Þér hýstuð mig Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. mars 2018 11:00 „Við vonum að við verðum hamingjusöm hér við öruggar aðstæður,“ sagði Sýrlendingurinn Tojan Al Nashy við komuna hingað til lands. Hann er í hópi sýrlenskra og írakskra fjölskyldna, kvótaflóttamanna, sem boðið var hingað til lands og setjast að á Vestfjörðum og Austfjörðum. Það er vonandi að þessar fjölskyldur verði hamingjusamar í nýjum heimkynnum, víðs fjarri þeim stríðsátökum sem hröktu þær á flótta. Vonandi fá þær alla þá aðstoð og stuðning sem þær þurfa á að halda frá gestrisnum Íslendingum. Það verður þó ekki horft fram hjá því að hér á landi finnst hópur sem sekkur nánast í tilvistarþunglyndi við tilhugsunina um að flóttafólk setjist að hér á landi, ekki síst ef það aðhyllist aðra trú en kristni. Vitneskjan um að reynt sé að létta undir með flóttafólki, útvega því húsnæði og nauðsynjar framkallar síðan fordæmingu og upphrópanir eins og: „Við eigum nóg með okkur! Hér er fullt af bágstöddum Íslendingum! Af hverju er þeim ekki hjálpað!“ Síðan er bætt við þessari kostulegu fullyrðingu: „ Ég hef ekkert á móti þessu fólki en það er ekki eins og við.“ Vandlætingarræða viðkomandi heldur síðan áfram og þar kemur meðal annars fram að afar ískyggilegt sé að innflytjendur sem aðhyllast íslam séu að fjölga sér og ala upp börn því hætta sé á að múslimar muni fylla landið með hrikalegum afleiðingum. Blessunarlega hefur stjórnmálaflokkur þar sem þessi viðhorf eru ríkjandi ekki komist til valda og vegsemdar í íslensku samfélagi. Þar með er ekki sagt að þessi hópur hatursfólks hafi ekki áhrif. Það var ekki síst fyrir tilstilli þessa kjósendahóps sem Framsóknarflokkurinn fékk tvo borgarfulltrúa í síðustu borgarstjórnarkosningum eftir að oddviti flokksins, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hafði látið sérkennileg orð falla um múslima. Forysta flokksins brást í því máli en nú er ásýnd Framsóknarflokksins orðin með geðþekkari hætti en áður var og er það vel. Fjöldi flokka boðar þátttöku í næstu borgarstjórnarkosningum. Þar á meðal er Frelsisflokkurinn en meðal yfirlýstra markmiða flokksins er að berjast gegn því sem stofnendur segja vera múslimavæðingu Evrópu. Með framboði sínu vill flokkurinn forða því að slík múslimavæðing verði í Reykjavík og hafnar moskubyggingu hér á landi. Það stafar víst sérstök hryðjuverkaógn af því að múslimar fái að iðka trú sína. Flokkurinn leggur síðan mikla áherslu á að kristin gildi séu höfð í hávegum. Það er nokkuð áhyggjuefni fyrir þjóðkirkjuna að þeir sem tala hæst um hætturnar sem stafa af flóttamönnum, og þá sérstaklega múslimum, flokka sig um leið meðal helstu talsmanna kristni í landinu. Ansi er það nú einkennilegt og öfugsnúið. Staðreyndin er vitanlega sú að þessi hópur hatursfólks veit ekkert um náungakærleik og er gjörsamlega ófær um að setja sig í spor annarra. Ef þessi hópur hefði einhvern áhuga á kristnum gildum myndi hann hafa ofarlega í huga orðin úr Matteusarguðspjalli: „Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
„Við vonum að við verðum hamingjusöm hér við öruggar aðstæður,“ sagði Sýrlendingurinn Tojan Al Nashy við komuna hingað til lands. Hann er í hópi sýrlenskra og írakskra fjölskyldna, kvótaflóttamanna, sem boðið var hingað til lands og setjast að á Vestfjörðum og Austfjörðum. Það er vonandi að þessar fjölskyldur verði hamingjusamar í nýjum heimkynnum, víðs fjarri þeim stríðsátökum sem hröktu þær á flótta. Vonandi fá þær alla þá aðstoð og stuðning sem þær þurfa á að halda frá gestrisnum Íslendingum. Það verður þó ekki horft fram hjá því að hér á landi finnst hópur sem sekkur nánast í tilvistarþunglyndi við tilhugsunina um að flóttafólk setjist að hér á landi, ekki síst ef það aðhyllist aðra trú en kristni. Vitneskjan um að reynt sé að létta undir með flóttafólki, útvega því húsnæði og nauðsynjar framkallar síðan fordæmingu og upphrópanir eins og: „Við eigum nóg með okkur! Hér er fullt af bágstöddum Íslendingum! Af hverju er þeim ekki hjálpað!“ Síðan er bætt við þessari kostulegu fullyrðingu: „ Ég hef ekkert á móti þessu fólki en það er ekki eins og við.“ Vandlætingarræða viðkomandi heldur síðan áfram og þar kemur meðal annars fram að afar ískyggilegt sé að innflytjendur sem aðhyllast íslam séu að fjölga sér og ala upp börn því hætta sé á að múslimar muni fylla landið með hrikalegum afleiðingum. Blessunarlega hefur stjórnmálaflokkur þar sem þessi viðhorf eru ríkjandi ekki komist til valda og vegsemdar í íslensku samfélagi. Þar með er ekki sagt að þessi hópur hatursfólks hafi ekki áhrif. Það var ekki síst fyrir tilstilli þessa kjósendahóps sem Framsóknarflokkurinn fékk tvo borgarfulltrúa í síðustu borgarstjórnarkosningum eftir að oddviti flokksins, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hafði látið sérkennileg orð falla um múslima. Forysta flokksins brást í því máli en nú er ásýnd Framsóknarflokksins orðin með geðþekkari hætti en áður var og er það vel. Fjöldi flokka boðar þátttöku í næstu borgarstjórnarkosningum. Þar á meðal er Frelsisflokkurinn en meðal yfirlýstra markmiða flokksins er að berjast gegn því sem stofnendur segja vera múslimavæðingu Evrópu. Með framboði sínu vill flokkurinn forða því að slík múslimavæðing verði í Reykjavík og hafnar moskubyggingu hér á landi. Það stafar víst sérstök hryðjuverkaógn af því að múslimar fái að iðka trú sína. Flokkurinn leggur síðan mikla áherslu á að kristin gildi séu höfð í hávegum. Það er nokkuð áhyggjuefni fyrir þjóðkirkjuna að þeir sem tala hæst um hætturnar sem stafa af flóttamönnum, og þá sérstaklega múslimum, flokka sig um leið meðal helstu talsmanna kristni í landinu. Ansi er það nú einkennilegt og öfugsnúið. Staðreyndin er vitanlega sú að þessi hópur hatursfólks veit ekkert um náungakærleik og er gjörsamlega ófær um að setja sig í spor annarra. Ef þessi hópur hefði einhvern áhuga á kristnum gildum myndi hann hafa ofarlega í huga orðin úr Matteusarguðspjalli: „Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig.“
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar