaldið sér um virkt eftirlit, þ.m.t. gæðaeftirlit og fjárhagseftirlit. c) Almannavaldið hefur rétt til endurskoðunar samninga. En þessir skilmálar eru ekki fullnægjandi. Við verður að bæta þessum: d) Sambærilegar mælistikur verði notaðar í útvistun sem í opinberum stofnunum á sama sviði. Þetta á m.a. við um umfang og umsvif, magn og gæði, aukastörf og viðbætur, hagræðingu og greiðslur. Við þessa skilmála verður líka að bæta þessum: e) Arður verði ekki greiddur af starfseminni, nema þá samkvæmt skýrum sértækum heimildarákvæðum í þjónustusamningi. f) Sama gildi um greiðslur af skuldabréfum. Fyrir verða að liggja í samningi m.a. skýr ákvæði um stofnkostnað og afskriftir, endurnýjun og þróunarkostnað. g) Laun og þóknanir eigenda og stjórnenda í víðum skilningi fylgi viðmiðum sem skilgreind eru sérstaklega í þjónustusamningi. Vandi er að semja þannig að málefnalegt sé og verki ekki aðeins til fælingar. Tryggja verður svigrúm og eðlilega hvata til þróunar, hagræðingar, gæða og umsvifa, en starfsemin verður jafnframt að vera laus við arðsókn.Höfundur er fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Almannavaldið hlýtur að móta stefnu og viðmið á mikilvægustu sviðum velferðar-, fræðslu- og heilbrigðisþjónustu og á fleiri sambærilegum sviðum. Ríki og sveitarfélög greiða mest af þessari starfsemi. Eðlilega fara þau þá líka með yfirstjórn, stefnumótun og eftirlit. En það hæfir vel að frjáls samtök, sjálfseignarstofnanir og aðrir einkaaðilar taki að sér framfylgju og rekstur þeirra stofnana sem starfa að þessum málum. Reynsla er ágæt af því að rekstur sé ekki á höndum embættismanna. Þetta getur átt við um t.d. öldrunarstofnanir, hjúkrunarheimili, heilsugæslu og læknastofur, uppeldisstofnanir, leikskóla, skóla og háskóla, rannsókna- og ráðgjafarstarfsemi, íþróttastarfsemi, söfn og sýningarsali, leikhús og aðra listastarfsemi og ýmislegt fleira. Það skiptir miklu máli hvernig almannavaldið, ríki og sveitarfélög, ráðstafar þessum verkefnum. Vanda ber til samninga um slíka útvistun. Hún verður að lúta skýrum skilmálum: a) Almannavaldið setur stefnu, viðmið og mælistikur, og ákvarðar um gæði. b) Almannavaldið sér um virkt eftirlit, þ.m.t. gæðaeftirlit og fjárhagseftirlit. c) Almannavaldið hefur rétt til endurskoðunar samninga. En þessir skilmálar eru ekki fullnægjandi. Við verður að bæta þessum: d) Sambærilegar mælistikur verði notaðar í útvistun sem í opinberum stofnunum á sama sviði. Þetta á m.a. við um umfang og umsvif, magn og gæði, aukastörf og viðbætur, hagræðingu og greiðslur. Við þessa skilmála verður líka að bæta þessum: e) Arður verði ekki greiddur af starfseminni, nema þá samkvæmt skýrum sértækum heimildarákvæðum í þjónustusamningi. f) Sama gildi um greiðslur af skuldabréfum. Fyrir verða að liggja í samningi m.a. skýr ákvæði um stofnkostnað og afskriftir, endurnýjun og þróunarkostnað. g) Laun og þóknanir eigenda og stjórnenda í víðum skilningi fylgi viðmiðum sem skilgreind eru sérstaklega í þjónustusamningi. Vandi er að semja þannig að málefnalegt sé og verki ekki aðeins til fælingar. Tryggja verður svigrúm og eðlilega hvata til þróunar, hagræðingar, gæða og umsvifa, en starfsemin verður jafnframt að vera laus við arðsókn.Höfundur er fyrrverandi skólastjóri.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun