Talið sannað að James Levine hafi beitt unga tónlistarmenn kynferðisofbeldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2018 23:15 James Levine, fyrrverandi tónlistarstjóri Metropolitan-óperunnar. Vísir/Getty Metropolitan-óperan í New York hefur slitið öllu samstarfi við fyrrverandi tónlistarstjóra óperunnar, James Levine, vegna ásakana á hendur honum um kynferðisbrot. Þetta kemur fram í tilkynningu frá óperunni.Levine, sem var á eftirlaunum sem tónlistarstjóri óperunnar (e. Music Director Emeritus), var vikið tímabundið úr starfi í desember síðastliðnum eftir að New York Times birti ásakanir fjögurra karlmanna á hendur honum. Í kjölfar ásakananna var hrint af stað rannsókn innan Metropolitan-óperunnar sem leiddi til þess að Levine var rekinn í kvöld, bæði sem tónlistarstjóri og listrænn stjórnandi sérstakrar deildar fyrir unga tónlistarmenn. Áreitti varnarlausa listamenn Í tilkynningu segir enn fremur að nú teljist sannað að Levine hafi „áreitt varnarlausa listamenn“ og beitt þá kynferðisofbeldi, á meðan hann starfaði sem tónlistarstjóri hjá óperunni og áður en hann var ráðinn til starfans. Þá þykir einnig sannað að hann hafi sýnt af sér sambærilega hegðun í árdaga ferils síns þegar hann vann náið með ungum tónlistarnemum. Rætt var við 70 einstaklinga vegna málsins. „Í ljósi þessara upplýsinga ályktar Metropolitan-óperan að áframhaldandi samstarf Levine við óperuna væri bæði óviðeigandi og ómögulegt,“ segir í tilkynningu. Levine, sem er 74 ára, á glæstan feril að baki sem tónlistarstjóri og starfaði hjá Metropolitan-óperunni í 40 ár þangað til hann fór á eftirlaun árið 2016. Þvertaka fyrir að hafa þaggað málið niður Í desember í fyrra stigu fjórir menn fram og sökuðu Levine um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi en ásakanirnar spönnuðu þriggja áratuga tímabil. Þrír mannanna voru undir lögaldri þegar Levine misnotaði þá en hann er sagður hafa nýtt sér yfirburðarstöðu sína sem tónlistarstjóri við skóla og tónlistarhátíðir til að nálgast mennina. Þá voru forsvarsmenn Metropolitan-óperunnar gagnrýndir fyrir að hafa verið meðvitaðir um ásakanirnar í a.m.k. einu tilviki. Í tilkynningu þvertekur óperan þó fyrir að hafa vitað af málinu og reynt að þagga það niður. Þá neitar Levine ásökunum mannanna. Orðrómur um kynferðisbrot Levine hafði lengi verið á kreiki áður en mennirnir stigu fram og báru ásakanir á hendur honum. Johanna Fiedler, fyrrum upplýsingafulltrúi Metropolitan-óperunnar, greindi frá sögusögnum þess efnis í bók sinni Molto Agitato: The Mayhem Behind the Music at the Metropolitan Opera en bókin kom út árið 2001. MeToo Bandaríkin Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Metropolitan-óperan í New York hefur slitið öllu samstarfi við fyrrverandi tónlistarstjóra óperunnar, James Levine, vegna ásakana á hendur honum um kynferðisbrot. Þetta kemur fram í tilkynningu frá óperunni.Levine, sem var á eftirlaunum sem tónlistarstjóri óperunnar (e. Music Director Emeritus), var vikið tímabundið úr starfi í desember síðastliðnum eftir að New York Times birti ásakanir fjögurra karlmanna á hendur honum. Í kjölfar ásakananna var hrint af stað rannsókn innan Metropolitan-óperunnar sem leiddi til þess að Levine var rekinn í kvöld, bæði sem tónlistarstjóri og listrænn stjórnandi sérstakrar deildar fyrir unga tónlistarmenn. Áreitti varnarlausa listamenn Í tilkynningu segir enn fremur að nú teljist sannað að Levine hafi „áreitt varnarlausa listamenn“ og beitt þá kynferðisofbeldi, á meðan hann starfaði sem tónlistarstjóri hjá óperunni og áður en hann var ráðinn til starfans. Þá þykir einnig sannað að hann hafi sýnt af sér sambærilega hegðun í árdaga ferils síns þegar hann vann náið með ungum tónlistarnemum. Rætt var við 70 einstaklinga vegna málsins. „Í ljósi þessara upplýsinga ályktar Metropolitan-óperan að áframhaldandi samstarf Levine við óperuna væri bæði óviðeigandi og ómögulegt,“ segir í tilkynningu. Levine, sem er 74 ára, á glæstan feril að baki sem tónlistarstjóri og starfaði hjá Metropolitan-óperunni í 40 ár þangað til hann fór á eftirlaun árið 2016. Þvertaka fyrir að hafa þaggað málið niður Í desember í fyrra stigu fjórir menn fram og sökuðu Levine um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi en ásakanirnar spönnuðu þriggja áratuga tímabil. Þrír mannanna voru undir lögaldri þegar Levine misnotaði þá en hann er sagður hafa nýtt sér yfirburðarstöðu sína sem tónlistarstjóri við skóla og tónlistarhátíðir til að nálgast mennina. Þá voru forsvarsmenn Metropolitan-óperunnar gagnrýndir fyrir að hafa verið meðvitaðir um ásakanirnar í a.m.k. einu tilviki. Í tilkynningu þvertekur óperan þó fyrir að hafa vitað af málinu og reynt að þagga það niður. Þá neitar Levine ásökunum mannanna. Orðrómur um kynferðisbrot Levine hafði lengi verið á kreiki áður en mennirnir stigu fram og báru ásakanir á hendur honum. Johanna Fiedler, fyrrum upplýsingafulltrúi Metropolitan-óperunnar, greindi frá sögusögnum þess efnis í bók sinni Molto Agitato: The Mayhem Behind the Music at the Metropolitan Opera en bókin kom út árið 2001.
MeToo Bandaríkin Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira