Airbnb húsnæði notað undir vændi Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 17. mars 2018 17:45 Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar, segir öll mansalsmál vera stór því það séu grófustu brot á mannréttindum. Vísir/Anton Mansalsmál hafa komið upp hér á landi í tengslum við Au-pair, starfsmannaleigur og í málamiðlunar hjónaböndum. Þetta kom fram í Víglínunni en þar var Snorri Birgisson yfirmaður mansalsteymis Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu gestur Höskuldar Kára Schram. „Mansalsteymi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu starfar daglega við rannsóknir á málum þar sem grunur vaknar um mannsal. Teymið rannsakar líka mál sem snúa að vændi, hvort sem það er kaup á vændi eða milligöngumál um vændi. Eins og við höfum nefnt þá er mansals hugtakið mjög víðtækt, birtingarmyndirnar eru margar. Það getur komið upp grunur um mansal í au-pair, það getur vaknað upp grunur í málamynda hjónaböndum, byggingarvinnu eða starfmannaleigu. Þannig að það eru svona ýmis verkefni sem koma inn á borð mansalsteymisins á höfuðborgarsvæðinu.“Brostnar forsendur þegar fólk kemur til landsins Snorri segir að fólk komi til landsins á ákveðnum forsendum og sé lofað ákveðnum hlutum sem ekki standast þegar að til landsins er komið. „Fólk kannski kemur á ákveðnum forsendum til landsins en forsendurnar eru síðan brostnar þegar á reynir. Vinnutíminn orðinn lengri, verkefnin orðin lengri og síðan tvinnast inn í þetta hótanir eða eitthvað slíkt. Þá er fólki kannski ekki orðið stætt á að vera í þessum aðstæðum. Þetta eru mál sem hafa komið til kasta lögreglu og verið til rannsóknar„ segir Snorri.Ekki mikill mannafli í rannsóknum á mansali Einungis tveir starfsmenn starfa við rannsóknir á mansali. „Á daglegum grunni þá starfa tveir lögreglumenn við rannsóknir á þessum málum. Mansalsteymið er hluti af miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. En þegar að það eru stærri mál þá höfum við aðgang að meiri mannskap,“ segir Snorri.Erfitt að gera sér grein fyrir umfanginu Snorri segir erfitt að gera sér grein fyrir umfangi vændis og mansals hér á landi og bendir á að vændi á Íslandi hafi ekki verið rannsakað af neinu viti. „Tilfinning okkar er sú að og við verðum alltaf að taka inn í umræðuna að vændi á Íslandi hefur ekkert verið skoðað mikið undanfarin ár. Ef við tökum bara fimm eða tíu ár aftur í tímann. Þannig að við vitum ekki nákvæmlega hversu stór iðja hefur verið að eiga sér stað hér á landi. En það sem við erum að sjá núna síðustu þrjú ár er fjölgun vændiskvenna, fjölgun á auglýsingum og upplýsingar til okkar hefur verið að aukast. Það er okkar mat að það er ákveðin aukning að eiga sér stað. Aukningin verður þá væntanlega að haldast í hendur við eftirspurn sem er að eiga sér stað í samfélaginu,“ segir Snorri.Netið og samfélagsmiðlar nýtt til auglýsinga á vændi Netið og samfélagsmiðlar eru fyrst og fremst notað til þess að auglýsa vændi. „Netið er mest nýtt við auglýsingar á vændi og þannig hafa einstaklingar bæði nálgast auglýsingarnar og koma sér í kynni við þá sem eru að gera sig út í vændi. Það eru síður sem auglýsa sig sem fylgdarþjónustur. En við sjáum það alveg jafnt og þétt að þetta eru engar fylgdarþjónustur, það er verið að auglýsa vændi á þessum síðum. Samfélagsmiðlarnir hafa líka verið nýttir á sama hátt, Facebook og Instagram og aðrir samfélagsmiðlar. Okkar tilfinning er sú að það er mjög auðvelt að nálgast vændi í íslensku samfélagi í dag,“ segir Snorri.Samfélagsleg ábyrgð og nafnleynd Snorri bendir á að við sem samfélag verðum að taka afstöðu gegn vændi „Það er líka þessi samfélagslega ábyrgð og við getum bent á að það að berjast gegn vændi er ekki einkamál lögreglu. Samfélagið þarf líka svolítið að vakna og við sjáum að Reykjavíkurborg og ofbeldisvararnefnd að þau taka boltann á lofti og vilja auka samstarf sérstaklega við lögreglu að berjast gegn vændi. Það er bara frábært framfarskref að mínu mati. Það þarf bara að fylgja eftir, við höfum bent á að vændi er að eiga sér stað í leigumiðlunar húsnæðum og að það þurfi jafnvel að auka á samstarf við þessar leigumiðlanir eða þá einstaklinga sem eru að leigja út íbúðir sínar,“ segir Snorri.Nafnleynd og lokuð réttarhöld Lokuð réttarhöld eru alltaf í svona málum á Íslandi og því geti fólk skýlt sér á bak við nafnleynd og þurfi ekki að bera ábyrgð. „Að mínu mati og ef að við lítum til Norðurlandanna að þá er það þannig að nafnleyndin er ekki til staðar. Ef við ætlum að líta á þetta sem ákveðinn fælingarmátt að þá ætti nafnleyndin ekki að hvíla á þessum flokki vegna þess að þetta verður að hafa einhverja forvirkni, það er að segja að það að kaupa vændi sé ekki eftirsóknarvert. Það að vera kærður fyrir kaup á vændi er ekki eftirsóknarvert. Það þarf með ákveðnum hætti að spyrna við þessu þarna og þetta er fordæmi sem hefur verið sett og hefur ekki verið breytt. Þannig það er rosalega erfitt að snúa til baka geri ég ráð fyrir en maður vonar náttúrulega,“ segir Snorri.Airbnb íbúðir nýttar undir vændi Snorri nefnir Airbnb íbúðir og segir að það sé verið að nota slíkar íbúðir undir vændi. Fólk þurfi að vera meðvitað um hvað íbúðin sem það er að leigja út er nýtt í. „Það þarf í rauninni að benda fólki á að þessi húsnæði eru nýtt undir vændi og að fólk sé þá vakandi fyrir hverjir eru að leigja húsin og í hvað fer sú starfsemi og ert þú alveg tilbúin undir það að þín íbúð sé nýtt undir vændisstarfsemi?“ segir Snorri. Snorri segir þetta aðallega vera erlenda aðila sem þeir hafi haft afskipti af. „Meirihlutinn af því fólki sem við höfum haft afskipti af eru erlendir aðilar. Stærsti hlutinn eru konur en við skulum ekki gleyma því að karlmenn hafa líka verið gerðir út í vændi eða eru að gera sig út í vændi. En meirihluti þessara einstaklinga eru konur. Íslendingar eiga líka í hlut þó svo að hlutfall þeirra sé ekki á sama kaliberi og erlendra einstaklinga,“ segir Snorri. Fólk sent á milli landa til þess að sinna vændi „Það eru okkar vísbendingar að gefa til kynna að þau séu send jafnvel á milli Norðurlandanna. Maður hefur líka velt fyrir sér af því að verðið hérna á Íslandi, í samanburði við önnur Norðurlönd, er mjög hátt fyrir vændiskaupin sem slík. Við erum að skora hér mjög hátt í öllum okkar skoðunum á auglýsingarframboðinu. Þá veltir maður fyrir sér hvort það sé mjög eftirsóknarvert að senda Íslendinga hingað og gera þá út í vændi í samræmi við þá eftirspurn sem á sér stað,“ segir Snorri og bendir á að alþjóðlegir glæpahringir nýti sér fólk til þess að gera það út í vændi. „Það er vel þekkt að alþjóðlegir glæpahringir séu að nýta sér einstaklinga í þessari stöðu. Við höfum ekki hingað til hitt einn einstakling sem er sáttur í þeim aðstæðum sem hann er í. Hann er að gera þetta vegna þess að hann er beðinn um að gera þetta eða honum er sagt að gera þetta og hann er settur í þessar aðstæður. Þannig að þarna á bak við búa einhverjar hótanir sem að einstaklingurinn býr jafnvel við,“ segir Snorri.Aukinn straumur ferðamann hefur ekki áhrif Spurður út í hvort að mikil straumur ferðamanna til landsins gæti haft áhrif á þessa auknu eftirspurn eftir vændi segir Snorri ekki svo vera. „Við erum ekki að sjá það hjá okkur. Við verðum kannski að líta til þess með ferðamannastrauminn að það er ódýrara að koma hérna. Þannig það er spurning hvort að það eitt og sér sé að hafa áhrif á að vændiskonur séu sendar hingað. En við erum ekki í okkar gögnum að sjá það að ferðamenn séu í miklum mæli kaupendur á vændi heldur höfum við bara verið að eiga við Íslendinga sem kaupendur,“ segir Snorri. Þegar Snorri er spurður út í keðjuverkun í íslensku samfélagi þar sem fólk er flutt hingað frá útlöndum og er kannski að fá borgað lang undir kjarasamningum þá bendir Snorri á hvaða afstöðu við sem samfélag viljum taka. „Hvaða leiðir viljum við fara sem samfélag? Fyrirtæki verða að bera ábyrgð á því sem er að eiga sér stað innan þeirra svæða sem þau eru að vinna á. Við höfum horft svolítið til Bretlands í sambandi við þetta.“ Spurður hvort að einhver stór mansalsmál liggi inná hans borði segir Snorr að „öll mannsals mál eru stór því þetta eru grófustu brot á mannréttindum sem þú finnur.“ Viðtalið við SNorra má sjá í spilaranum hér að neðan, það hefst á mínútu 29. Húsnæðismál Lögreglumál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Mansalsmál hafa komið upp hér á landi í tengslum við Au-pair, starfsmannaleigur og í málamiðlunar hjónaböndum. Þetta kom fram í Víglínunni en þar var Snorri Birgisson yfirmaður mansalsteymis Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu gestur Höskuldar Kára Schram. „Mansalsteymi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu starfar daglega við rannsóknir á málum þar sem grunur vaknar um mannsal. Teymið rannsakar líka mál sem snúa að vændi, hvort sem það er kaup á vændi eða milligöngumál um vændi. Eins og við höfum nefnt þá er mansals hugtakið mjög víðtækt, birtingarmyndirnar eru margar. Það getur komið upp grunur um mansal í au-pair, það getur vaknað upp grunur í málamynda hjónaböndum, byggingarvinnu eða starfmannaleigu. Þannig að það eru svona ýmis verkefni sem koma inn á borð mansalsteymisins á höfuðborgarsvæðinu.“Brostnar forsendur þegar fólk kemur til landsins Snorri segir að fólk komi til landsins á ákveðnum forsendum og sé lofað ákveðnum hlutum sem ekki standast þegar að til landsins er komið. „Fólk kannski kemur á ákveðnum forsendum til landsins en forsendurnar eru síðan brostnar þegar á reynir. Vinnutíminn orðinn lengri, verkefnin orðin lengri og síðan tvinnast inn í þetta hótanir eða eitthvað slíkt. Þá er fólki kannski ekki orðið stætt á að vera í þessum aðstæðum. Þetta eru mál sem hafa komið til kasta lögreglu og verið til rannsóknar„ segir Snorri.Ekki mikill mannafli í rannsóknum á mansali Einungis tveir starfsmenn starfa við rannsóknir á mansali. „Á daglegum grunni þá starfa tveir lögreglumenn við rannsóknir á þessum málum. Mansalsteymið er hluti af miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. En þegar að það eru stærri mál þá höfum við aðgang að meiri mannskap,“ segir Snorri.Erfitt að gera sér grein fyrir umfanginu Snorri segir erfitt að gera sér grein fyrir umfangi vændis og mansals hér á landi og bendir á að vændi á Íslandi hafi ekki verið rannsakað af neinu viti. „Tilfinning okkar er sú að og við verðum alltaf að taka inn í umræðuna að vændi á Íslandi hefur ekkert verið skoðað mikið undanfarin ár. Ef við tökum bara fimm eða tíu ár aftur í tímann. Þannig að við vitum ekki nákvæmlega hversu stór iðja hefur verið að eiga sér stað hér á landi. En það sem við erum að sjá núna síðustu þrjú ár er fjölgun vændiskvenna, fjölgun á auglýsingum og upplýsingar til okkar hefur verið að aukast. Það er okkar mat að það er ákveðin aukning að eiga sér stað. Aukningin verður þá væntanlega að haldast í hendur við eftirspurn sem er að eiga sér stað í samfélaginu,“ segir Snorri.Netið og samfélagsmiðlar nýtt til auglýsinga á vændi Netið og samfélagsmiðlar eru fyrst og fremst notað til þess að auglýsa vændi. „Netið er mest nýtt við auglýsingar á vændi og þannig hafa einstaklingar bæði nálgast auglýsingarnar og koma sér í kynni við þá sem eru að gera sig út í vændi. Það eru síður sem auglýsa sig sem fylgdarþjónustur. En við sjáum það alveg jafnt og þétt að þetta eru engar fylgdarþjónustur, það er verið að auglýsa vændi á þessum síðum. Samfélagsmiðlarnir hafa líka verið nýttir á sama hátt, Facebook og Instagram og aðrir samfélagsmiðlar. Okkar tilfinning er sú að það er mjög auðvelt að nálgast vændi í íslensku samfélagi í dag,“ segir Snorri.Samfélagsleg ábyrgð og nafnleynd Snorri bendir á að við sem samfélag verðum að taka afstöðu gegn vændi „Það er líka þessi samfélagslega ábyrgð og við getum bent á að það að berjast gegn vændi er ekki einkamál lögreglu. Samfélagið þarf líka svolítið að vakna og við sjáum að Reykjavíkurborg og ofbeldisvararnefnd að þau taka boltann á lofti og vilja auka samstarf sérstaklega við lögreglu að berjast gegn vændi. Það er bara frábært framfarskref að mínu mati. Það þarf bara að fylgja eftir, við höfum bent á að vændi er að eiga sér stað í leigumiðlunar húsnæðum og að það þurfi jafnvel að auka á samstarf við þessar leigumiðlanir eða þá einstaklinga sem eru að leigja út íbúðir sínar,“ segir Snorri.Nafnleynd og lokuð réttarhöld Lokuð réttarhöld eru alltaf í svona málum á Íslandi og því geti fólk skýlt sér á bak við nafnleynd og þurfi ekki að bera ábyrgð. „Að mínu mati og ef að við lítum til Norðurlandanna að þá er það þannig að nafnleyndin er ekki til staðar. Ef við ætlum að líta á þetta sem ákveðinn fælingarmátt að þá ætti nafnleyndin ekki að hvíla á þessum flokki vegna þess að þetta verður að hafa einhverja forvirkni, það er að segja að það að kaupa vændi sé ekki eftirsóknarvert. Það að vera kærður fyrir kaup á vændi er ekki eftirsóknarvert. Það þarf með ákveðnum hætti að spyrna við þessu þarna og þetta er fordæmi sem hefur verið sett og hefur ekki verið breytt. Þannig það er rosalega erfitt að snúa til baka geri ég ráð fyrir en maður vonar náttúrulega,“ segir Snorri.Airbnb íbúðir nýttar undir vændi Snorri nefnir Airbnb íbúðir og segir að það sé verið að nota slíkar íbúðir undir vændi. Fólk þurfi að vera meðvitað um hvað íbúðin sem það er að leigja út er nýtt í. „Það þarf í rauninni að benda fólki á að þessi húsnæði eru nýtt undir vændi og að fólk sé þá vakandi fyrir hverjir eru að leigja húsin og í hvað fer sú starfsemi og ert þú alveg tilbúin undir það að þín íbúð sé nýtt undir vændisstarfsemi?“ segir Snorri. Snorri segir þetta aðallega vera erlenda aðila sem þeir hafi haft afskipti af. „Meirihlutinn af því fólki sem við höfum haft afskipti af eru erlendir aðilar. Stærsti hlutinn eru konur en við skulum ekki gleyma því að karlmenn hafa líka verið gerðir út í vændi eða eru að gera sig út í vændi. En meirihluti þessara einstaklinga eru konur. Íslendingar eiga líka í hlut þó svo að hlutfall þeirra sé ekki á sama kaliberi og erlendra einstaklinga,“ segir Snorri. Fólk sent á milli landa til þess að sinna vændi „Það eru okkar vísbendingar að gefa til kynna að þau séu send jafnvel á milli Norðurlandanna. Maður hefur líka velt fyrir sér af því að verðið hérna á Íslandi, í samanburði við önnur Norðurlönd, er mjög hátt fyrir vændiskaupin sem slík. Við erum að skora hér mjög hátt í öllum okkar skoðunum á auglýsingarframboðinu. Þá veltir maður fyrir sér hvort það sé mjög eftirsóknarvert að senda Íslendinga hingað og gera þá út í vændi í samræmi við þá eftirspurn sem á sér stað,“ segir Snorri og bendir á að alþjóðlegir glæpahringir nýti sér fólk til þess að gera það út í vændi. „Það er vel þekkt að alþjóðlegir glæpahringir séu að nýta sér einstaklinga í þessari stöðu. Við höfum ekki hingað til hitt einn einstakling sem er sáttur í þeim aðstæðum sem hann er í. Hann er að gera þetta vegna þess að hann er beðinn um að gera þetta eða honum er sagt að gera þetta og hann er settur í þessar aðstæður. Þannig að þarna á bak við búa einhverjar hótanir sem að einstaklingurinn býr jafnvel við,“ segir Snorri.Aukinn straumur ferðamann hefur ekki áhrif Spurður út í hvort að mikil straumur ferðamanna til landsins gæti haft áhrif á þessa auknu eftirspurn eftir vændi segir Snorri ekki svo vera. „Við erum ekki að sjá það hjá okkur. Við verðum kannski að líta til þess með ferðamannastrauminn að það er ódýrara að koma hérna. Þannig það er spurning hvort að það eitt og sér sé að hafa áhrif á að vændiskonur séu sendar hingað. En við erum ekki í okkar gögnum að sjá það að ferðamenn séu í miklum mæli kaupendur á vændi heldur höfum við bara verið að eiga við Íslendinga sem kaupendur,“ segir Snorri. Þegar Snorri er spurður út í keðjuverkun í íslensku samfélagi þar sem fólk er flutt hingað frá útlöndum og er kannski að fá borgað lang undir kjarasamningum þá bendir Snorri á hvaða afstöðu við sem samfélag viljum taka. „Hvaða leiðir viljum við fara sem samfélag? Fyrirtæki verða að bera ábyrgð á því sem er að eiga sér stað innan þeirra svæða sem þau eru að vinna á. Við höfum horft svolítið til Bretlands í sambandi við þetta.“ Spurður hvort að einhver stór mansalsmál liggi inná hans borði segir Snorr að „öll mannsals mál eru stór því þetta eru grófustu brot á mannréttindum sem þú finnur.“ Viðtalið við SNorra má sjá í spilaranum hér að neðan, það hefst á mínútu 29.
Húsnæðismál Lögreglumál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira