Íslenski boltinn

Víkingur fær ungan íslenskan strák að láni frá Fulham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Atli Hrafn Andrason.
Atli Hrafn Andrason. Heimasíða Fulham
Atli Hrafn Andrason mun spila með Víkingum í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar en Fossvogsfélagið fær hann á láni frá Englandi.

Atli Hrafn er 19 ára sókndjarfur miðjumaður sem hefur leikið 25 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann er með samning við enska b-deildarliðið Fulham til 30. júní 2019 eða út næsta tímabil.

Þetta kemur fram á heimasíðu Fulham en þar segir að lánsamningur Atla Hrafns sé til sex mánaða eða út tímabilið.

Atli Hrafn kom til Fulham frá KR sumarið 2016 en náði að spila fimm Pepsi-deildar leiki með KR-liðinu áður en hann fór til enska liðsins.

Atli Hrafn hefur ekki fengið mörg tækifæri með varaliði Fulham og fékk aðeins að koma inná í einum leik í Premier League 2 deildinni.

Hjá Víkingum gæti hann því fengið dýrmæta reynslu til að bæta sinn leik fyrir næsta tímabil hjá Fulham liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×