Eyjakonan Greta Kavaliuskaite varð fyrir slæmum meiðslum í leik Fram og ÍBV í Olísdeild kvenna um helgina þegar hún lenti illa á vinstri höndinni. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari ÍBV, sagði þó að betur hafi farið en á horfðist í fyrstu.
„Hún er ekki brotin en höndin er svakalega bólgin - risastór og fjólublá,“ sagði Hrafnhildur í samtali við Vísi í dag. „Þetta var sem betur fer vinstri höndin sem hún lenti á og lenti svo illa undir eigin líkama. Akkurat núna lítur höndin skelfilega út.“
Greta er nú farin aftur til Litháen vegna landsliðsverkefnis en Hrafnhildur reiknar ekki með að hún geti spilað mikið með landsliði sínu næstu dagana.
„Hún kemur aftur 26. mars og verður staðan á henni tekin þá. Auðvitað er einhver hætta á að hún missi af úrslitakeppninni en það er þó gott að hún sé ekki brotin. Þetta leit nefnilega illa út í fyrstu.“
Þetta eru ekki einu meiðslin í herbúðum ÍBV þar sem að Ester Óskarsdóttir bólgnaði á hæl í síðustu viku og gat ekki æft daginn fyrir leik. Þá fékk Sandra Dís Sigurðardóttir mígreniskast, til að bæta gráu á svart.
„Ég hef kynnst þessu áður. Fyrsta árið mitt með ÍBV missti ég þrjá af fjórum útispilurum mínum í meiðsli í úrslitakeppninni. En ég ætla að vera bjartsýn og vona að þær nái þessu því annars verður þetta mjög erfitt. Þannig er það bara.“
Úrslitakeppnin í Olísdeild kvenna hefst 3. apríl og mun Fram mæta ÍBV í undanúrslitum.
Höndin stökkbólgin og fjólublá en ekki brotin
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt
Íslenski boltinn

Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United
Enski boltinn


Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill
Íslenski boltinn


„Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“
Íslenski boltinn

KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur
Íslenski boltinn

„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti
