Kári, hví læturðu ekki umskera sjálfan þig, svona til prufu og að gamni, og sleppir svo messuvíninu næst? Ole Anton Bieltvedt skrifar 1. mars 2018 09:00 Kári Stefánsson er mikill pistlahöfundur, og hafa mér líkað sumir vel. Ég var því ekki bara undrandi, heldur nánast gáttaður, á síðasta framlagi Harvardprófessorsins – en hann minnir stundum á þá fyrrverandi stöðu sína – á ritvellinum; „Leyfið foreldrum – Opið bréf til Alþingis Íslendinga“. Og efnið? Stíf og mikil meðmæli með Gyðingum, Gyðingdómi og umskurði, sem í mínum huga nálgast limlestingu á saklausu og varnarlausu sveinbarni, oftast án tilgangs eða markmiðs; í öllu falli er þetta ofbeldi gegn ósjálfbjarga veru, sem í mínum huga hefur ekkert með siðmenningu eða sanna og rétta trú eins eða neins að gera, nema það væri þá hindurvitnatrú eða bábilja, enda er þessi ofstækisfulla trú Gyðinga árþúsunda gömul. Fyrir mér er þetta ekkert skárra, en limlesting á kynfærum stúlkna; argasta ómenning. Það er réttilega sagt um Gyðinga, að þeir geta verið leifturgáfaðir, en það er ekki þar með sagt, að þeir séu leiftursanngjarnir, leifturtillitssamir eða leifturopnir fyrir breytingum, víðsýni og framförum. Stundum virðist mér þeir vera leifturíhaldssamir og leifturþröngsýnir, þó að margt megi gott um þá segja, og ég eigi góða vini í Ísrael og hafi notið dvalar þar. Fyrirgefðu, Kári, ég veit, að fullyrðingin um að umskurður sveina hjá Gyðingum er talinn tákn sambandsins milli Guðs og Gyðinga, jafn fáránlegt og langsótt og það er í mínum huga, er rétt, en hvað þá með blessuð meybörn Gyðinga; er í lagi, að þau séu sambandslaus við Guð? Ef þau lög verða sett á Alþingi, sem hér um ræðir, og, sem ég vona, af alhug, að verði sett – einhvern tíma þarf gömul hindurvitnatrú að víkja – þá eiga þau auðvitað bara að ná til banns við svona aðgerðum hér, þannig, að fullyrðingin um, að Gyðingar yrðu bannsettir frá Íslandi, er út í hött. Punkturinn, þar sem þú vilt réttlæta misþyrmingu og ofbeldi í garð sveinbarna í formi óþarfs og gagnslauss umskurðar, með tilvísun í annað óréttlæti, misgjörðir og ofbeldi gagnvart börnum, sem enn viðgengst því miður, er Harvardprófessor vart samboðinn. Að réttlæta misgjörðir og ofbeldi með öðrum misgjörðum og ofbeldi er allt of lágt plan fyrir þig, Kári góður! Af 400 umskurðarmeisturum (Mohel-um) í Ísrael, framkvæma 380 umskurðinn á 8 daga gömlu barninu án deyfingar. Í sumum ofsatrúarsöfnuðum í USA og Ísrael, framkvæmir Mohel-inn umskurðinn ekki aðeins án deyfingar, heldur sýgur Mohel-inn kynfæri barnsins – typpið – á eftir. Bara í New York eru um 3.600 svona aðgerðir framkvæmdar árlega. Frá mínu sjónarmiði er ekki hægt að flokka þetta athæfi undir trúarbrögð; þetta er meira siðlaus og ógeðsleg ofsatrú; barbarismi. Ég hef rýnt nokkuð í trúarbrögð og sögu mannkynsins og reynt að spá í og skilja m.a. tilgang trúarbragða og þá hugsun og tilætlun, er að baki þeim býr. Auðvitað er ég enginn sérstakur spekingur, en ég hef oftar en ekki séð hagnýtan tilgang felast í trúarbrögðum, þar sem leitast er við, að leiðbeina þeim trúuðu um líferni þeirra, framgöngu og atferli, líka með margvíslegum líkamlegum, sálarlegum og andlegum ráðum. Mitt mat, á grundvelli þessarar skoðunar, er, að umskurður sveinbarna hafi einkum átt að hafa þann hagnýta tilgang að fyrirbyggja, að óhreinindi settust að undir forhúð sveinbarna – síðar karlmanna, þannig að sýking yrði af, sem síðar gæti breiðst út yfir á kvenkynið; að þetta hafi verið fyrirbyggjandi heilsu- og heilbrigðisráð, sem reyndar átti fullan rétt á sér þá, en aðgangur að þvotti og þrifum líkamans var þá annar og langtum minni – og tilfinning fyrir slíku væntanlega líka – en nú er. Umskurður átti því rétt á sér á sínum tíma, en er óþarfur og tilgangslaus í því „þróaða velferðarsamfélagi“, sem við búum í í dag, og hefur umskurður breytzt úr skynsamlegri og hagnýtri fyrirbyggjandi heilbrigðisaðgerð í tilgangslausar og siðlausar meiðingar og ofbeldi gagnvart ósjálfbjarga og varnarlausum börnum. Sigmund Freud taldi að umskurðarvenja Gyðinga væri – meðvitað eða kannske meira ómeðvitað – ein aðalorsök andúðar á Gyðingum. Í mínum augum er það, sem viðeigandi, satt er og rétt, „sannleikurinn sjálfur“, alltaf bundið við tímasetningu; hver tími á sinn „sannleika“.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Kári Stefánsson er mikill pistlahöfundur, og hafa mér líkað sumir vel. Ég var því ekki bara undrandi, heldur nánast gáttaður, á síðasta framlagi Harvardprófessorsins – en hann minnir stundum á þá fyrrverandi stöðu sína – á ritvellinum; „Leyfið foreldrum – Opið bréf til Alþingis Íslendinga“. Og efnið? Stíf og mikil meðmæli með Gyðingum, Gyðingdómi og umskurði, sem í mínum huga nálgast limlestingu á saklausu og varnarlausu sveinbarni, oftast án tilgangs eða markmiðs; í öllu falli er þetta ofbeldi gegn ósjálfbjarga veru, sem í mínum huga hefur ekkert með siðmenningu eða sanna og rétta trú eins eða neins að gera, nema það væri þá hindurvitnatrú eða bábilja, enda er þessi ofstækisfulla trú Gyðinga árþúsunda gömul. Fyrir mér er þetta ekkert skárra, en limlesting á kynfærum stúlkna; argasta ómenning. Það er réttilega sagt um Gyðinga, að þeir geta verið leifturgáfaðir, en það er ekki þar með sagt, að þeir séu leiftursanngjarnir, leifturtillitssamir eða leifturopnir fyrir breytingum, víðsýni og framförum. Stundum virðist mér þeir vera leifturíhaldssamir og leifturþröngsýnir, þó að margt megi gott um þá segja, og ég eigi góða vini í Ísrael og hafi notið dvalar þar. Fyrirgefðu, Kári, ég veit, að fullyrðingin um að umskurður sveina hjá Gyðingum er talinn tákn sambandsins milli Guðs og Gyðinga, jafn fáránlegt og langsótt og það er í mínum huga, er rétt, en hvað þá með blessuð meybörn Gyðinga; er í lagi, að þau séu sambandslaus við Guð? Ef þau lög verða sett á Alþingi, sem hér um ræðir, og, sem ég vona, af alhug, að verði sett – einhvern tíma þarf gömul hindurvitnatrú að víkja – þá eiga þau auðvitað bara að ná til banns við svona aðgerðum hér, þannig, að fullyrðingin um, að Gyðingar yrðu bannsettir frá Íslandi, er út í hött. Punkturinn, þar sem þú vilt réttlæta misþyrmingu og ofbeldi í garð sveinbarna í formi óþarfs og gagnslauss umskurðar, með tilvísun í annað óréttlæti, misgjörðir og ofbeldi gagnvart börnum, sem enn viðgengst því miður, er Harvardprófessor vart samboðinn. Að réttlæta misgjörðir og ofbeldi með öðrum misgjörðum og ofbeldi er allt of lágt plan fyrir þig, Kári góður! Af 400 umskurðarmeisturum (Mohel-um) í Ísrael, framkvæma 380 umskurðinn á 8 daga gömlu barninu án deyfingar. Í sumum ofsatrúarsöfnuðum í USA og Ísrael, framkvæmir Mohel-inn umskurðinn ekki aðeins án deyfingar, heldur sýgur Mohel-inn kynfæri barnsins – typpið – á eftir. Bara í New York eru um 3.600 svona aðgerðir framkvæmdar árlega. Frá mínu sjónarmiði er ekki hægt að flokka þetta athæfi undir trúarbrögð; þetta er meira siðlaus og ógeðsleg ofsatrú; barbarismi. Ég hef rýnt nokkuð í trúarbrögð og sögu mannkynsins og reynt að spá í og skilja m.a. tilgang trúarbragða og þá hugsun og tilætlun, er að baki þeim býr. Auðvitað er ég enginn sérstakur spekingur, en ég hef oftar en ekki séð hagnýtan tilgang felast í trúarbrögðum, þar sem leitast er við, að leiðbeina þeim trúuðu um líferni þeirra, framgöngu og atferli, líka með margvíslegum líkamlegum, sálarlegum og andlegum ráðum. Mitt mat, á grundvelli þessarar skoðunar, er, að umskurður sveinbarna hafi einkum átt að hafa þann hagnýta tilgang að fyrirbyggja, að óhreinindi settust að undir forhúð sveinbarna – síðar karlmanna, þannig að sýking yrði af, sem síðar gæti breiðst út yfir á kvenkynið; að þetta hafi verið fyrirbyggjandi heilsu- og heilbrigðisráð, sem reyndar átti fullan rétt á sér þá, en aðgangur að þvotti og þrifum líkamans var þá annar og langtum minni – og tilfinning fyrir slíku væntanlega líka – en nú er. Umskurður átti því rétt á sér á sínum tíma, en er óþarfur og tilgangslaus í því „þróaða velferðarsamfélagi“, sem við búum í í dag, og hefur umskurður breytzt úr skynsamlegri og hagnýtri fyrirbyggjandi heilbrigðisaðgerð í tilgangslausar og siðlausar meiðingar og ofbeldi gagnvart ósjálfbjarga og varnarlausum börnum. Sigmund Freud taldi að umskurðarvenja Gyðinga væri – meðvitað eða kannske meira ómeðvitað – ein aðalorsök andúðar á Gyðingum. Í mínum augum er það, sem viðeigandi, satt er og rétt, „sannleikurinn sjálfur“, alltaf bundið við tímasetningu; hver tími á sinn „sannleika“.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun