Innlent

Framboðsfrestur Pírata rennur út

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. vísir/stefán
Framboðsfrestur í prófkjörum Pírata fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar rennur út í dag klukkan 15.00. Sem stendur hefur verið ákveðið að halda prófkjör fyrir lista í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði.

Í Reykjavík hafa sautján einstaklingar lýst yfir framboði en í þeim hópi eru meðal annars varaborgarfulltrúinn Þórgnýr Thoroddsen og Dóra Björt Guðjónsdóttir, fyrrverandi formaður Ungra Pírata. Þá er einnig í framboði Alexandra Briem, nái hún kjöri verður hún fyrsti trans borgarfulltrúinn.

Í Hafnarfirði hafa sjö lýst yfir framboði en í Kópavogi fimm. Hægt er að fræðast um frambjóðendur og málefni þeirra á kosningavef Pírata. Prófkjörið sjálft hefst síðan þann 19. mars næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×