Veðsettir þingmenn Þorvaldur Gylfason skrifar 1. mars 2018 07:00 Undangengin 50 ár, frá 1967 til 2017, voru að jafnaði framin fjöldamorð í Bandaríkjunum á fjögurra mánaða fresti. Fórnarlömbin, þau sem týndu lífi, voru átta að meðaltali í hverri árás, næstum 1.100 alls. Fjöldamorðum þar sem fórnarlömbin eru fjögur eða fleiri hefur fjölgað síðustu ár og hafa þau að undanförnu átt sér stað á tveggja mánaða fresti að jafnaði. Þrjú mannskæðustu fjöldamorð síðustu 50 ára hafa átt sér stað síðustu fimm mánuði. Þar féllu samtals 101 og er þá fjöldi særðra ekki talinn með. Og þá eru ótalin hin hversdagslegri morðin sem í Bandaríkjunum eru fimm sinnum fleiri miðað við mannfjölda en í Evrópu. Morðin eru fimm á ári á hverja 100.000 íbúa vestra á móti einu morði á ári á hverja 100.000 íbúa í Evrópu og á Íslandi skv. samantekt Alþjóðabankans. Samt hefur morðum í Bandaríkjunum fækkað um 10% frá aldamótum. Hvaða þjóðir skyldu fremja flest morð? Það eru Salvadorar (109 morð á hverja 100.000 íbúa 2015) og Hondúrar (64). Þá kemur Venesúela (57). Kaninn með sín fimm morð á hverja 100.000 íbúa stendur langt að baki Grænlendingum (12) og Rússum (11).Engin rök hagga þeim Allir vita að tíð morð í Bandaríkjunum stafa fyrst og fremst af rangsleitinni byssulöggjöf sem á engan sinn líka í Evrópu eða Kanada. Bandarískur almenningur kallar eftir breytingum á byssulöggjöfinni en samt stendur hún óbreytt mann fram af manni. Ekki nóg með það. Trump forseti lét það verða eitt sitt fyrsta verk í embætti að nema úr gildi takmarkanir sem Obama forseti hafði lagt við byssukaupum geðsjúkra. Hvers vegna? Svarið blasir við. Bandaríska Byssuvinafélagið (e. National Rifle Association) eys fé í þingmenn, einkum repúblikana, bæði ljóst og leynt. Engin rök, engar tölur fá haggað stuðningi veðsettra þingmanna við óbreytta löggjöf um skotvopnaeign og eftirlit. Þeir bregðast við fjöldamorðunum með bænahaldi og með því að leggja til aukinn vopnaburð í skólum og víðar. Skoðum tölurnar. Tíu öldungadeildarþingmenn repúblikana hafa mörg undangengin ár hver fyrir sig þegið frá þrem upp í sjö milljónir dala frá Byssuvinafélaginu beint eða óbeint. Það gerir um 300 til 700 milljónir króna á hvern þessara þingmanna. Aðrir þiggja minna. Sami vandi herjar á fulltrúadeildina og fylkisþingin 50. Flestir þingmenn reyna að breiða yfir þessi fjárhagstengsl, en Trump forseti flaggar þeim. Hann sagði á opnum fundi félagsins fyrir kosningarnar 2016: „Þið stóðuð með mér og ég mun standa með ykkur.“ Við bætast framlög einstakra byssuvina til þingmanna og vina þeirra og velunnara. Þingmenn sniðganga lög með því að vísa févana kjósendum sem til þeirra leita til örlátra nafnlausra byssuvina.Hingað heim: Sama saga Áþekkur vandi er uppi hér heima. Engin rök, engin tölfræði, engar áhyggjur af lýðræði eða velsæmi fá haggað sérhagsmunaþjónkun meiri hluta Alþingis í fiskveiðistjórnarmálinu jafnvel þótt 83% kjósenda hafi lýst því yfir í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 að binda þurfi í nýrri stjórnarskrá ákvæði um að auðlindin í hafinu er sameign þjóðarinnar með sama hætti og olían í lögsögu Noregs er óskoruð þjóðareign. Þingmenn fást ekki til að hlýða þessu kalli kjósenda og virðast fúsir til að kosta til nánast hverju sem er til að styggja ekki útvegsmenn enda styrkja þeir stjórnmálaflokkana ríkulega, einkum Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Þetta er nærtækasta skýringin á framferði Alþingis í stjórnarskrármálinu. Alþingi nýtur trausts 22% kjósenda skv. könnun Gallups, næsti bær við Fjármálaeftirlitið (19%). Ísland dregst hratt niður eftir alþjóðlegum listum um lýðræði og velsæmi. Freedom House hefur undangengin ár lækkað lýðræðiseinkunn Íslands úr 100 í 95. Transparency International hefur með líku lagi lækkað spillingareinkunn Íslands úr 97 fyrir 2005 í 77 fyrir 2017 borið saman við 84 til 88 í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og 75 í Bandaríkjunum. Aðrar vísbendingar hníga í sömu átt.Nú er komið nóg Allt er þetta á sömu bókina lært. Forusta þingsins reynir jafnvel að breiða yfir meint misferli í þinginu sjálfu. Alþingismenn halda áfram að berja höfðinu við steininn eins og þeir skeyti hvorki um skömm né heiður – nú undir virkri forustu Vinstri hreyfingarinnar – Græns framboðs. Vanmegnugir stjórnarandstæðingar innan þings og utan malda í móinn, en allt kemur fyrir ekki. Við það verður ekki lengur unað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Undangengin 50 ár, frá 1967 til 2017, voru að jafnaði framin fjöldamorð í Bandaríkjunum á fjögurra mánaða fresti. Fórnarlömbin, þau sem týndu lífi, voru átta að meðaltali í hverri árás, næstum 1.100 alls. Fjöldamorðum þar sem fórnarlömbin eru fjögur eða fleiri hefur fjölgað síðustu ár og hafa þau að undanförnu átt sér stað á tveggja mánaða fresti að jafnaði. Þrjú mannskæðustu fjöldamorð síðustu 50 ára hafa átt sér stað síðustu fimm mánuði. Þar féllu samtals 101 og er þá fjöldi særðra ekki talinn með. Og þá eru ótalin hin hversdagslegri morðin sem í Bandaríkjunum eru fimm sinnum fleiri miðað við mannfjölda en í Evrópu. Morðin eru fimm á ári á hverja 100.000 íbúa vestra á móti einu morði á ári á hverja 100.000 íbúa í Evrópu og á Íslandi skv. samantekt Alþjóðabankans. Samt hefur morðum í Bandaríkjunum fækkað um 10% frá aldamótum. Hvaða þjóðir skyldu fremja flest morð? Það eru Salvadorar (109 morð á hverja 100.000 íbúa 2015) og Hondúrar (64). Þá kemur Venesúela (57). Kaninn með sín fimm morð á hverja 100.000 íbúa stendur langt að baki Grænlendingum (12) og Rússum (11).Engin rök hagga þeim Allir vita að tíð morð í Bandaríkjunum stafa fyrst og fremst af rangsleitinni byssulöggjöf sem á engan sinn líka í Evrópu eða Kanada. Bandarískur almenningur kallar eftir breytingum á byssulöggjöfinni en samt stendur hún óbreytt mann fram af manni. Ekki nóg með það. Trump forseti lét það verða eitt sitt fyrsta verk í embætti að nema úr gildi takmarkanir sem Obama forseti hafði lagt við byssukaupum geðsjúkra. Hvers vegna? Svarið blasir við. Bandaríska Byssuvinafélagið (e. National Rifle Association) eys fé í þingmenn, einkum repúblikana, bæði ljóst og leynt. Engin rök, engar tölur fá haggað stuðningi veðsettra þingmanna við óbreytta löggjöf um skotvopnaeign og eftirlit. Þeir bregðast við fjöldamorðunum með bænahaldi og með því að leggja til aukinn vopnaburð í skólum og víðar. Skoðum tölurnar. Tíu öldungadeildarþingmenn repúblikana hafa mörg undangengin ár hver fyrir sig þegið frá þrem upp í sjö milljónir dala frá Byssuvinafélaginu beint eða óbeint. Það gerir um 300 til 700 milljónir króna á hvern þessara þingmanna. Aðrir þiggja minna. Sami vandi herjar á fulltrúadeildina og fylkisþingin 50. Flestir þingmenn reyna að breiða yfir þessi fjárhagstengsl, en Trump forseti flaggar þeim. Hann sagði á opnum fundi félagsins fyrir kosningarnar 2016: „Þið stóðuð með mér og ég mun standa með ykkur.“ Við bætast framlög einstakra byssuvina til þingmanna og vina þeirra og velunnara. Þingmenn sniðganga lög með því að vísa févana kjósendum sem til þeirra leita til örlátra nafnlausra byssuvina.Hingað heim: Sama saga Áþekkur vandi er uppi hér heima. Engin rök, engin tölfræði, engar áhyggjur af lýðræði eða velsæmi fá haggað sérhagsmunaþjónkun meiri hluta Alþingis í fiskveiðistjórnarmálinu jafnvel þótt 83% kjósenda hafi lýst því yfir í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 að binda þurfi í nýrri stjórnarskrá ákvæði um að auðlindin í hafinu er sameign þjóðarinnar með sama hætti og olían í lögsögu Noregs er óskoruð þjóðareign. Þingmenn fást ekki til að hlýða þessu kalli kjósenda og virðast fúsir til að kosta til nánast hverju sem er til að styggja ekki útvegsmenn enda styrkja þeir stjórnmálaflokkana ríkulega, einkum Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Þetta er nærtækasta skýringin á framferði Alþingis í stjórnarskrármálinu. Alþingi nýtur trausts 22% kjósenda skv. könnun Gallups, næsti bær við Fjármálaeftirlitið (19%). Ísland dregst hratt niður eftir alþjóðlegum listum um lýðræði og velsæmi. Freedom House hefur undangengin ár lækkað lýðræðiseinkunn Íslands úr 100 í 95. Transparency International hefur með líku lagi lækkað spillingareinkunn Íslands úr 97 fyrir 2005 í 77 fyrir 2017 borið saman við 84 til 88 í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og 75 í Bandaríkjunum. Aðrar vísbendingar hníga í sömu átt.Nú er komið nóg Allt er þetta á sömu bókina lært. Forusta þingsins reynir jafnvel að breiða yfir meint misferli í þinginu sjálfu. Alþingismenn halda áfram að berja höfðinu við steininn eins og þeir skeyti hvorki um skömm né heiður – nú undir virkri forustu Vinstri hreyfingarinnar – Græns framboðs. Vanmegnugir stjórnarandstæðingar innan þings og utan malda í móinn, en allt kemur fyrir ekki. Við það verður ekki lengur unað.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun