Forsætisráðherra segir Landsbankann ekki verða seldan í bráð Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2018 15:32 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræddi mögulega sölu Landsbankans á þingfundi í dag við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins. vísir/ernir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki tímabært að ræða sölu á hlut ríkisins í Landsbanka Íslands. Formaður Miðflokksins undrast byggingaráform bankans á Hörpureitnum en bankinn kynnti nýlega útlit nýrra höfuðstöðva þar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gerði sölu ríkissins á 13 prósenta hlut þess í Arion banka og væntanlegar nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á Hörpureitnum að umtalsefni í fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á Alþingi í morgun. En Miðflokkurinn einn flokka hefur haft uppi gagnrýni á hvernig samningar um kaup vogunarsjóða sem eiga meirihluta í Arion hafa verið framkvæmdir. „Þar hafa stjórnvöld ítrekað gefið eftir stöðu stjórnvalda. Stöðu ríkisins og kostað þar með skattgreiðendur, kostað almening, í landinu verulegar upphæðir,“ sagði Sigmundur Davíð. Katrín Jakobsdóttir minnti á að sérstök umræða færi fram um þetta mál í næstu viku að ósk Sigmundar Davíðs. Hann þekkti auðvitað allt þetta mál. „Hluthafa samkomulagið, samþykkt Alþingis 2010, samþykkt Alþingis 2012 stöðugleikasamningana sem byggðu á stöðugleikaskilyrðunum. Sem hafa nú verið birtir þannig að allir geti kynnt sér þetta. Sem gera ráð fyrir því að hagsmunir annarra hluthafa og ríkisins muni í raun og veru fara saman í því að hámarka virði bankans,“ segir Katrín. Þar með væri hagsmunir ríkisins og almennings tryggði og hefði ríkið nú þegar hagnast um 150 milljlarða umfram það sem lagt hafi verið til bankans eftir hrun. En þá spurði Sigmundur Davíð út í áformaðar höfuðstöðvar Landsbankans á Hörpureitnum sem hann sagði að yrðu á stærri lóð en þar sem bankinn hafi áður fyrirhugað að byggja á Hafnartorgi fyrir hrun. „Á tímum þegar eru að verða algjörar grundvallar breytingar í bankaþjónustu. Þegar ljóst er að umfang bankaþjónustu eða yfirbygging mun minnka. Auk þess er ljóst að fyrir dyrum er veruleg endurskipulagning bankans. Það stendur til að selja stóran hlut í bankanum og endurskipuleggja starfsemi hans,“ sagði formaður Miðflokksins. Í Morgunblaðinu í dag segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans að nú sé góður tími fyrir ríkið að selja hlut af 98 prósent eign sinni á Landsbankanum. En forsætisráðherra tekur ekki undir það. Hún reikni hins vegar með að áætlanir um nýjar höfuðstöðvar verði yfirfarnar í stjórn bankans þar sem Bankasýsla ríkisins færi með hlut þess. „Hins vegar kannast ég ekki við að Landsbankinn sé kominn á sölu eins og mér fannst háttvirtur þingmaður gefa hér í skyn í fyrirspurn sinni. Það liggur fyrir að minni hálfu að ég tel enga ástæðu til þess að fara að selja hlut í Landsbankanum á næstunni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki tímabært að ræða sölu á hlut ríkisins í Landsbanka Íslands. Formaður Miðflokksins undrast byggingaráform bankans á Hörpureitnum en bankinn kynnti nýlega útlit nýrra höfuðstöðva þar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gerði sölu ríkissins á 13 prósenta hlut þess í Arion banka og væntanlegar nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á Hörpureitnum að umtalsefni í fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á Alþingi í morgun. En Miðflokkurinn einn flokka hefur haft uppi gagnrýni á hvernig samningar um kaup vogunarsjóða sem eiga meirihluta í Arion hafa verið framkvæmdir. „Þar hafa stjórnvöld ítrekað gefið eftir stöðu stjórnvalda. Stöðu ríkisins og kostað þar með skattgreiðendur, kostað almening, í landinu verulegar upphæðir,“ sagði Sigmundur Davíð. Katrín Jakobsdóttir minnti á að sérstök umræða færi fram um þetta mál í næstu viku að ósk Sigmundar Davíðs. Hann þekkti auðvitað allt þetta mál. „Hluthafa samkomulagið, samþykkt Alþingis 2010, samþykkt Alþingis 2012 stöðugleikasamningana sem byggðu á stöðugleikaskilyrðunum. Sem hafa nú verið birtir þannig að allir geti kynnt sér þetta. Sem gera ráð fyrir því að hagsmunir annarra hluthafa og ríkisins muni í raun og veru fara saman í því að hámarka virði bankans,“ segir Katrín. Þar með væri hagsmunir ríkisins og almennings tryggði og hefði ríkið nú þegar hagnast um 150 milljlarða umfram það sem lagt hafi verið til bankans eftir hrun. En þá spurði Sigmundur Davíð út í áformaðar höfuðstöðvar Landsbankans á Hörpureitnum sem hann sagði að yrðu á stærri lóð en þar sem bankinn hafi áður fyrirhugað að byggja á Hafnartorgi fyrir hrun. „Á tímum þegar eru að verða algjörar grundvallar breytingar í bankaþjónustu. Þegar ljóst er að umfang bankaþjónustu eða yfirbygging mun minnka. Auk þess er ljóst að fyrir dyrum er veruleg endurskipulagning bankans. Það stendur til að selja stóran hlut í bankanum og endurskipuleggja starfsemi hans,“ sagði formaður Miðflokksins. Í Morgunblaðinu í dag segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans að nú sé góður tími fyrir ríkið að selja hlut af 98 prósent eign sinni á Landsbankanum. En forsætisráðherra tekur ekki undir það. Hún reikni hins vegar með að áætlanir um nýjar höfuðstöðvar verði yfirfarnar í stjórn bankans þar sem Bankasýsla ríkisins færi með hlut þess. „Hins vegar kannast ég ekki við að Landsbankinn sé kominn á sölu eins og mér fannst háttvirtur þingmaður gefa hér í skyn í fyrirspurn sinni. Það liggur fyrir að minni hálfu að ég tel enga ástæðu til þess að fara að selja hlut í Landsbankanum á næstunni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira