Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2018 17:22 Nemendur við próflestur á Þjóðarbókhlöðunni. Vísir/Vilhelm Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. Þar verði skoðað hvort tilefni sé til að leggja samræmdu prófin af og nýta önnur próf og skimanir til að þjóna sambærilegum markmiðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skóla- og frístundaráði. Í tillögunni, sem skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata standa að, segir að ráðið feli sviðsstjóra að setja í gang vinnu við að endurmeta gildi og gagnsemi samræmdra prófa í grunnskólum Reykjavíkur. Þá verði skoðað hvernig niðurstöður samræmdra prófa hafa verið nýttar á undanförnum árum, hvaða breytingar þyrfti að gera á framkvæmdinni en jafnframt hvort tilefni er til að leggja þau af og nýta önnur próf og skimanir til að þjóna sambærilegum markmiðum. „Meirihlutinn leggur því fram tillögu um að slík skoðun fari strax af stað þar sem allir kostir verði á borðinu, þar með talið að leggja af samræmd próf í núverandi mynd en nýta önnur mælitæki til að þjóna markmiðum um að veita upplýsingar um stöðu nemenda. Ákvörðun um að leggja af samræmd próf myndi vissulega kalla á lagabreytingar en grunnskólalög eru til að þjóna nemendum og skólastarfi en ekki öfugt,“ segir í tilkynningu. Í tilkynningu kemur einnig fram að leitað verði eftir viðhorfum nemenda, kennara og skólastjórnenda við vinnuna og mun niðurstaða liggja fyrir eigi síðar en 1. maí 2018. Framkvæmd tveggja samræmdra prófa í 9. bekk mistókst í síðustu viku vegna bilunar í prófakerfi. Menntamálastofnun harmaði mjög mistökin en mikil óánægja greip um sig meðal nemenda og kennara vegna málsins. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17 Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41 Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. Þar verði skoðað hvort tilefni sé til að leggja samræmdu prófin af og nýta önnur próf og skimanir til að þjóna sambærilegum markmiðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skóla- og frístundaráði. Í tillögunni, sem skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata standa að, segir að ráðið feli sviðsstjóra að setja í gang vinnu við að endurmeta gildi og gagnsemi samræmdra prófa í grunnskólum Reykjavíkur. Þá verði skoðað hvernig niðurstöður samræmdra prófa hafa verið nýttar á undanförnum árum, hvaða breytingar þyrfti að gera á framkvæmdinni en jafnframt hvort tilefni er til að leggja þau af og nýta önnur próf og skimanir til að þjóna sambærilegum markmiðum. „Meirihlutinn leggur því fram tillögu um að slík skoðun fari strax af stað þar sem allir kostir verði á borðinu, þar með talið að leggja af samræmd próf í núverandi mynd en nýta önnur mælitæki til að þjóna markmiðum um að veita upplýsingar um stöðu nemenda. Ákvörðun um að leggja af samræmd próf myndi vissulega kalla á lagabreytingar en grunnskólalög eru til að þjóna nemendum og skólastarfi en ekki öfugt,“ segir í tilkynningu. Í tilkynningu kemur einnig fram að leitað verði eftir viðhorfum nemenda, kennara og skólastjórnenda við vinnuna og mun niðurstaða liggja fyrir eigi síðar en 1. maí 2018. Framkvæmd tveggja samræmdra prófa í 9. bekk mistókst í síðustu viku vegna bilunar í prófakerfi. Menntamálastofnun harmaði mjög mistökin en mikil óánægja greip um sig meðal nemenda og kennara vegna málsins.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17 Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41 Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17
Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41
Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24