Landspítalinn gæti tafist í tíu ár Sveinn Arnarsson skrifar 14. mars 2018 06:00 Flutningsmaður segir engu skipta hvar flugvöllur er svo fremi að sjúkrahúsið sé á góðum stað. Vísir/GVA Umræðan um að byggja nýtt sjúkrahús við Hringbraut í Reykjavík eftir sameiningu Borgarspítalans og Landspítala er að verða tvítug. Eftir nokkrar staðarvalsgreiningar, fjölda ríkisstjórna og enn fleiri heilbrigðisráðherra hefur niðurstaðan hins vegar alltaf verið sú að skynsamlegast sé að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús við Hringbraut. Þann 22. janúar síðastliðinn fluttu allir þingmenn Miðflokksins þingsályktunartillögu um að ný, óháð og fagleg staðarvalsgreining yrði unnin fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús. Ráðherra hefði tíma til maí- mánaðar 2018 til að flytja þingi skýrslu um niðurstöður staðarvalsgreiningarinnar. Helstu hagsmunaaðilar hafa lagst gegn því að þessi tillaga Miðflokksins verði samþykkt. Þeir sem helst til þekkja segja að líkast til muni ný staðarvalsgreining taka að lágmarki tvö ár í vinnslu, en ekki tvo mánuði, og að þær staðarvalsgreiningar sem þegar hafa verið unnar beri að sama brunni: Hringbrautarlóðin sé sú skynsamlegasta í þessu máli. Verkfræðingafélag Íslands leggst gegn tillögunni. „Það er að mati stjórnar VFÍ óraunhæft að ætla að ný staðarvalsgreining taki tvo mánuði, nær væri að tala um tvö ár,“ segir í umsögn félagsins.„Byggingaráform eru nú þegar komin til framkvæmda á lóð Landspítala við Hringbraut og var ákvörðun um staðarvalið byggð á vandaðri og vel ígrundaðri vinnu fjölmargra fagaðila.“ Skipulagssvið Reykjavíkurborgar telur tillögu Miðflokksins villandi. Fullyrt sé í henni að það vanti tengingar við Hringbraut sem hafi verið í áður samþykktum skipulagstillögum. „Það er alls órökstutt í greinargerð með þingsályktunartillögu að forsendur um staðarval við Hringbraut séu brostnar. Í þessu samhengi er rétt að nefna að ekki hafa verið gerðar neinar verulegar breytingar á umferðarskipulagi á svæðinu frá því sem var ákveðið í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2001 -2024,“ segir í umsögn Reykjavíkurborgar. Á sama tíma hefur umræða um flugvöllinn í Vatnsmýrinni, steinsnar frá Hringbrautarsjúkrahúsinu, verið fyrirferðarmikil. Vilja margir halda flugvellinum í Vatnsmýri vegna nálægðar við spítalann. Þetta hafa þingmenn Miðflokksins einatt haft á orði. Hins vegar vilja þeir í hina röndina færa sjúkrahúsið fjær flugvellinum, til dæmis á Vífilsstaði. Anna Kolbrún Árnadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hún segir faglegt staðarval ekki hafa komið fram í málinu. „Nei, ég tel það ekki hafa verið unnið. Forsendur hafa breyst svo mikið,“ segir hún. Anna Kolbrún vill einmitt hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni, meðal annars vegna öryggissjónarmiða. Að fólk af landsbyggðinni eigi auð- veldara með að komast undir læknishendur í borginni. En af hverju vill hún flytja spítalann í burtu? „Tímafaktorinn breytist ekki svo framarlega sem þú ert áfram á stofnbrautum. Þannig að ef þú keyrir tveimur kílómetrum lengra á Vífilsstaði, þá held ég að tíminn muni ekki breyta svo miklu,“ segir Anna Kolbrún. Þannig að það skiptir ekki máli hvar flugvöllurinn er, svo framarlega sem sjúkrahúsið sé við stofnbraut? „Já, við getum sagt það þannig,“ svarar Anna Kolbrún. Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Umræðan um að byggja nýtt sjúkrahús við Hringbraut í Reykjavík eftir sameiningu Borgarspítalans og Landspítala er að verða tvítug. Eftir nokkrar staðarvalsgreiningar, fjölda ríkisstjórna og enn fleiri heilbrigðisráðherra hefur niðurstaðan hins vegar alltaf verið sú að skynsamlegast sé að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús við Hringbraut. Þann 22. janúar síðastliðinn fluttu allir þingmenn Miðflokksins þingsályktunartillögu um að ný, óháð og fagleg staðarvalsgreining yrði unnin fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús. Ráðherra hefði tíma til maí- mánaðar 2018 til að flytja þingi skýrslu um niðurstöður staðarvalsgreiningarinnar. Helstu hagsmunaaðilar hafa lagst gegn því að þessi tillaga Miðflokksins verði samþykkt. Þeir sem helst til þekkja segja að líkast til muni ný staðarvalsgreining taka að lágmarki tvö ár í vinnslu, en ekki tvo mánuði, og að þær staðarvalsgreiningar sem þegar hafa verið unnar beri að sama brunni: Hringbrautarlóðin sé sú skynsamlegasta í þessu máli. Verkfræðingafélag Íslands leggst gegn tillögunni. „Það er að mati stjórnar VFÍ óraunhæft að ætla að ný staðarvalsgreining taki tvo mánuði, nær væri að tala um tvö ár,“ segir í umsögn félagsins.„Byggingaráform eru nú þegar komin til framkvæmda á lóð Landspítala við Hringbraut og var ákvörðun um staðarvalið byggð á vandaðri og vel ígrundaðri vinnu fjölmargra fagaðila.“ Skipulagssvið Reykjavíkurborgar telur tillögu Miðflokksins villandi. Fullyrt sé í henni að það vanti tengingar við Hringbraut sem hafi verið í áður samþykktum skipulagstillögum. „Það er alls órökstutt í greinargerð með þingsályktunartillögu að forsendur um staðarval við Hringbraut séu brostnar. Í þessu samhengi er rétt að nefna að ekki hafa verið gerðar neinar verulegar breytingar á umferðarskipulagi á svæðinu frá því sem var ákveðið í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2001 -2024,“ segir í umsögn Reykjavíkurborgar. Á sama tíma hefur umræða um flugvöllinn í Vatnsmýrinni, steinsnar frá Hringbrautarsjúkrahúsinu, verið fyrirferðarmikil. Vilja margir halda flugvellinum í Vatnsmýri vegna nálægðar við spítalann. Þetta hafa þingmenn Miðflokksins einatt haft á orði. Hins vegar vilja þeir í hina röndina færa sjúkrahúsið fjær flugvellinum, til dæmis á Vífilsstaði. Anna Kolbrún Árnadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hún segir faglegt staðarval ekki hafa komið fram í málinu. „Nei, ég tel það ekki hafa verið unnið. Forsendur hafa breyst svo mikið,“ segir hún. Anna Kolbrún vill einmitt hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni, meðal annars vegna öryggissjónarmiða. Að fólk af landsbyggðinni eigi auð- veldara með að komast undir læknishendur í borginni. En af hverju vill hún flytja spítalann í burtu? „Tímafaktorinn breytist ekki svo framarlega sem þú ert áfram á stofnbrautum. Þannig að ef þú keyrir tveimur kílómetrum lengra á Vífilsstaði, þá held ég að tíminn muni ekki breyta svo miklu,“ segir Anna Kolbrún. Þannig að það skiptir ekki máli hvar flugvöllurinn er, svo framarlega sem sjúkrahúsið sé við stofnbraut? „Já, við getum sagt það þannig,“ svarar Anna Kolbrún.
Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira