Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. mars 2018 08:00 Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, fékk greiddar rúmlega 12 milljónir króna meira í laun og hlunnindi í fyrra en árið áður Vísir/VALLI Laun og hlunnindi Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra N1, hækkuðu um 20,7 prósent í fyrra samanborið við árið áður samkvæmt ársreikningi félagsins. Laun og hlunnindi fjögurra framkvæmdastjóra fyrirtækisins hækkuðu á sama tíma um tæp 16 prósent. Fram kemur í ársreikningnum að laun og hlunnindi forstjóra N1 hafi á síðasta ári numið nærri 70,5 milljónum króna, eða sem nemur tæpum 5,9 milljónum á mánuði. Árið 2016 námu heildarárslaun og hlunnindi forstjórans 58,4 milljónum króna, eða sem nemur rúmlega 4,8 milljónum á mánuði. Hækkunin milli ára nemur því 12,1 milljón króna eða sem nemur rúmlega einni milljón króna á mánuði. Til samanburðar þýðir þessi hækkun að forstjóri N1 er nú næstum á pari við launahæsta bankastjóra landsins, Höskuld H. Ólafsson hjá Arion banka sem fékk 71,2 milljónir í laun og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Enginn forstjóri annarra skráðra félaga í Kauphöllinni fékk viðlíka hækkun milli ára og forstjóri N1. Kjör fjögurra framkvæmdastjóra félagsins bötnuðu einnig mikið milli ára samkvæmt ársreikningnum. Heildargreiðslur til þeirra á síðasta ári námu 140,2 milljónum króna, eða sem nemur að meðaltali 2,9 milljónum á mánuði hjá hverjum og einum samanborið við 122,2 milljónir árið 2016, eða sem nemur 2,5 milljónum á mánuði hjá hverjum þeirra. Hækkunin nemur tæpum 16 prósentum sem fyrr segir. Fréttablaðið leitaði skýringa á hvað lægi að baki þessum hækkunum milli ára hjá forstjóra N1. Eggert Þór segir að nánari grein verði gerð fyrir grunnlaunum og hlunnindum stjórnenda fyrirtækisins á komandi aðalfundi á mánudag. Þar sem félagið sé skráð á markað sé að svo stöddu ekki hægt að upplýsa um sundurliðun kaups og kjara fyrr en þá. Hagnaður N1 hf. nam rétt rúmum tveimur milljörðum á síðasta ári samanborið við tæplega 3,4 milljarða árið 2016 og dróst því saman um nærri 1,4 milljarða króna. Stærstu hluthafar félagsins eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem á 13,3 prósenta hlut og Gildi lífeyrissjóður með 9,2 prósenta hlut. Ekki náðist í forsvarsmenn sjóðanna við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Laun og hlunnindi Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra N1, hækkuðu um 20,7 prósent í fyrra samanborið við árið áður samkvæmt ársreikningi félagsins. Laun og hlunnindi fjögurra framkvæmdastjóra fyrirtækisins hækkuðu á sama tíma um tæp 16 prósent. Fram kemur í ársreikningnum að laun og hlunnindi forstjóra N1 hafi á síðasta ári numið nærri 70,5 milljónum króna, eða sem nemur tæpum 5,9 milljónum á mánuði. Árið 2016 námu heildarárslaun og hlunnindi forstjórans 58,4 milljónum króna, eða sem nemur rúmlega 4,8 milljónum á mánuði. Hækkunin milli ára nemur því 12,1 milljón króna eða sem nemur rúmlega einni milljón króna á mánuði. Til samanburðar þýðir þessi hækkun að forstjóri N1 er nú næstum á pari við launahæsta bankastjóra landsins, Höskuld H. Ólafsson hjá Arion banka sem fékk 71,2 milljónir í laun og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Enginn forstjóri annarra skráðra félaga í Kauphöllinni fékk viðlíka hækkun milli ára og forstjóri N1. Kjör fjögurra framkvæmdastjóra félagsins bötnuðu einnig mikið milli ára samkvæmt ársreikningnum. Heildargreiðslur til þeirra á síðasta ári námu 140,2 milljónum króna, eða sem nemur að meðaltali 2,9 milljónum á mánuði hjá hverjum og einum samanborið við 122,2 milljónir árið 2016, eða sem nemur 2,5 milljónum á mánuði hjá hverjum þeirra. Hækkunin nemur tæpum 16 prósentum sem fyrr segir. Fréttablaðið leitaði skýringa á hvað lægi að baki þessum hækkunum milli ára hjá forstjóra N1. Eggert Þór segir að nánari grein verði gerð fyrir grunnlaunum og hlunnindum stjórnenda fyrirtækisins á komandi aðalfundi á mánudag. Þar sem félagið sé skráð á markað sé að svo stöddu ekki hægt að upplýsa um sundurliðun kaups og kjara fyrr en þá. Hagnaður N1 hf. nam rétt rúmum tveimur milljörðum á síðasta ári samanborið við tæplega 3,4 milljarða árið 2016 og dróst því saman um nærri 1,4 milljarða króna. Stærstu hluthafar félagsins eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem á 13,3 prósenta hlut og Gildi lífeyrissjóður með 9,2 prósenta hlut. Ekki náðist í forsvarsmenn sjóðanna við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira