Vill grípa til „raunhæfari leiða“ áður en umferð er takmörkuð vegna svifryksmengunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2018 13:30 Eyþór Arnalds skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. vísir/anton brink Eyþór Arnalds, sem skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor, segir að taka þurfi á orsökum þess að svo mikið svifryk myndist í Reykjavík eins og verið hefur undanfarna daga og svifrykinu sjálfu. Hann telur að takmarka eigi notkun nagladekkja í borginni en segir að í staðinn fyrir að leggja gjald á dekkin mætti umbuna þeim sem nota þau ekki, til dæmis í gegnum stöðumælakerfið. Aðspurður hvort hann telji það ekki raunhæfa leið að takmarka umferð kveðst Eyþór fyrst vilja grípa til raunhæfari leiða, eins og hann orðar það, áður en gripið er til þess að takmarka umferð þegar mengun er mikil. „Til að koma í veg fyrir svona mikið svifryk þá þarf að passa það að göturnar séu í lagi, að malbikið sé ekki að brotna svona mikið niður. Það þarf að gæta þess að rétt efni sé sett á götur og gangstéttir svo það valdi ekki meira svifryki. Svo þarf að þrífa göturnar en þrif hafa verið í lamasessi. Það er ekki nægjanlegt að biðja fólk um að vera innandyra, við gerum meiri kröfur til hreinleika borgarinnar,“ segir Eyþór í samtali við Vísi og bætir við að það þurfi að fara í átak bæði til að minnka myndun svifryks og fara í átak í hreinsun svifryks til að leysa vandamálið.Talsmaður þess að umferðarhraði sé jafnari Það sem af er ári hefur svifrykið í Reykjavík farið í sex daga yfir sólarhringsheilsumörk en allt árið í fyrra voru það 17 dagar sem mengunin fór yfir mörkin. Heilbrigiðiseftirlit Reykjavíkur hefur bent á hægt væri að takmarka umferð og notkun nagladekkja auk þess að takmarka umferðarhraða til að ná megi sem bestum árangri í baráttunni við svifrykið. Sjá einnig:Þeir viðkvæmustu séu ekki fangar svifryksins Spurður út í hvað honum finnist um síðasta möguleikann segist Eyþór vera talsmaður þess að umferðarhraði verði jafnari. „Þess vegna höfum við talað um það að það eigi að fækka ljósastýrðum gatnamótum sem valda því að við keyrum annars vegar mjög hratt og hins vegar stoppum alveg. Jafnari umferðarhraði fer bæði betur með göturnar og veldur færri slysum.“ Eyþór bætir því síðan við að hann vilji sjá Heilbrigðiseftirlitið beina því til borgarinnar að það verði farið í átak að hreinsa göturnar. „Ég veit að það eru til bílar í borginni sem geta þrifið mjög vel en þeir eru mjög lítið notaðir. Þetta er ekki kostnaðarsamt,“ segir Eyþór.„Borgin á að axla ábyrgð og passa göturnar“ Í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í dag um svifryksmengunina tiltekur Eyþór meðal annars að í Reykjavík gætu Sorpa og Strætó unnið betur saman með því að nýta metangas sem ekki er verið að nota hjá Sorpu og knýja strætisvagnana með því. Hann ítrekar þessa hugmynd í samtali við Vísi og bendir á að dísilbílum hafi fjölgað undanfarin ár. „Við sem þjóð eigum að fara í að nota meira aðra valkosti heldur en dísil, þar með talið á strætó.“En telur hann ekki raunhæft að takmarka umferð þegar ástandið varðandi svifryksmengun er með þeim hætti sem verið hefur? „Ég held að við þurfum fyrst að grípa til raunhæfari leiða. Það er þá að þrífa og minnka upptökin. Langtímamarkmiðið er síðan að minnka dísil. En við getum ekki bannað fólki sem nauðsynlega þarf að komast á milli staða að loka það inni. Borgin á að axla ábyrgð og passa göturnar.“Í hádegisfréttum Bylgjunnar var rætt við Harald Briem, settan sóttvarnalækni, um þau áhrif sem svifryksmengun getur haft á heilsu fólks. Hlusta má á fréttina í spilaranum hér fyrir neðan. Samgöngur Tengdar fréttir Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Eyþór Arnalds, sem skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor, segir að taka þurfi á orsökum þess að svo mikið svifryk myndist í Reykjavík eins og verið hefur undanfarna daga og svifrykinu sjálfu. Hann telur að takmarka eigi notkun nagladekkja í borginni en segir að í staðinn fyrir að leggja gjald á dekkin mætti umbuna þeim sem nota þau ekki, til dæmis í gegnum stöðumælakerfið. Aðspurður hvort hann telji það ekki raunhæfa leið að takmarka umferð kveðst Eyþór fyrst vilja grípa til raunhæfari leiða, eins og hann orðar það, áður en gripið er til þess að takmarka umferð þegar mengun er mikil. „Til að koma í veg fyrir svona mikið svifryk þá þarf að passa það að göturnar séu í lagi, að malbikið sé ekki að brotna svona mikið niður. Það þarf að gæta þess að rétt efni sé sett á götur og gangstéttir svo það valdi ekki meira svifryki. Svo þarf að þrífa göturnar en þrif hafa verið í lamasessi. Það er ekki nægjanlegt að biðja fólk um að vera innandyra, við gerum meiri kröfur til hreinleika borgarinnar,“ segir Eyþór í samtali við Vísi og bætir við að það þurfi að fara í átak bæði til að minnka myndun svifryks og fara í átak í hreinsun svifryks til að leysa vandamálið.Talsmaður þess að umferðarhraði sé jafnari Það sem af er ári hefur svifrykið í Reykjavík farið í sex daga yfir sólarhringsheilsumörk en allt árið í fyrra voru það 17 dagar sem mengunin fór yfir mörkin. Heilbrigiðiseftirlit Reykjavíkur hefur bent á hægt væri að takmarka umferð og notkun nagladekkja auk þess að takmarka umferðarhraða til að ná megi sem bestum árangri í baráttunni við svifrykið. Sjá einnig:Þeir viðkvæmustu séu ekki fangar svifryksins Spurður út í hvað honum finnist um síðasta möguleikann segist Eyþór vera talsmaður þess að umferðarhraði verði jafnari. „Þess vegna höfum við talað um það að það eigi að fækka ljósastýrðum gatnamótum sem valda því að við keyrum annars vegar mjög hratt og hins vegar stoppum alveg. Jafnari umferðarhraði fer bæði betur með göturnar og veldur færri slysum.“ Eyþór bætir því síðan við að hann vilji sjá Heilbrigðiseftirlitið beina því til borgarinnar að það verði farið í átak að hreinsa göturnar. „Ég veit að það eru til bílar í borginni sem geta þrifið mjög vel en þeir eru mjög lítið notaðir. Þetta er ekki kostnaðarsamt,“ segir Eyþór.„Borgin á að axla ábyrgð og passa göturnar“ Í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í dag um svifryksmengunina tiltekur Eyþór meðal annars að í Reykjavík gætu Sorpa og Strætó unnið betur saman með því að nýta metangas sem ekki er verið að nota hjá Sorpu og knýja strætisvagnana með því. Hann ítrekar þessa hugmynd í samtali við Vísi og bendir á að dísilbílum hafi fjölgað undanfarin ár. „Við sem þjóð eigum að fara í að nota meira aðra valkosti heldur en dísil, þar með talið á strætó.“En telur hann ekki raunhæft að takmarka umferð þegar ástandið varðandi svifryksmengun er með þeim hætti sem verið hefur? „Ég held að við þurfum fyrst að grípa til raunhæfari leiða. Það er þá að þrífa og minnka upptökin. Langtímamarkmiðið er síðan að minnka dísil. En við getum ekki bannað fólki sem nauðsynlega þarf að komast á milli staða að loka það inni. Borgin á að axla ábyrgð og passa göturnar.“Í hádegisfréttum Bylgjunnar var rætt við Harald Briem, settan sóttvarnalækni, um þau áhrif sem svifryksmengun getur haft á heilsu fólks. Hlusta má á fréttina í spilaranum hér fyrir neðan.
Samgöngur Tengdar fréttir Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00
Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39