Of mikil áhætta Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. mars 2018 07:00 Einhver ánægjulegustu tíðindi ársins voru af sölu ríkisins á 13 prósenta hlut sínum í Arion banka. Loksins hefur kyrrstaðan á bankamarkaði verið rofin og loksins hefur ríkið hafist handa við að losa um hluti sína í áhættusömum bönkum. Þar er heljarinnar verk fyrir höndum enda er ríkið enn sem áður með nokkur hundruð milljarða bundna sem eigið fé í tveimur bönkum. Engu að síður eru til menn – og raunar stjórnmálaflokkar – sem telja tvo ríkisbanka ekki nóg heldur vilja að ríkið eignist allt bankakerfið. Þannig hafa heyrst raddir í þingsal á undanförnum vikum um að stjórnvöld eigi að nýta sér forkaupsrétt, sem hefur þó aldrei virkjast, og leysa til sín Arion banka. Talað er um að ríkið hafi „gefið eftir“ og vogunarsjóðir „gengið á lagið“ og er engu skeytt um staðreyndir á borð við þær að ríkið hafi fengið nærri 11 prósenta ávöxtun á eign sína í bankanum og muni auk þess fá langstærstan hluta af söluandvirði bankans í sinn hlut. Það er líkt og þeir sem tala svo fjálglega um að ríkið eignist þriðja bankann geri sér ekki grein fyrir þeirri áhættu sem felst í bankarekstri. Ríkisbankar eru engar peningavélar sem geta skilað hagnaði án nokkurrar fyrirhafnar. Við þekkjum af biturri reynslu hvernig fór fyrir gömlu ríkisbönkunum. Tap á rekstri þeirra var tap almennings. Ör tækniþróun er um þessar mundir að gjörbylta bankaþjónustu, eins og við þekkjum hana, og opna markaðinn upp á gátt. Hætta er á því að hefðbundnir bankar verði – áður en langt um líður – fullkomlega óþarfir. Af þeim sökum hefur aldrei verið brýnna að ríkið dragi sig alfarið út úr bankarekstri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Einhver ánægjulegustu tíðindi ársins voru af sölu ríkisins á 13 prósenta hlut sínum í Arion banka. Loksins hefur kyrrstaðan á bankamarkaði verið rofin og loksins hefur ríkið hafist handa við að losa um hluti sína í áhættusömum bönkum. Þar er heljarinnar verk fyrir höndum enda er ríkið enn sem áður með nokkur hundruð milljarða bundna sem eigið fé í tveimur bönkum. Engu að síður eru til menn – og raunar stjórnmálaflokkar – sem telja tvo ríkisbanka ekki nóg heldur vilja að ríkið eignist allt bankakerfið. Þannig hafa heyrst raddir í þingsal á undanförnum vikum um að stjórnvöld eigi að nýta sér forkaupsrétt, sem hefur þó aldrei virkjast, og leysa til sín Arion banka. Talað er um að ríkið hafi „gefið eftir“ og vogunarsjóðir „gengið á lagið“ og er engu skeytt um staðreyndir á borð við þær að ríkið hafi fengið nærri 11 prósenta ávöxtun á eign sína í bankanum og muni auk þess fá langstærstan hluta af söluandvirði bankans í sinn hlut. Það er líkt og þeir sem tala svo fjálglega um að ríkið eignist þriðja bankann geri sér ekki grein fyrir þeirri áhættu sem felst í bankarekstri. Ríkisbankar eru engar peningavélar sem geta skilað hagnaði án nokkurrar fyrirhafnar. Við þekkjum af biturri reynslu hvernig fór fyrir gömlu ríkisbönkunum. Tap á rekstri þeirra var tap almennings. Ör tækniþróun er um þessar mundir að gjörbylta bankaþjónustu, eins og við þekkjum hana, og opna markaðinn upp á gátt. Hætta er á því að hefðbundnir bankar verði – áður en langt um líður – fullkomlega óþarfir. Af þeim sökum hefur aldrei verið brýnna að ríkið dragi sig alfarið út úr bankarekstri.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun