Nýsköpunarlífeyrir Konráð S. Guðjónsson skrifar 14. mars 2018 07:00 Ein stærsta áskorun íslensks efnahagslífs á næstu áratugum er að auka nýsköpun. Klisja? Kannski, en fyrir sumum klisjum eru góðar ástæður. Þó hægt sé að auka verðmætasköpun í auðlindageiranum eru náttúruauðlindir engu að síður takmarkaðar og útflutningur Íslands einsleitur. Þess vegna þarf að fjölga stoðum íslensks efnahagslífs. Það kallar á nýjar leiðir til verðmætasköpunar og nýrra útflutningsgreina í alþjóðageiranum sem aftur kallar á aukna nýsköpun. Þrátt fyrir ákall um aukna nýsköpun á hún sumstaðar undir högg að sækja. Til dæmis hefur fjárfesting í sprotafyrirtækjum dregist saman um 81% frá 2015 skv. samantekt Northstack. Einnig eru þau fyrirtæki sem við státum okkur af sem dæmi um velgengni íslenskrar nýsköpunar, til dæmis CCP, Marel og Össur, mörg hver orðin mun eldri en 10 ára og því rótgróin.Þurfum meiri verðmætasköpun til að njóta efri áranna Önnur áskorun sem við, líkt og önnur þróuð ríki, stöndum frammi fyrir er að við erum að eldast hratt sem þjóð. Hlutfall lífeyrisþega á móti þeim sem eru starfandi mun tvöfaldast og fara úr um 20% í 40% um miðbik aldarinnar. Þetta þýðir að vinnandi hendur þurfa að sjá fyrir fleirum en áður í gegnum lífeyris- og velferðarkerfið. Stór áskorun – jafnvel þó að sjálfvirknivæðing og tækniframfarir muni vonandi auðvelda okkur að takast á við hana. Hér eru því í raun tvær áskoranir: Annars vegar mikilvægi þess að auka nýsköpun hvarvetna og hins vegar að takast á við breytta aldurssamsetningu. Báðar eru þær samofnar hagsæld Íslands til framtíðar. Getum við leyst þær samtímisLífeyrissjóðir þurfa að horfa annað Til að standa undir fjölgun lífeyrisþega á komandi áratugum þurfa lífeyrissjóðir að skila góðri ávöxtun og miða réttindi sjóðsfélaga við að ávöxtunin sé 3,5% að teknu tilliti til verðbólgu. Lækkandi vaxtastig hér á landi og erlendis teflir því í tvísýnu og óljóst er hvernig hægt er að ná fram 3,5% raunávöxtun til lengdar án framleiðniaukningar sem er meiri en við höfum séð á síðustu áratugum. Einnig er ljóst að núverandi fjárfestingarumhverfi sníður lífeyrissjóðum þröngan stakk, þar sem sjóðirnir eiga hátt í helming skráðra hlutabréfa og oft stóran hlut í félögum í beinni samkeppni. Með öðrum orðum þurfa lífeyrissjóðirnir, og þannig lífeyrisþegar framtíðarinnar, fleiri stoðir undir verðmætasköpun í landinu og að horfa í auknum mæli á aðra fjárfestingarkosti. Vandséð er hvernig það getur gerst án aukinnar áherslu á nýja tækni og þekkingu – nýsköpun. Vissulega þurfa sjóðirnir einnig að fjárfesta meira erlendis, en það er háð stöðu á gjaldeyrismarkaði hverju sinni og nýjar fjárfestingar innanlands munu áfram eiga sér stað. Aukin nýsköpun er hagsmunamál lífeyrissjóðanna Þó að skilningur forsvarsmanna lífeyrissjóða á mikilvægi nýsköpunar sé hér ekki dreginn í efa mætti sýna skilninginn betur í verki. Ef hlutfall eigna lífeyrissjóða í óskráðum hlutabréfum er vísbending, þá hefur það lækkað úr 4% í aðeins 3% frá 2013 til 2016, en sprota- og nýsköpunarfyrirtæki eru nær alltaf óskráð. Einnig má nefna að vægi rannsóknar og þróunar (R&Þ) er minna í fyrirtækjum hér á landi heldur en í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Til að R&Þ aukist skiptir stefna eigenda fyrirtækja máli og þar eru lífeyrissjóðirnir sem fyrr segir umsvifamiklir. Lífeyrissjóðir sem stofnanafjárfestar eiga ekki að vera ráðandi í sprotafyrirtækjum á Íslandi og munu seint verða leiðandi í nýsköpun. Engu að síður hljóta að vera tækifæri til að styðja mun betur við nýsköpun – bæði með auknum fjárfestingum lífeyrissjóða í ungum framsæknum fyrirtækjum og ekki síður innan rótgróinna fyrirtækja í eigu sjóðanna. Hagsmunir lífeyrissjóðanna og samfélagsins í heild eru nefnilega þeir sömu þegar allt kemur til alls – öflugt efnahagslíf sem sækir fram með nýsköpun og getur séð fyrir fólki á efri árunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Konráð S. Guðjónsson Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ein stærsta áskorun íslensks efnahagslífs á næstu áratugum er að auka nýsköpun. Klisja? Kannski, en fyrir sumum klisjum eru góðar ástæður. Þó hægt sé að auka verðmætasköpun í auðlindageiranum eru náttúruauðlindir engu að síður takmarkaðar og útflutningur Íslands einsleitur. Þess vegna þarf að fjölga stoðum íslensks efnahagslífs. Það kallar á nýjar leiðir til verðmætasköpunar og nýrra útflutningsgreina í alþjóðageiranum sem aftur kallar á aukna nýsköpun. Þrátt fyrir ákall um aukna nýsköpun á hún sumstaðar undir högg að sækja. Til dæmis hefur fjárfesting í sprotafyrirtækjum dregist saman um 81% frá 2015 skv. samantekt Northstack. Einnig eru þau fyrirtæki sem við státum okkur af sem dæmi um velgengni íslenskrar nýsköpunar, til dæmis CCP, Marel og Össur, mörg hver orðin mun eldri en 10 ára og því rótgróin.Þurfum meiri verðmætasköpun til að njóta efri áranna Önnur áskorun sem við, líkt og önnur þróuð ríki, stöndum frammi fyrir er að við erum að eldast hratt sem þjóð. Hlutfall lífeyrisþega á móti þeim sem eru starfandi mun tvöfaldast og fara úr um 20% í 40% um miðbik aldarinnar. Þetta þýðir að vinnandi hendur þurfa að sjá fyrir fleirum en áður í gegnum lífeyris- og velferðarkerfið. Stór áskorun – jafnvel þó að sjálfvirknivæðing og tækniframfarir muni vonandi auðvelda okkur að takast á við hana. Hér eru því í raun tvær áskoranir: Annars vegar mikilvægi þess að auka nýsköpun hvarvetna og hins vegar að takast á við breytta aldurssamsetningu. Báðar eru þær samofnar hagsæld Íslands til framtíðar. Getum við leyst þær samtímisLífeyrissjóðir þurfa að horfa annað Til að standa undir fjölgun lífeyrisþega á komandi áratugum þurfa lífeyrissjóðir að skila góðri ávöxtun og miða réttindi sjóðsfélaga við að ávöxtunin sé 3,5% að teknu tilliti til verðbólgu. Lækkandi vaxtastig hér á landi og erlendis teflir því í tvísýnu og óljóst er hvernig hægt er að ná fram 3,5% raunávöxtun til lengdar án framleiðniaukningar sem er meiri en við höfum séð á síðustu áratugum. Einnig er ljóst að núverandi fjárfestingarumhverfi sníður lífeyrissjóðum þröngan stakk, þar sem sjóðirnir eiga hátt í helming skráðra hlutabréfa og oft stóran hlut í félögum í beinni samkeppni. Með öðrum orðum þurfa lífeyrissjóðirnir, og þannig lífeyrisþegar framtíðarinnar, fleiri stoðir undir verðmætasköpun í landinu og að horfa í auknum mæli á aðra fjárfestingarkosti. Vandséð er hvernig það getur gerst án aukinnar áherslu á nýja tækni og þekkingu – nýsköpun. Vissulega þurfa sjóðirnir einnig að fjárfesta meira erlendis, en það er háð stöðu á gjaldeyrismarkaði hverju sinni og nýjar fjárfestingar innanlands munu áfram eiga sér stað. Aukin nýsköpun er hagsmunamál lífeyrissjóðanna Þó að skilningur forsvarsmanna lífeyrissjóða á mikilvægi nýsköpunar sé hér ekki dreginn í efa mætti sýna skilninginn betur í verki. Ef hlutfall eigna lífeyrissjóða í óskráðum hlutabréfum er vísbending, þá hefur það lækkað úr 4% í aðeins 3% frá 2013 til 2016, en sprota- og nýsköpunarfyrirtæki eru nær alltaf óskráð. Einnig má nefna að vægi rannsóknar og þróunar (R&Þ) er minna í fyrirtækjum hér á landi heldur en í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Til að R&Þ aukist skiptir stefna eigenda fyrirtækja máli og þar eru lífeyrissjóðirnir sem fyrr segir umsvifamiklir. Lífeyrissjóðir sem stofnanafjárfestar eiga ekki að vera ráðandi í sprotafyrirtækjum á Íslandi og munu seint verða leiðandi í nýsköpun. Engu að síður hljóta að vera tækifæri til að styðja mun betur við nýsköpun – bæði með auknum fjárfestingum lífeyrissjóða í ungum framsæknum fyrirtækjum og ekki síður innan rótgróinna fyrirtækja í eigu sjóðanna. Hagsmunir lífeyrissjóðanna og samfélagsins í heild eru nefnilega þeir sömu þegar allt kemur til alls – öflugt efnahagslíf sem sækir fram með nýsköpun og getur séð fyrir fólki á efri árunum.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun