„Hver er næstur?“ Trump grínast með óreiðu innan Hvíta hússins Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2018 13:46 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill losna við starfsmenn sem hafa haldið aftur af honum. Vísir/Getty Síðustu vikur hafa fjölmargir starfsmenn yfirgefið Hvíta húsið og eru starfsmenn sagðir veðja sín á milli um hver verði næstur. Sjálfur forsetinn, Donald Trump, grínast með ástandið en hann er sagður ætla sér að gera umtalsverðar breytingar á ríkisstjórn sinni. Ríkisstjórn Trump hefur í raun sett met í starfsmannaveltu meðal háttsettra starfsmanna Hvíta hússins.Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar fundaði forsetinn í gærmorgun með Mike Pence, varaforseta, og John Kelly, starfsmannastjóra, og ræddu þeir stöðuna í Hvíta húsinu.„Hver er næstur?“ sagði Trump í gríni. Þó nokkrir koma til greina. Fjölmiðlar ytra segja Trump hafa ákveðið að segja upp þjóðaröryggisráðgjafa sínum, H.R. McMaster. Hann hafi hins vegar ekki ákveðið tímasetningu né hver eigi að taka við honum. Trump hefur sömuleiðis hug á að segja Kelly upp og ráðherra málefna uppgjafahermanna, David Shulkin, stendur höllum fæti eftir að hafa brotið gegn siðareglum. AP ræddi við tíu embættismenn úr Hvíta húsinu sem vildu ekki koma fram undir nafni. Samkvæmt þeim ætlar Trump sér að gera umtalsverðar breytingar á ríkisstjórn sinni og ráða fólk sem mun fylgja stefnumálum hans og hann getur átt í betri samskiptum við. Starfsmenn segja sumir að Hvíta húsið sé að breytast í hóp af klappstýrum. Í umfjöllun AP segir enn fremur að Trump hafi velt upp hugmyndum um breytingar við vini sína og hann telji stál og ál tolla auk ákvörðunar sinnar að hitta Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa blásið nýju lífi í ríkisstjórn sína. Forsetinn vilji grípa til fleiri umfangsmikilla aðgerða og til þess þurfi hann að losa sig við starfsmenn sem haldi aftur af honum.Vopn í höndum DemókrataBlaðamenn Politico benda á að breytingar Trump munra Demókrötum á öldungadeild þingsins mögulegt að koma í veg fyrir að aðilar sem hann ráði komist í stöður sínar í ríkisstjórninni. Þar eru Repúblikanar einungis með eins manns meirihluta. Þar að auki hefur þingmaðurinn Rand Paul ekki reynst fylgja stefnumálum Trump og John McCain er fjarverandi vegna veikinda.Hins vegar eru tíu þingmenn Demókrataflokksins frá ríkjum sem Trump vann í forsetakosningunum og þeir eiga erfiðar kosningar í vændum í nóvember. Þeir gætu verið undir pressu til að styðja aðgerðir forsetans. Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður ætla að reka þjóðaröryggisráðgjafann sinn Donald rump og H. R. McMasters hafa aldrei náð vel saman 16. mars 2018 07:30 Stefnir fyrirtæki Trump um gögn um Rússa Bandarískir rannsakendur virðast fikra sig nær Bandaríkjaforseta í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 16. mars 2018 12:15 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Síðustu vikur hafa fjölmargir starfsmenn yfirgefið Hvíta húsið og eru starfsmenn sagðir veðja sín á milli um hver verði næstur. Sjálfur forsetinn, Donald Trump, grínast með ástandið en hann er sagður ætla sér að gera umtalsverðar breytingar á ríkisstjórn sinni. Ríkisstjórn Trump hefur í raun sett met í starfsmannaveltu meðal háttsettra starfsmanna Hvíta hússins.Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar fundaði forsetinn í gærmorgun með Mike Pence, varaforseta, og John Kelly, starfsmannastjóra, og ræddu þeir stöðuna í Hvíta húsinu.„Hver er næstur?“ sagði Trump í gríni. Þó nokkrir koma til greina. Fjölmiðlar ytra segja Trump hafa ákveðið að segja upp þjóðaröryggisráðgjafa sínum, H.R. McMaster. Hann hafi hins vegar ekki ákveðið tímasetningu né hver eigi að taka við honum. Trump hefur sömuleiðis hug á að segja Kelly upp og ráðherra málefna uppgjafahermanna, David Shulkin, stendur höllum fæti eftir að hafa brotið gegn siðareglum. AP ræddi við tíu embættismenn úr Hvíta húsinu sem vildu ekki koma fram undir nafni. Samkvæmt þeim ætlar Trump sér að gera umtalsverðar breytingar á ríkisstjórn sinni og ráða fólk sem mun fylgja stefnumálum hans og hann getur átt í betri samskiptum við. Starfsmenn segja sumir að Hvíta húsið sé að breytast í hóp af klappstýrum. Í umfjöllun AP segir enn fremur að Trump hafi velt upp hugmyndum um breytingar við vini sína og hann telji stál og ál tolla auk ákvörðunar sinnar að hitta Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa blásið nýju lífi í ríkisstjórn sína. Forsetinn vilji grípa til fleiri umfangsmikilla aðgerða og til þess þurfi hann að losa sig við starfsmenn sem haldi aftur af honum.Vopn í höndum DemókrataBlaðamenn Politico benda á að breytingar Trump munra Demókrötum á öldungadeild þingsins mögulegt að koma í veg fyrir að aðilar sem hann ráði komist í stöður sínar í ríkisstjórninni. Þar eru Repúblikanar einungis með eins manns meirihluta. Þar að auki hefur þingmaðurinn Rand Paul ekki reynst fylgja stefnumálum Trump og John McCain er fjarverandi vegna veikinda.Hins vegar eru tíu þingmenn Demókrataflokksins frá ríkjum sem Trump vann í forsetakosningunum og þeir eiga erfiðar kosningar í vændum í nóvember. Þeir gætu verið undir pressu til að styðja aðgerðir forsetans.
Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður ætla að reka þjóðaröryggisráðgjafann sinn Donald rump og H. R. McMasters hafa aldrei náð vel saman 16. mars 2018 07:30 Stefnir fyrirtæki Trump um gögn um Rússa Bandarískir rannsakendur virðast fikra sig nær Bandaríkjaforseta í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 16. mars 2018 12:15 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Trump sagður ætla að reka þjóðaröryggisráðgjafann sinn Donald rump og H. R. McMasters hafa aldrei náð vel saman 16. mars 2018 07:30
Stefnir fyrirtæki Trump um gögn um Rússa Bandarískir rannsakendur virðast fikra sig nær Bandaríkjaforseta í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 16. mars 2018 12:15