Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2018 11:30 Gina Haspel er 61 árs gömul og hefur starfað fyrir leyniþjónustuna frá árinu 1985. Hún var á framabraut þar til upp komst um pyntingaráætlun stofnunarinnar. Vísir/AFP Gina Haspel verður fyrsta konan sem stýrir bandarísku leyniþjónustunni CIA ef Bandaríkjaþing fellst á tilnefningu hennar. Fortíð hennar gæti þó reynst henni fjötur um fót því hún átti þátt í pyntingaráætlun CIA í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september sem einn hátt settur þingmaður repúblikana kallar „einn svartasta kaflann í sögu Bandaríkjanna“. Miklar hrókeringar áttu sér stað í ráðuneyti Donalds Trump Bandaríkjaforseta í gær. Hann rak Rex Tillerson, utanríkisráðherra sinn, og tilnefndi í hans stað Mike Pompeo, forstjóra CIA. Trump vill að Haspel, sem verið hefur aðstoðarforstjóri stofnunarinnar, taki við að Pompeo. Líklegt er að tilnefning Haspel eigi eftir að mæta einhverri mótspyrnu í þinginu vegna fortíðar hennar og aðkomu að pyntingum fanga í leynifangelsi. Haspel stýrði leynifangelsi leyniþjónustunnar í Taílandi þar sem fangar voru beittir vatnspyntingum og annarri „yfirheyrslutækni“ sem lýst hefur verið sem pyntingum, að sögn Washington Post. Ekki var nóg með það heldur var Haspel einn háttsettra starfsmanna CIA sem tók þátt í að eyða sönnunargögnum í formi myndbandsupptaka af yfirheyrslum þar sem gengið var afar nærri föngum þegar ljóstrað var upp um tilvist leynifangelsanna árið 2005. Bandarísku borgararéttindasamtökin (ACLU) hafa sagt að Haspel hafi verið „upp að augum í pyntingum“ bæði með því að hafa stjórnað leynifangelsi í Taílandi og með því að hylma yfir pyntingarnar, að því er segir í frétt The Hill.Feinstein stöðvaði stöðuhækkun Haspel fyrir nokkrum árum. Hún segist hins vegar hafa unnið með Haspel eftir að hún varð aðstoðarforstjóri CIA í fyrra.Vísir/AFPÓvíst að demókratar leggist gegn skipan HaspelBúist er við því að þingmenn spyrji Haspel beinskeyttra spurninga um afstöðu hennar til vatnspyntinga annarra pyntingaaðferða þegar þeir leggjast yfir tilnefningu hennar. Ekki er þó víst að demókratar á Bandaríkjaþingi muni allir leggjast gegn skipan hennar sem forstjóra CIA. Forveri hennar Pompeo var þingmaður repúblikana og var af mörgum talinn af pólitískur til að stýra stofnuninni á sjálfstæðan hátt. Haspel er hins vegar fagmanneskja og embættismaður sem er talin njóta traust starfsmanna CIA. Hún er ekki talin eins pólitískt lituð og Pompeo. Því gætu demókratar kosið að líta fram hjá vafasamri fortíð Haspel til þess að tryggja sjálfstæði CIA gagnvart Trump forseta. Það sé ekki síst mikilvægt nú þegar rannsókn stendur yfir á Trump og hann hefur ítrekað grafið undan niðurstöðum leyniþjónustunnar um að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum árið 2016. Þannig hefur Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Kaliforníu, sem kom í veg fyrir að Haspel væri skipuð til að stýra leynilegum aðgerðum CIA vegna þátttöku hennar í pyntingaráætluninni, ekki sagt neitt um að hún muni reyna að koma í veg fyrir skipan hennar nú. „Ég held að hún hafi verið góður aðstoðarforstjóri. Hún virðist hafa traust stofnunarinnar,“ segir Feinstein, að því er New York Times segir frá.Þarf að gera hreint fyrir sínum dyrumMöguleg andstaða við Haspel kemur hins vegar ekki aðeins úr röðum demókrata. John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Arizona og fyrrverandi forsetaframbjóðandi flokksins, fordæmdi tilnefningu Haspel í tísti í gær. „Pyntingar fanga í haldi Bandaríkjanna á síðasta áratug er einn svartasti kaflinn í sögu Bandaríkjanna. Frú Haspel þarf að útskýra eðli og umfang aðkomu hennar að yfirheyrsluáætlun CIA við staðfestingarferlið,“ tísti McCain.John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana, (t.v.) lýsti strax efasemdum sínum um tilnefningu Haspel í gær.Vísir/AFP Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Gina Haspel verður fyrsta konan sem stýrir bandarísku leyniþjónustunni CIA ef Bandaríkjaþing fellst á tilnefningu hennar. Fortíð hennar gæti þó reynst henni fjötur um fót því hún átti þátt í pyntingaráætlun CIA í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september sem einn hátt settur þingmaður repúblikana kallar „einn svartasta kaflann í sögu Bandaríkjanna“. Miklar hrókeringar áttu sér stað í ráðuneyti Donalds Trump Bandaríkjaforseta í gær. Hann rak Rex Tillerson, utanríkisráðherra sinn, og tilnefndi í hans stað Mike Pompeo, forstjóra CIA. Trump vill að Haspel, sem verið hefur aðstoðarforstjóri stofnunarinnar, taki við að Pompeo. Líklegt er að tilnefning Haspel eigi eftir að mæta einhverri mótspyrnu í þinginu vegna fortíðar hennar og aðkomu að pyntingum fanga í leynifangelsi. Haspel stýrði leynifangelsi leyniþjónustunnar í Taílandi þar sem fangar voru beittir vatnspyntingum og annarri „yfirheyrslutækni“ sem lýst hefur verið sem pyntingum, að sögn Washington Post. Ekki var nóg með það heldur var Haspel einn háttsettra starfsmanna CIA sem tók þátt í að eyða sönnunargögnum í formi myndbandsupptaka af yfirheyrslum þar sem gengið var afar nærri föngum þegar ljóstrað var upp um tilvist leynifangelsanna árið 2005. Bandarísku borgararéttindasamtökin (ACLU) hafa sagt að Haspel hafi verið „upp að augum í pyntingum“ bæði með því að hafa stjórnað leynifangelsi í Taílandi og með því að hylma yfir pyntingarnar, að því er segir í frétt The Hill.Feinstein stöðvaði stöðuhækkun Haspel fyrir nokkrum árum. Hún segist hins vegar hafa unnið með Haspel eftir að hún varð aðstoðarforstjóri CIA í fyrra.Vísir/AFPÓvíst að demókratar leggist gegn skipan HaspelBúist er við því að þingmenn spyrji Haspel beinskeyttra spurninga um afstöðu hennar til vatnspyntinga annarra pyntingaaðferða þegar þeir leggjast yfir tilnefningu hennar. Ekki er þó víst að demókratar á Bandaríkjaþingi muni allir leggjast gegn skipan hennar sem forstjóra CIA. Forveri hennar Pompeo var þingmaður repúblikana og var af mörgum talinn af pólitískur til að stýra stofnuninni á sjálfstæðan hátt. Haspel er hins vegar fagmanneskja og embættismaður sem er talin njóta traust starfsmanna CIA. Hún er ekki talin eins pólitískt lituð og Pompeo. Því gætu demókratar kosið að líta fram hjá vafasamri fortíð Haspel til þess að tryggja sjálfstæði CIA gagnvart Trump forseta. Það sé ekki síst mikilvægt nú þegar rannsókn stendur yfir á Trump og hann hefur ítrekað grafið undan niðurstöðum leyniþjónustunnar um að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum árið 2016. Þannig hefur Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Kaliforníu, sem kom í veg fyrir að Haspel væri skipuð til að stýra leynilegum aðgerðum CIA vegna þátttöku hennar í pyntingaráætluninni, ekki sagt neitt um að hún muni reyna að koma í veg fyrir skipan hennar nú. „Ég held að hún hafi verið góður aðstoðarforstjóri. Hún virðist hafa traust stofnunarinnar,“ segir Feinstein, að því er New York Times segir frá.Þarf að gera hreint fyrir sínum dyrumMöguleg andstaða við Haspel kemur hins vegar ekki aðeins úr röðum demókrata. John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Arizona og fyrrverandi forsetaframbjóðandi flokksins, fordæmdi tilnefningu Haspel í tísti í gær. „Pyntingar fanga í haldi Bandaríkjanna á síðasta áratug er einn svartasti kaflinn í sögu Bandaríkjanna. Frú Haspel þarf að útskýra eðli og umfang aðkomu hennar að yfirheyrsluáætlun CIA við staðfestingarferlið,“ tísti McCain.John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana, (t.v.) lýsti strax efasemdum sínum um tilnefningu Haspel í gær.Vísir/AFP
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50