Vill grípa til „raunhæfari leiða“ áður en umferð er takmörkuð vegna svifryksmengunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2018 13:30 Eyþór Arnalds skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. vísir/anton brink Eyþór Arnalds, sem skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor, segir að taka þurfi á orsökum þess að svo mikið svifryk myndist í Reykjavík eins og verið hefur undanfarna daga og svifrykinu sjálfu. Hann telur að takmarka eigi notkun nagladekkja í borginni en segir að í staðinn fyrir að leggja gjald á dekkin mætti umbuna þeim sem nota þau ekki, til dæmis í gegnum stöðumælakerfið. Aðspurður hvort hann telji það ekki raunhæfa leið að takmarka umferð kveðst Eyþór fyrst vilja grípa til raunhæfari leiða, eins og hann orðar það, áður en gripið er til þess að takmarka umferð þegar mengun er mikil. „Til að koma í veg fyrir svona mikið svifryk þá þarf að passa það að göturnar séu í lagi, að malbikið sé ekki að brotna svona mikið niður. Það þarf að gæta þess að rétt efni sé sett á götur og gangstéttir svo það valdi ekki meira svifryki. Svo þarf að þrífa göturnar en þrif hafa verið í lamasessi. Það er ekki nægjanlegt að biðja fólk um að vera innandyra, við gerum meiri kröfur til hreinleika borgarinnar,“ segir Eyþór í samtali við Vísi og bætir við að það þurfi að fara í átak bæði til að minnka myndun svifryks og fara í átak í hreinsun svifryks til að leysa vandamálið.Talsmaður þess að umferðarhraði sé jafnari Það sem af er ári hefur svifrykið í Reykjavík farið í sex daga yfir sólarhringsheilsumörk en allt árið í fyrra voru það 17 dagar sem mengunin fór yfir mörkin. Heilbrigiðiseftirlit Reykjavíkur hefur bent á hægt væri að takmarka umferð og notkun nagladekkja auk þess að takmarka umferðarhraða til að ná megi sem bestum árangri í baráttunni við svifrykið. Sjá einnig:Þeir viðkvæmustu séu ekki fangar svifryksins Spurður út í hvað honum finnist um síðasta möguleikann segist Eyþór vera talsmaður þess að umferðarhraði verði jafnari. „Þess vegna höfum við talað um það að það eigi að fækka ljósastýrðum gatnamótum sem valda því að við keyrum annars vegar mjög hratt og hins vegar stoppum alveg. Jafnari umferðarhraði fer bæði betur með göturnar og veldur færri slysum.“ Eyþór bætir því síðan við að hann vilji sjá Heilbrigðiseftirlitið beina því til borgarinnar að það verði farið í átak að hreinsa göturnar. „Ég veit að það eru til bílar í borginni sem geta þrifið mjög vel en þeir eru mjög lítið notaðir. Þetta er ekki kostnaðarsamt,“ segir Eyþór.„Borgin á að axla ábyrgð og passa göturnar“ Í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í dag um svifryksmengunina tiltekur Eyþór meðal annars að í Reykjavík gætu Sorpa og Strætó unnið betur saman með því að nýta metangas sem ekki er verið að nota hjá Sorpu og knýja strætisvagnana með því. Hann ítrekar þessa hugmynd í samtali við Vísi og bendir á að dísilbílum hafi fjölgað undanfarin ár. „Við sem þjóð eigum að fara í að nota meira aðra valkosti heldur en dísil, þar með talið á strætó.“En telur hann ekki raunhæft að takmarka umferð þegar ástandið varðandi svifryksmengun er með þeim hætti sem verið hefur? „Ég held að við þurfum fyrst að grípa til raunhæfari leiða. Það er þá að þrífa og minnka upptökin. Langtímamarkmiðið er síðan að minnka dísil. En við getum ekki bannað fólki sem nauðsynlega þarf að komast á milli staða að loka það inni. Borgin á að axla ábyrgð og passa göturnar.“Í hádegisfréttum Bylgjunnar var rætt við Harald Briem, settan sóttvarnalækni, um þau áhrif sem svifryksmengun getur haft á heilsu fólks. Hlusta má á fréttina í spilaranum hér fyrir neðan. Samgöngur Tengdar fréttir Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Sjá meira
Eyþór Arnalds, sem skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor, segir að taka þurfi á orsökum þess að svo mikið svifryk myndist í Reykjavík eins og verið hefur undanfarna daga og svifrykinu sjálfu. Hann telur að takmarka eigi notkun nagladekkja í borginni en segir að í staðinn fyrir að leggja gjald á dekkin mætti umbuna þeim sem nota þau ekki, til dæmis í gegnum stöðumælakerfið. Aðspurður hvort hann telji það ekki raunhæfa leið að takmarka umferð kveðst Eyþór fyrst vilja grípa til raunhæfari leiða, eins og hann orðar það, áður en gripið er til þess að takmarka umferð þegar mengun er mikil. „Til að koma í veg fyrir svona mikið svifryk þá þarf að passa það að göturnar séu í lagi, að malbikið sé ekki að brotna svona mikið niður. Það þarf að gæta þess að rétt efni sé sett á götur og gangstéttir svo það valdi ekki meira svifryki. Svo þarf að þrífa göturnar en þrif hafa verið í lamasessi. Það er ekki nægjanlegt að biðja fólk um að vera innandyra, við gerum meiri kröfur til hreinleika borgarinnar,“ segir Eyþór í samtali við Vísi og bætir við að það þurfi að fara í átak bæði til að minnka myndun svifryks og fara í átak í hreinsun svifryks til að leysa vandamálið.Talsmaður þess að umferðarhraði sé jafnari Það sem af er ári hefur svifrykið í Reykjavík farið í sex daga yfir sólarhringsheilsumörk en allt árið í fyrra voru það 17 dagar sem mengunin fór yfir mörkin. Heilbrigiðiseftirlit Reykjavíkur hefur bent á hægt væri að takmarka umferð og notkun nagladekkja auk þess að takmarka umferðarhraða til að ná megi sem bestum árangri í baráttunni við svifrykið. Sjá einnig:Þeir viðkvæmustu séu ekki fangar svifryksins Spurður út í hvað honum finnist um síðasta möguleikann segist Eyþór vera talsmaður þess að umferðarhraði verði jafnari. „Þess vegna höfum við talað um það að það eigi að fækka ljósastýrðum gatnamótum sem valda því að við keyrum annars vegar mjög hratt og hins vegar stoppum alveg. Jafnari umferðarhraði fer bæði betur með göturnar og veldur færri slysum.“ Eyþór bætir því síðan við að hann vilji sjá Heilbrigðiseftirlitið beina því til borgarinnar að það verði farið í átak að hreinsa göturnar. „Ég veit að það eru til bílar í borginni sem geta þrifið mjög vel en þeir eru mjög lítið notaðir. Þetta er ekki kostnaðarsamt,“ segir Eyþór.„Borgin á að axla ábyrgð og passa göturnar“ Í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í dag um svifryksmengunina tiltekur Eyþór meðal annars að í Reykjavík gætu Sorpa og Strætó unnið betur saman með því að nýta metangas sem ekki er verið að nota hjá Sorpu og knýja strætisvagnana með því. Hann ítrekar þessa hugmynd í samtali við Vísi og bendir á að dísilbílum hafi fjölgað undanfarin ár. „Við sem þjóð eigum að fara í að nota meira aðra valkosti heldur en dísil, þar með talið á strætó.“En telur hann ekki raunhæft að takmarka umferð þegar ástandið varðandi svifryksmengun er með þeim hætti sem verið hefur? „Ég held að við þurfum fyrst að grípa til raunhæfari leiða. Það er þá að þrífa og minnka upptökin. Langtímamarkmiðið er síðan að minnka dísil. En við getum ekki bannað fólki sem nauðsynlega þarf að komast á milli staða að loka það inni. Borgin á að axla ábyrgð og passa göturnar.“Í hádegisfréttum Bylgjunnar var rætt við Harald Briem, settan sóttvarnalækni, um þau áhrif sem svifryksmengun getur haft á heilsu fólks. Hlusta má á fréttina í spilaranum hér fyrir neðan.
Samgöngur Tengdar fréttir Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Sjá meira
Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00
Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39