Segja að síðasta þáttaröðin muni ekki valda vonbrigðum Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2018 15:03 Nikolaj Coster-Waldau og Jerome Flynn í Game of Thrones. IMDB Yfirmenn HBO segja að síðasta þáttaröð Game of Thrones muni ekki valda vonbrigðum. Þetta kom fram á ráðstefnu í Ísrael þar sem forsvarsmenn þáttanna ræddu þá og nýlegan handritalestur. „Þetta var mjög kraftmikil stund,“ sagði Francesca Orsi, yfirmaður dramadeildar HBO, við Variety „Enginn leikari hafði séð handritið og svo byrjuðu þau að falla eitt af öðru.“Casey Bloys, yfirmaður dagskrárgerðar HBO, bætti við að eftir lesturinn hafi leikarar og starfsmenn fagnað ákaft í allt að tuttugu mínútur. „Þetta var stórkostlegt. Undir lokin voru allir með tár í augunum.“ Það er því ljóst að margar af helstu sögupersónum Game of Thrones munu deyja. Stóru spurningarnar eru þó; hverjir og hvernig?Sjá einnig: Veðbankar spá fyrir um hver muni vinna Game of ThronesBloys ræddi einnig komandi þáttaraðir sem munu einnig byggja á A Song of Ice and Fire bókunum. Þær verða þrjár til fimm. Orsi hét því að HBO myndi halda sömu gæðunum við framleiðslu þáttanna og að þeir myndu ekki gefa Game of Thrones neitt eftir. Leikarinn Iain Glen, sem leikur Jorah Mormont, var nýlega í viðtali hjá India Today. Þar sagði hann að réttast væri fyrir áhorfendur Game of Thrones að vera á tánum. „Alltaf búast við hinu óvænta. Það er það sem virkar fyrir þessa þætti og áttunda þáttaröð er full af óvæntum atriðum,“ sagði Glen. Hann bætti einnig við að stærð og umfang framleiðslu þáttaraðarinnar væri á stigi sem aldrei hefði sést í sjónvarpi áður. „Þetta er stærsti sjónvarpsþáttur sögunnar og síðasta þáttaröðin mun endurspegla það.“Endum þetta svo á leiðindum. Það eru líklega minnst fjórtán mánuðir í að þættirnir verða sýndir. Game of Thrones Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Yfirmenn HBO segja að síðasta þáttaröð Game of Thrones muni ekki valda vonbrigðum. Þetta kom fram á ráðstefnu í Ísrael þar sem forsvarsmenn þáttanna ræddu þá og nýlegan handritalestur. „Þetta var mjög kraftmikil stund,“ sagði Francesca Orsi, yfirmaður dramadeildar HBO, við Variety „Enginn leikari hafði séð handritið og svo byrjuðu þau að falla eitt af öðru.“Casey Bloys, yfirmaður dagskrárgerðar HBO, bætti við að eftir lesturinn hafi leikarar og starfsmenn fagnað ákaft í allt að tuttugu mínútur. „Þetta var stórkostlegt. Undir lokin voru allir með tár í augunum.“ Það er því ljóst að margar af helstu sögupersónum Game of Thrones munu deyja. Stóru spurningarnar eru þó; hverjir og hvernig?Sjá einnig: Veðbankar spá fyrir um hver muni vinna Game of ThronesBloys ræddi einnig komandi þáttaraðir sem munu einnig byggja á A Song of Ice and Fire bókunum. Þær verða þrjár til fimm. Orsi hét því að HBO myndi halda sömu gæðunum við framleiðslu þáttanna og að þeir myndu ekki gefa Game of Thrones neitt eftir. Leikarinn Iain Glen, sem leikur Jorah Mormont, var nýlega í viðtali hjá India Today. Þar sagði hann að réttast væri fyrir áhorfendur Game of Thrones að vera á tánum. „Alltaf búast við hinu óvænta. Það er það sem virkar fyrir þessa þætti og áttunda þáttaröð er full af óvæntum atriðum,“ sagði Glen. Hann bætti einnig við að stærð og umfang framleiðslu þáttaraðarinnar væri á stigi sem aldrei hefði sést í sjónvarpi áður. „Þetta er stærsti sjónvarpsþáttur sögunnar og síðasta þáttaröðin mun endurspegla það.“Endum þetta svo á leiðindum. Það eru líklega minnst fjórtán mánuðir í að þættirnir verða sýndir.
Game of Thrones Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira