Rútan liggur enn við veginn í Borgarfirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. mars 2018 12:35 Rútan valt á sunnudag á Borgarfjarðarbraut. Þessi mynd er tekin samdægurs. Vísir/Arnar Halldórsson Rúta, sem valt á Borgarfjarðarbraut um helgina, liggur enn við veginn fjórum dögum eftir slysið. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi segir að verið sé að vinna að því að koma rútunni í burtu. Vakin var athygli á málinu inni á Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í dag. „Hvernig stendur á því að þessi rúta sem valt síðustu helgi í Borgarfirði fær að liggja þarna svo dögum skiptir í reiðileysi, skagandi inn á veginn, skapandi stórhættu fyrir aðra vegfarendur?” skrifaði Hlynur Jón Michelsen í færslu inni í hópnum. Með færslunni fylgdi mynd af rútunni en hún virðist ekki hafa haggast síðan á sunnudag.Rútan verði fjarlægð innan tíðar Ólafur Guðmundsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, segir í samali við Vísi að lögregla sé meðvituð um málið en gat ekki svarað því nákvæmlega hvenær rútunni yrði komið í burtu. „Það er verið að vinna í þessu og hún verður fjarlægð innan tíðar.“Sjá einnig: Franskir skólakrakkar sluppu með skrekkinn Ólafur segir það ekki á ábyrgð lögreglu að fjarlægja rútuna þó að lögreglan ýti vissulega á eftir því. Hann taldi verkefnið líklega heyra undir tryggingafélag eiganda rútunnar en slíkt fari þó eftir atvikum og aðstæðum. Þá vissi Ólafur ekki til þess að kvartanir vegna rútunnar hefðu borist lögreglu. „Ég þekki það ekki alveg nógu vel. Það getur þó vel verið að það hafi borist hérna eitthvað inn en þetta er búið að vera til umræðu í morgun hér inni á stöðinni.“ Rútan valt á Borgarfjarðarbraut rétt sunnan við veginn að Heggstöðum á fimmta tímanum á sunnudag. Í rútunni voru 26 franskir skólakrakkar ásamt kennurum, leiðsögumanni og bílstjóra. Enginn slasaðist alvarlega í slysinu. Lögreglumál Tengdar fréttir Frönsku skólakrakkarnir í góðu yfirlæti í fjöldahjálparstöðinni Krakkarnir gæða sér á pítsu og spila tölvuleiki. 25. febrúar 2018 19:06 Franskir skólakrakkar sluppu með skrekkinn Rúta valt norðan við Borgarnes um klukkan hálf fimm í dag. 26 franskir skólakrakkar voru í rútunni. 25. febrúar 2018 16:53 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Rúta, sem valt á Borgarfjarðarbraut um helgina, liggur enn við veginn fjórum dögum eftir slysið. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi segir að verið sé að vinna að því að koma rútunni í burtu. Vakin var athygli á málinu inni á Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í dag. „Hvernig stendur á því að þessi rúta sem valt síðustu helgi í Borgarfirði fær að liggja þarna svo dögum skiptir í reiðileysi, skagandi inn á veginn, skapandi stórhættu fyrir aðra vegfarendur?” skrifaði Hlynur Jón Michelsen í færslu inni í hópnum. Með færslunni fylgdi mynd af rútunni en hún virðist ekki hafa haggast síðan á sunnudag.Rútan verði fjarlægð innan tíðar Ólafur Guðmundsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, segir í samali við Vísi að lögregla sé meðvituð um málið en gat ekki svarað því nákvæmlega hvenær rútunni yrði komið í burtu. „Það er verið að vinna í þessu og hún verður fjarlægð innan tíðar.“Sjá einnig: Franskir skólakrakkar sluppu með skrekkinn Ólafur segir það ekki á ábyrgð lögreglu að fjarlægja rútuna þó að lögreglan ýti vissulega á eftir því. Hann taldi verkefnið líklega heyra undir tryggingafélag eiganda rútunnar en slíkt fari þó eftir atvikum og aðstæðum. Þá vissi Ólafur ekki til þess að kvartanir vegna rútunnar hefðu borist lögreglu. „Ég þekki það ekki alveg nógu vel. Það getur þó vel verið að það hafi borist hérna eitthvað inn en þetta er búið að vera til umræðu í morgun hér inni á stöðinni.“ Rútan valt á Borgarfjarðarbraut rétt sunnan við veginn að Heggstöðum á fimmta tímanum á sunnudag. Í rútunni voru 26 franskir skólakrakkar ásamt kennurum, leiðsögumanni og bílstjóra. Enginn slasaðist alvarlega í slysinu.
Lögreglumál Tengdar fréttir Frönsku skólakrakkarnir í góðu yfirlæti í fjöldahjálparstöðinni Krakkarnir gæða sér á pítsu og spila tölvuleiki. 25. febrúar 2018 19:06 Franskir skólakrakkar sluppu með skrekkinn Rúta valt norðan við Borgarnes um klukkan hálf fimm í dag. 26 franskir skólakrakkar voru í rútunni. 25. febrúar 2018 16:53 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Frönsku skólakrakkarnir í góðu yfirlæti í fjöldahjálparstöðinni Krakkarnir gæða sér á pítsu og spila tölvuleiki. 25. febrúar 2018 19:06
Franskir skólakrakkar sluppu með skrekkinn Rúta valt norðan við Borgarnes um klukkan hálf fimm í dag. 26 franskir skólakrakkar voru í rútunni. 25. febrúar 2018 16:53