Íslenski boltinn

KR-ingar sömdu við Norður-Írann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Varnarmaðurinn Albert Watson er genginn til liðs við KR og spilar með liðinu í Pepsi-deild karla í sumar en þetta er staðfest á heimasíðu KR.

KR gerði tveggja ára samning við leikmanninn eða út sumarið 2019.

Albert Watson er reynslubolti sem hefur spilað undanfarið í Kanada. Hann heldur upp á 33 ára afmælið sitt í september. Watson er réttfættur en getur spilað báðar miðvarðarstöðurnar.

Albert hóf feril sinn hjá Ballemena United á Norður Írlandi og lék þar um árabil en þaðan fór hann til sigursælasta liðs Norður Írlands, Linfield.

Hjá Edmonton í Kanada spilaði hann 128 leiki og skoraði í þeim 5 mörk.

Hér í spilaranum fyrir ofan má sjá Albert Watson á æfingu með KR í gær en Guðjón Guðmundsson heimsótti þá KR-inga og ræddi við Rúnar Kristinsson um sumarið.

Þar mátti heyra á Rúnari að hann vildi semja við Albert sem og hann gerði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×