Framarinn Ragnheiður Júlíusdóttir er markadrottning Olís deildar kvenna í handbolta en lokaumferðin fór fram um helgina.
Ragnheiður skoraði 147 mörk í 21 leik í deildarkeppninni eða sjö mörk að meðaltali í leik.
Ragnheiður skoraði tíu mörkum meira á þessu tímabili en í fyrra þegar hún varð í fjórða sæti á markalistanum.
Ragnheiður skoraði 24 mörkum fleira en sú næsta á listanum sem er Eyjakonan Ester Óskarsdóttir (123 mörk).
Ester skoraði einu marki meira en liðsfélagi sinn Sandra Erlingsdóttir (122 mörk).
Sandra skoraði ellefu mörk í lokaumferðinni, níu fleiri en Ester, og var næstum því búin að ná henni.
Eyjakonur eru áberandi meðal markahæsti leikmanna deildarinnar því Karólína Bæhrenz Lárudóttir er í fimmta sætið með 106 mörk. Á undan henni er Stjörnukonan Ramune Pekarskyte.
Markahæstar í Olís deild kvenna:
1. Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram 147
2. Ester Óskarsdóttir, ÍBV 123
3. Sandra Erlingsdóttir, ÍBV 122
4. Ramune Pekarskyte, Stjarnan 109
5. Karólína Bæhrenz Lárudóttir, ÍBV 106
5. Andrea Jacobsen, Fjölnir 106
7. Maria Ines Da Silva Pereira, Haukar 101
8. Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss 100
8. Lovísa Thompson, Grótta 100
10. Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram 98
11. Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Fram 94
12. Greta Kavaliuskaite, ÍBV 92
13. Diana Satkauskaite, Valur 91
14. Berta Rut Harðardóttir, Haukar 87
15. Elísabet Gunnarsdóttir, Fram 83
16. Slavica Mrkikj, Grótta 82
16. Berglind Benediktsdóttir, Fjölnir 82
18. Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Stjarnan 81
19. Kristín Arndís Ólafsdóttir, Valur 77
19. Solveig Lára Kjærnested, Stjarnan 77
Ragnheiður langmarkahæst í Olís deildinni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn




„Við máttum ekki gefast upp“
Körfubolti




„Við elskum að spila hérna“
Fótbolti
