Segja að síðasta þáttaröðin muni ekki valda vonbrigðum Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2018 15:03 Nikolaj Coster-Waldau og Jerome Flynn í Game of Thrones. IMDB Yfirmenn HBO segja að síðasta þáttaröð Game of Thrones muni ekki valda vonbrigðum. Þetta kom fram á ráðstefnu í Ísrael þar sem forsvarsmenn þáttanna ræddu þá og nýlegan handritalestur. „Þetta var mjög kraftmikil stund,“ sagði Francesca Orsi, yfirmaður dramadeildar HBO, við Variety „Enginn leikari hafði séð handritið og svo byrjuðu þau að falla eitt af öðru.“Casey Bloys, yfirmaður dagskrárgerðar HBO, bætti við að eftir lesturinn hafi leikarar og starfsmenn fagnað ákaft í allt að tuttugu mínútur. „Þetta var stórkostlegt. Undir lokin voru allir með tár í augunum.“ Það er því ljóst að margar af helstu sögupersónum Game of Thrones munu deyja. Stóru spurningarnar eru þó; hverjir og hvernig?Sjá einnig: Veðbankar spá fyrir um hver muni vinna Game of ThronesBloys ræddi einnig komandi þáttaraðir sem munu einnig byggja á A Song of Ice and Fire bókunum. Þær verða þrjár til fimm. Orsi hét því að HBO myndi halda sömu gæðunum við framleiðslu þáttanna og að þeir myndu ekki gefa Game of Thrones neitt eftir. Leikarinn Iain Glen, sem leikur Jorah Mormont, var nýlega í viðtali hjá India Today. Þar sagði hann að réttast væri fyrir áhorfendur Game of Thrones að vera á tánum. „Alltaf búast við hinu óvænta. Það er það sem virkar fyrir þessa þætti og áttunda þáttaröð er full af óvæntum atriðum,“ sagði Glen. Hann bætti einnig við að stærð og umfang framleiðslu þáttaraðarinnar væri á stigi sem aldrei hefði sést í sjónvarpi áður. „Þetta er stærsti sjónvarpsþáttur sögunnar og síðasta þáttaröðin mun endurspegla það.“Endum þetta svo á leiðindum. Það eru líklega minnst fjórtán mánuðir í að þættirnir verða sýndir. Game of Thrones Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Yfirmenn HBO segja að síðasta þáttaröð Game of Thrones muni ekki valda vonbrigðum. Þetta kom fram á ráðstefnu í Ísrael þar sem forsvarsmenn þáttanna ræddu þá og nýlegan handritalestur. „Þetta var mjög kraftmikil stund,“ sagði Francesca Orsi, yfirmaður dramadeildar HBO, við Variety „Enginn leikari hafði séð handritið og svo byrjuðu þau að falla eitt af öðru.“Casey Bloys, yfirmaður dagskrárgerðar HBO, bætti við að eftir lesturinn hafi leikarar og starfsmenn fagnað ákaft í allt að tuttugu mínútur. „Þetta var stórkostlegt. Undir lokin voru allir með tár í augunum.“ Það er því ljóst að margar af helstu sögupersónum Game of Thrones munu deyja. Stóru spurningarnar eru þó; hverjir og hvernig?Sjá einnig: Veðbankar spá fyrir um hver muni vinna Game of ThronesBloys ræddi einnig komandi þáttaraðir sem munu einnig byggja á A Song of Ice and Fire bókunum. Þær verða þrjár til fimm. Orsi hét því að HBO myndi halda sömu gæðunum við framleiðslu þáttanna og að þeir myndu ekki gefa Game of Thrones neitt eftir. Leikarinn Iain Glen, sem leikur Jorah Mormont, var nýlega í viðtali hjá India Today. Þar sagði hann að réttast væri fyrir áhorfendur Game of Thrones að vera á tánum. „Alltaf búast við hinu óvænta. Það er það sem virkar fyrir þessa þætti og áttunda þáttaröð er full af óvæntum atriðum,“ sagði Glen. Hann bætti einnig við að stærð og umfang framleiðslu þáttaraðarinnar væri á stigi sem aldrei hefði sést í sjónvarpi áður. „Þetta er stærsti sjónvarpsþáttur sögunnar og síðasta þáttaröðin mun endurspegla það.“Endum þetta svo á leiðindum. Það eru líklega minnst fjórtán mánuðir í að þættirnir verða sýndir.
Game of Thrones Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein