Áskanir Ólafs Jóhannessonar kostuðu Val hundrað þúsund krónur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2018 09:22 Ólafur Jóhannesson tók við Val árið 2014 og gerði þá að Íslandsmeisturum á síðasta tímabili. vísir/anton brink Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, hefur fengið hundrað þúsund króna sekt frá Knattspyrnusambandi Íslands vegna ummæla hans um úrslit í leik í 1. deildinni fyrir fimm árum. Knattspyrnusamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni. Ólafur rifjaði upp fræg úrslit í leik í 1. deild karla árið 2013 í netþættinum Návígi, þætti Gunnlaugs Jónssonar á Fótbolta.net, þegar Víkingur Reykjavík vann Völsung, 16-0, í næstsíðustu umferð tímabilsins. „Það er ljóst að það hefur eitthvað annað verið að baki. Ég veit það ekki en ég veit það samt,“ sagði Ólafur sem var þá þjálfari Hauka. Fjölnir vann deildina þetta tímabilið á 43 stigum. Víkingur, Haukar og Grindavík komu næst með 42 stig en Víkingar komust upp með Fjölnismönnu á markatölu. „Enda hefur Ólafur Þórðarson [þáverandi þjálfari Víkings] sagt að hann skildi ekki hvað var í gangi í þeim leik. Það hefur enginn blaðamaður þorað að fara í það. Kannski vegna þess að það hentar ekki,“ sagði Ólafur. „Ég vil meina að það hafi verið búið að semja um þennan leik. Að einhverjir hafi verið búnir að semja um leikinn. Ég þori að standa við það,“ sagði Ólafur og bendir á framferði þeirra leikmanna sem fengu rauð spjöld í leiknum, þeirra Guðmundar Óla Steingrímssonar og Hrannars Björns Steingrímssonar. Víkingur R. sendi strax frá sér yfirlýsingu og sendi svo inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs. Í yfirlýsingu Víkings segir að „umræddum ummælum Ólafs Jóhannessonar er alfarið vísað á bug sem rakalausum með öllu. Um er að ræða alvarlegar aðdróttanir í garð félaganna beggja sem ekki er nokkur einasti fótur fyrir.“ Á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 13. mars 2018 var tekin fyrir greinargerð sem framkvæmdastjóri KSÍ sendi til nefndarinnar þann 2. mars sl., skv. 21. gr. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Fram kemur í greinargerð framkvæmdastjóra að málið varði ósæmilega framkomu Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals í mfl. kk., í útvarpsviðtali sem birtist á vefmiðlinum fótbolti.net, þann 1. mars 2018. Ákvað Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ á fundi sínum 13. mars 2018 að sekta Knattspyrnudeild Vals, í ljósi alvarleika brotins, um kr. 100.000,- vegna ummæla Ólafs í framangreindu útvarpsviðtali. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35 Hrannar svarar Óla Jó: „Þetta er kjaftæði“ Hrannar Björn Steingrímsson segir Ólaf Jóhannesson vera að fara með algjöra þvælu þegar hann heldur því fram að eitthvað gruggugt hafi verið á baki sigri Víkings R. á Völsungi árið 2013. 1. mars 2018 17:23 Víkingar senda frá sér yfirlýsingu Knattspyrnudeild Víkings sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolta.net í dag. 1. mars 2018 20:39 Víkingur íhugar að kæra Óla Jó fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar Brot úr viðtali Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, í samtali við Gunnlaug Jónsson, í þættinum Návígi á Fótbolti.net, hefur vakið mikla athygli og eftirmála. Nú íhuga Víkingar að kæra Ólaf fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar á ummælum sínum. 2. mars 2018 17:00 Ólafur um 16-0 leikinn: Það var samið um úrslit leiksins Segir að það hafi verið óeðlileg úrslit í næstefstu deild þegar Víkingur vann Völsung, 16-0. 1. mars 2018 15:15 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, hefur fengið hundrað þúsund króna sekt frá Knattspyrnusambandi Íslands vegna ummæla hans um úrslit í leik í 1. deildinni fyrir fimm árum. Knattspyrnusamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni. Ólafur rifjaði upp fræg úrslit í leik í 1. deild karla árið 2013 í netþættinum Návígi, þætti Gunnlaugs Jónssonar á Fótbolta.net, þegar Víkingur Reykjavík vann Völsung, 16-0, í næstsíðustu umferð tímabilsins. „Það er ljóst að það hefur eitthvað annað verið að baki. Ég veit það ekki en ég veit það samt,“ sagði Ólafur sem var þá þjálfari Hauka. Fjölnir vann deildina þetta tímabilið á 43 stigum. Víkingur, Haukar og Grindavík komu næst með 42 stig en Víkingar komust upp með Fjölnismönnu á markatölu. „Enda hefur Ólafur Þórðarson [þáverandi þjálfari Víkings] sagt að hann skildi ekki hvað var í gangi í þeim leik. Það hefur enginn blaðamaður þorað að fara í það. Kannski vegna þess að það hentar ekki,“ sagði Ólafur. „Ég vil meina að það hafi verið búið að semja um þennan leik. Að einhverjir hafi verið búnir að semja um leikinn. Ég þori að standa við það,“ sagði Ólafur og bendir á framferði þeirra leikmanna sem fengu rauð spjöld í leiknum, þeirra Guðmundar Óla Steingrímssonar og Hrannars Björns Steingrímssonar. Víkingur R. sendi strax frá sér yfirlýsingu og sendi svo inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs. Í yfirlýsingu Víkings segir að „umræddum ummælum Ólafs Jóhannessonar er alfarið vísað á bug sem rakalausum með öllu. Um er að ræða alvarlegar aðdróttanir í garð félaganna beggja sem ekki er nokkur einasti fótur fyrir.“ Á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 13. mars 2018 var tekin fyrir greinargerð sem framkvæmdastjóri KSÍ sendi til nefndarinnar þann 2. mars sl., skv. 21. gr. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Fram kemur í greinargerð framkvæmdastjóra að málið varði ósæmilega framkomu Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals í mfl. kk., í útvarpsviðtali sem birtist á vefmiðlinum fótbolti.net, þann 1. mars 2018. Ákvað Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ á fundi sínum 13. mars 2018 að sekta Knattspyrnudeild Vals, í ljósi alvarleika brotins, um kr. 100.000,- vegna ummæla Ólafs í framangreindu útvarpsviðtali.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35 Hrannar svarar Óla Jó: „Þetta er kjaftæði“ Hrannar Björn Steingrímsson segir Ólaf Jóhannesson vera að fara með algjöra þvælu þegar hann heldur því fram að eitthvað gruggugt hafi verið á baki sigri Víkings R. á Völsungi árið 2013. 1. mars 2018 17:23 Víkingar senda frá sér yfirlýsingu Knattspyrnudeild Víkings sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolta.net í dag. 1. mars 2018 20:39 Víkingur íhugar að kæra Óla Jó fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar Brot úr viðtali Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, í samtali við Gunnlaug Jónsson, í þættinum Návígi á Fótbolti.net, hefur vakið mikla athygli og eftirmála. Nú íhuga Víkingar að kæra Ólaf fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar á ummælum sínum. 2. mars 2018 17:00 Ólafur um 16-0 leikinn: Það var samið um úrslit leiksins Segir að það hafi verið óeðlileg úrslit í næstefstu deild þegar Víkingur vann Völsung, 16-0. 1. mars 2018 15:15 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35
Hrannar svarar Óla Jó: „Þetta er kjaftæði“ Hrannar Björn Steingrímsson segir Ólaf Jóhannesson vera að fara með algjöra þvælu þegar hann heldur því fram að eitthvað gruggugt hafi verið á baki sigri Víkings R. á Völsungi árið 2013. 1. mars 2018 17:23
Víkingar senda frá sér yfirlýsingu Knattspyrnudeild Víkings sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolta.net í dag. 1. mars 2018 20:39
Víkingur íhugar að kæra Óla Jó fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar Brot úr viðtali Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, í samtali við Gunnlaug Jónsson, í þættinum Návígi á Fótbolti.net, hefur vakið mikla athygli og eftirmála. Nú íhuga Víkingar að kæra Ólaf fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar á ummælum sínum. 2. mars 2018 17:00
Ólafur um 16-0 leikinn: Það var samið um úrslit leiksins Segir að það hafi verið óeðlileg úrslit í næstefstu deild þegar Víkingur vann Völsung, 16-0. 1. mars 2018 15:15
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti