Breyttur heimur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 1. mars 2018 07:00 Hugsanlegt er að mikilla breytinga sé að vænta á íslenskum smásölumarkaði á næstunni. Hagar, sem reka meðal annars Hagkaup, Bónus og Útilíf og Olís hafa hug á að sameinast, svo og N1 og Festi, sem rekur verslanir Krónunnar ásamt öðru. Það er gamalkunnugt stef að íslenskir kaupmenn séu upp til hópa einokunarkaupmenn. Ef betur er að gáð gengur það varla upp. Íslenskir kaupmenn starfa á örmarkaði sem í ofanálag er eyja. Þeir njóta því eðli málsins samkvæmt takmarkaðrar stærðarhagkvæmni og þurfa að glíma við háan flutningskostnað. Þess utan starfa þeir í umhverfi er valið hefur sér séríslenskan gjaldmiðil, með vaxtakostnaði sem óvíða eða hvergi er hærri. Það skýrir meðal annars að vöruverð er eins hátt á Íslandi og raunin er. Þessar séríslensku aðstæður skipta æ meira máli í breyttu, alþjóðlegu verslunarumhverfi. Keppinautar Haga og Festi eru ekki lengur bara aðrir innlendir smásalar, heldur allur heimurinn. Auðvelt er að panta sér vörur utan frá og fá þær sendar heim til Íslands á örskotsstundu. Matvörumarkaðurinn, sem er aðall Festi og Haga, er sömuleiðis að breytast hratt. Heimsendingar spila æ stærri rullu, og gömlu stórverslanirnar eiga á brattann að sækja. Ein af spurningunum sem bæði félög þurfa að spyrja sig er hvað eigi að gera við alla fermetrana. Samkeppniseftirlitið hlýtur að skoða þá samruna sem nú eru til skoðunar með þessum augum. Mikilvægt er að íslensk verslun starfi á jafnréttisgrundvelli gagnvart erlendum keppinautum. Costco hefur einnig valdið miklum usla á íslenskum markaði, og var sennilega ástæða þess að Kostur lagði upp laupana. Costco, sem árlega veltir um 150 sinnum meira en Hagar, er þrátt fyrir það ekki skilgreindur sem markaðsráðandi á Íslandi. Þó sér hver maður að fyrirtæki af slíkri stærðargráðu getur með þolinmæði og útsjónarsemi gert út af við keppinauta sína. Af þessum sökum er auðvelt að færa rök fyrir því að Samkeppniseftirlitið eigi að heimila innlendum fyrirtækjum sem eru í harðri samkeppni við þá erlendu að sameinast. Þetta á ekki bara við um matvörumarkaðinn. Kaup Fjarskipta á tilteknum eignum 365 voru af sama meiði. Sameinað félag Fjarskipta og 365 er mun betur í stakk búið til að mæta samkeppni erlendis frá eins og Netflix og fleirum. Samkeppniseftirlit sem einungis horfir inn á við væri úr takti við tímann. Því lofar góðu að Samkeppniseftirlitið telji að krosseignarhald lífeyrissjóðanna sé það helsta sem veldur áhyggjum í tengslum við samrunana tvo á matvörumarkaði. Auðvitað getur það ekki gengið að sömu sjóðir sitji báðum megin borðsins sem eigendur að hinum sameinuðu smásölurisum. Samkeppniseftirlitið virðist því ætla að slá tvær flugur í einu höggi, heimila hagræðingu á innlendum markaði, en um leið sjá til þess að áhrif á rekstur félaganna tveggja dreifist. Hvort tveggja er jákvætt. Hvað sem öllu öðru líður þá njóta neytendur góðs af sterkum íslenskum verslunarfyrirtækjum í dreifðu eignarhaldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Hugsanlegt er að mikilla breytinga sé að vænta á íslenskum smásölumarkaði á næstunni. Hagar, sem reka meðal annars Hagkaup, Bónus og Útilíf og Olís hafa hug á að sameinast, svo og N1 og Festi, sem rekur verslanir Krónunnar ásamt öðru. Það er gamalkunnugt stef að íslenskir kaupmenn séu upp til hópa einokunarkaupmenn. Ef betur er að gáð gengur það varla upp. Íslenskir kaupmenn starfa á örmarkaði sem í ofanálag er eyja. Þeir njóta því eðli málsins samkvæmt takmarkaðrar stærðarhagkvæmni og þurfa að glíma við háan flutningskostnað. Þess utan starfa þeir í umhverfi er valið hefur sér séríslenskan gjaldmiðil, með vaxtakostnaði sem óvíða eða hvergi er hærri. Það skýrir meðal annars að vöruverð er eins hátt á Íslandi og raunin er. Þessar séríslensku aðstæður skipta æ meira máli í breyttu, alþjóðlegu verslunarumhverfi. Keppinautar Haga og Festi eru ekki lengur bara aðrir innlendir smásalar, heldur allur heimurinn. Auðvelt er að panta sér vörur utan frá og fá þær sendar heim til Íslands á örskotsstundu. Matvörumarkaðurinn, sem er aðall Festi og Haga, er sömuleiðis að breytast hratt. Heimsendingar spila æ stærri rullu, og gömlu stórverslanirnar eiga á brattann að sækja. Ein af spurningunum sem bæði félög þurfa að spyrja sig er hvað eigi að gera við alla fermetrana. Samkeppniseftirlitið hlýtur að skoða þá samruna sem nú eru til skoðunar með þessum augum. Mikilvægt er að íslensk verslun starfi á jafnréttisgrundvelli gagnvart erlendum keppinautum. Costco hefur einnig valdið miklum usla á íslenskum markaði, og var sennilega ástæða þess að Kostur lagði upp laupana. Costco, sem árlega veltir um 150 sinnum meira en Hagar, er þrátt fyrir það ekki skilgreindur sem markaðsráðandi á Íslandi. Þó sér hver maður að fyrirtæki af slíkri stærðargráðu getur með þolinmæði og útsjónarsemi gert út af við keppinauta sína. Af þessum sökum er auðvelt að færa rök fyrir því að Samkeppniseftirlitið eigi að heimila innlendum fyrirtækjum sem eru í harðri samkeppni við þá erlendu að sameinast. Þetta á ekki bara við um matvörumarkaðinn. Kaup Fjarskipta á tilteknum eignum 365 voru af sama meiði. Sameinað félag Fjarskipta og 365 er mun betur í stakk búið til að mæta samkeppni erlendis frá eins og Netflix og fleirum. Samkeppniseftirlit sem einungis horfir inn á við væri úr takti við tímann. Því lofar góðu að Samkeppniseftirlitið telji að krosseignarhald lífeyrissjóðanna sé það helsta sem veldur áhyggjum í tengslum við samrunana tvo á matvörumarkaði. Auðvitað getur það ekki gengið að sömu sjóðir sitji báðum megin borðsins sem eigendur að hinum sameinuðu smásölurisum. Samkeppniseftirlitið virðist því ætla að slá tvær flugur í einu höggi, heimila hagræðingu á innlendum markaði, en um leið sjá til þess að áhrif á rekstur félaganna tveggja dreifist. Hvort tveggja er jákvætt. Hvað sem öllu öðru líður þá njóta neytendur góðs af sterkum íslenskum verslunarfyrirtækjum í dreifðu eignarhaldi.
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun