Landsfundur Sjálfstæðisflokks vill staðarval fyrir sjúkrahús Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 18. mars 2018 14:20 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/valli Stjórnmálaályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins var samþykkt nú síðdegis. Í ályktuninni segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að lokið verði við þær framkvæmdir sem eru yfirstandandi á Landspítalareit. Sjálfstæðisflokkurinn vill hinsvegar að farið verði í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu. Stjórn Verkfræðingafélags Íslands hefur lýst því yfir að slík greining myndi taka tvö ár að lágmarki. Svandís Svavarsdóttir sagði eftirfarandi í grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 4. desember síðastliðinn: „Framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna Landspítala munu svo hefjast næsta sumar. Stefnt er að því að bygging spítalans taki fimm til sex ár og að hann komist í notkun á árinu 2023.“ Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir að framkvæmdir við meðferðarkjarna Landspítala muni hefjast nú í sumar. Ganga drög þessi því í berhögg við yfirlýsingar heilbrigðisráðherra og stjórnarsáttmála flokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Ályktunin segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji „horfa til fjölbreyttra rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu“ og að gera þurfi „heilbrigðisstéttum kleift að stunda sjálfstæðan rekstur.“ Á sama hátt vill flokkurinn fjölga sjálfstætt starfandi skólum, leggja niður ÁTVR, selja eignarhlut í bönkunum og ráðast í frekari einkavæðingu þar sem ríkið er í samkeppnisrekstri. Þá vill Sjálfstæðisflokkurinn efla geðheilbrigðisþjónustu, halda Íslandi í fremstu röð í jafnréttisbaráttunni og efla forvarnir gegn ofbeldi svo eitthvað sé nefnt. Drögin sjálf má nálgast hér. Innlent Landspítalinn Tengdar fréttir Vill láta taka fastar á byrlun nauðgunarlyfja Tillaga um nauðgunarlyf var samþykkt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram um helgina. 17. mars 2018 20:30 Bein útsending: Ræða Bjarna Ben á landsfundi Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, setur 43. landsfund Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll kl. 16:30 í dag. Landsfundurinn stendur yfir um helgina. 16. mars 2018 16:32 Lofaði skattalækkunum og skaut á Viðreisn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hélt setningarræðu sína á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. 16. mars 2018 20:58 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Stjórnmálaályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins var samþykkt nú síðdegis. Í ályktuninni segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að lokið verði við þær framkvæmdir sem eru yfirstandandi á Landspítalareit. Sjálfstæðisflokkurinn vill hinsvegar að farið verði í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu. Stjórn Verkfræðingafélags Íslands hefur lýst því yfir að slík greining myndi taka tvö ár að lágmarki. Svandís Svavarsdóttir sagði eftirfarandi í grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 4. desember síðastliðinn: „Framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna Landspítala munu svo hefjast næsta sumar. Stefnt er að því að bygging spítalans taki fimm til sex ár og að hann komist í notkun á árinu 2023.“ Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir að framkvæmdir við meðferðarkjarna Landspítala muni hefjast nú í sumar. Ganga drög þessi því í berhögg við yfirlýsingar heilbrigðisráðherra og stjórnarsáttmála flokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Ályktunin segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji „horfa til fjölbreyttra rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu“ og að gera þurfi „heilbrigðisstéttum kleift að stunda sjálfstæðan rekstur.“ Á sama hátt vill flokkurinn fjölga sjálfstætt starfandi skólum, leggja niður ÁTVR, selja eignarhlut í bönkunum og ráðast í frekari einkavæðingu þar sem ríkið er í samkeppnisrekstri. Þá vill Sjálfstæðisflokkurinn efla geðheilbrigðisþjónustu, halda Íslandi í fremstu röð í jafnréttisbaráttunni og efla forvarnir gegn ofbeldi svo eitthvað sé nefnt. Drögin sjálf má nálgast hér.
Innlent Landspítalinn Tengdar fréttir Vill láta taka fastar á byrlun nauðgunarlyfja Tillaga um nauðgunarlyf var samþykkt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram um helgina. 17. mars 2018 20:30 Bein útsending: Ræða Bjarna Ben á landsfundi Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, setur 43. landsfund Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll kl. 16:30 í dag. Landsfundurinn stendur yfir um helgina. 16. mars 2018 16:32 Lofaði skattalækkunum og skaut á Viðreisn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hélt setningarræðu sína á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. 16. mars 2018 20:58 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Vill láta taka fastar á byrlun nauðgunarlyfja Tillaga um nauðgunarlyf var samþykkt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram um helgina. 17. mars 2018 20:30
Bein útsending: Ræða Bjarna Ben á landsfundi Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, setur 43. landsfund Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll kl. 16:30 í dag. Landsfundurinn stendur yfir um helgina. 16. mars 2018 16:32
Lofaði skattalækkunum og skaut á Viðreisn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hélt setningarræðu sína á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. 16. mars 2018 20:58