Rútan liggur enn við veginn í Borgarfirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. mars 2018 12:35 Rútan valt á sunnudag á Borgarfjarðarbraut. Þessi mynd er tekin samdægurs. Vísir/Arnar Halldórsson Rúta, sem valt á Borgarfjarðarbraut um helgina, liggur enn við veginn fjórum dögum eftir slysið. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi segir að verið sé að vinna að því að koma rútunni í burtu. Vakin var athygli á málinu inni á Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í dag. „Hvernig stendur á því að þessi rúta sem valt síðustu helgi í Borgarfirði fær að liggja þarna svo dögum skiptir í reiðileysi, skagandi inn á veginn, skapandi stórhættu fyrir aðra vegfarendur?” skrifaði Hlynur Jón Michelsen í færslu inni í hópnum. Með færslunni fylgdi mynd af rútunni en hún virðist ekki hafa haggast síðan á sunnudag.Rútan verði fjarlægð innan tíðar Ólafur Guðmundsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, segir í samali við Vísi að lögregla sé meðvituð um málið en gat ekki svarað því nákvæmlega hvenær rútunni yrði komið í burtu. „Það er verið að vinna í þessu og hún verður fjarlægð innan tíðar.“Sjá einnig: Franskir skólakrakkar sluppu með skrekkinn Ólafur segir það ekki á ábyrgð lögreglu að fjarlægja rútuna þó að lögreglan ýti vissulega á eftir því. Hann taldi verkefnið líklega heyra undir tryggingafélag eiganda rútunnar en slíkt fari þó eftir atvikum og aðstæðum. Þá vissi Ólafur ekki til þess að kvartanir vegna rútunnar hefðu borist lögreglu. „Ég þekki það ekki alveg nógu vel. Það getur þó vel verið að það hafi borist hérna eitthvað inn en þetta er búið að vera til umræðu í morgun hér inni á stöðinni.“ Rútan valt á Borgarfjarðarbraut rétt sunnan við veginn að Heggstöðum á fimmta tímanum á sunnudag. Í rútunni voru 26 franskir skólakrakkar ásamt kennurum, leiðsögumanni og bílstjóra. Enginn slasaðist alvarlega í slysinu. Lögreglumál Tengdar fréttir Frönsku skólakrakkarnir í góðu yfirlæti í fjöldahjálparstöðinni Krakkarnir gæða sér á pítsu og spila tölvuleiki. 25. febrúar 2018 19:06 Franskir skólakrakkar sluppu með skrekkinn Rúta valt norðan við Borgarnes um klukkan hálf fimm í dag. 26 franskir skólakrakkar voru í rútunni. 25. febrúar 2018 16:53 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Rúta, sem valt á Borgarfjarðarbraut um helgina, liggur enn við veginn fjórum dögum eftir slysið. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi segir að verið sé að vinna að því að koma rútunni í burtu. Vakin var athygli á málinu inni á Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í dag. „Hvernig stendur á því að þessi rúta sem valt síðustu helgi í Borgarfirði fær að liggja þarna svo dögum skiptir í reiðileysi, skagandi inn á veginn, skapandi stórhættu fyrir aðra vegfarendur?” skrifaði Hlynur Jón Michelsen í færslu inni í hópnum. Með færslunni fylgdi mynd af rútunni en hún virðist ekki hafa haggast síðan á sunnudag.Rútan verði fjarlægð innan tíðar Ólafur Guðmundsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, segir í samali við Vísi að lögregla sé meðvituð um málið en gat ekki svarað því nákvæmlega hvenær rútunni yrði komið í burtu. „Það er verið að vinna í þessu og hún verður fjarlægð innan tíðar.“Sjá einnig: Franskir skólakrakkar sluppu með skrekkinn Ólafur segir það ekki á ábyrgð lögreglu að fjarlægja rútuna þó að lögreglan ýti vissulega á eftir því. Hann taldi verkefnið líklega heyra undir tryggingafélag eiganda rútunnar en slíkt fari þó eftir atvikum og aðstæðum. Þá vissi Ólafur ekki til þess að kvartanir vegna rútunnar hefðu borist lögreglu. „Ég þekki það ekki alveg nógu vel. Það getur þó vel verið að það hafi borist hérna eitthvað inn en þetta er búið að vera til umræðu í morgun hér inni á stöðinni.“ Rútan valt á Borgarfjarðarbraut rétt sunnan við veginn að Heggstöðum á fimmta tímanum á sunnudag. Í rútunni voru 26 franskir skólakrakkar ásamt kennurum, leiðsögumanni og bílstjóra. Enginn slasaðist alvarlega í slysinu.
Lögreglumál Tengdar fréttir Frönsku skólakrakkarnir í góðu yfirlæti í fjöldahjálparstöðinni Krakkarnir gæða sér á pítsu og spila tölvuleiki. 25. febrúar 2018 19:06 Franskir skólakrakkar sluppu með skrekkinn Rúta valt norðan við Borgarnes um klukkan hálf fimm í dag. 26 franskir skólakrakkar voru í rútunni. 25. febrúar 2018 16:53 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Frönsku skólakrakkarnir í góðu yfirlæti í fjöldahjálparstöðinni Krakkarnir gæða sér á pítsu og spila tölvuleiki. 25. febrúar 2018 19:06
Franskir skólakrakkar sluppu með skrekkinn Rúta valt norðan við Borgarnes um klukkan hálf fimm í dag. 26 franskir skólakrakkar voru í rútunni. 25. febrúar 2018 16:53
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent