Forsætisráðherra segir Landsbankann ekki verða seldan í bráð Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2018 15:32 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræddi mögulega sölu Landsbankans á þingfundi í dag við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins. vísir/ernir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki tímabært að ræða sölu á hlut ríkisins í Landsbanka Íslands. Formaður Miðflokksins undrast byggingaráform bankans á Hörpureitnum en bankinn kynnti nýlega útlit nýrra höfuðstöðva þar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gerði sölu ríkissins á 13 prósenta hlut þess í Arion banka og væntanlegar nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á Hörpureitnum að umtalsefni í fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á Alþingi í morgun. En Miðflokkurinn einn flokka hefur haft uppi gagnrýni á hvernig samningar um kaup vogunarsjóða sem eiga meirihluta í Arion hafa verið framkvæmdir. „Þar hafa stjórnvöld ítrekað gefið eftir stöðu stjórnvalda. Stöðu ríkisins og kostað þar með skattgreiðendur, kostað almening, í landinu verulegar upphæðir,“ sagði Sigmundur Davíð. Katrín Jakobsdóttir minnti á að sérstök umræða færi fram um þetta mál í næstu viku að ósk Sigmundar Davíðs. Hann þekkti auðvitað allt þetta mál. „Hluthafa samkomulagið, samþykkt Alþingis 2010, samþykkt Alþingis 2012 stöðugleikasamningana sem byggðu á stöðugleikaskilyrðunum. Sem hafa nú verið birtir þannig að allir geti kynnt sér þetta. Sem gera ráð fyrir því að hagsmunir annarra hluthafa og ríkisins muni í raun og veru fara saman í því að hámarka virði bankans,“ segir Katrín. Þar með væri hagsmunir ríkisins og almennings tryggði og hefði ríkið nú þegar hagnast um 150 milljlarða umfram það sem lagt hafi verið til bankans eftir hrun. En þá spurði Sigmundur Davíð út í áformaðar höfuðstöðvar Landsbankans á Hörpureitnum sem hann sagði að yrðu á stærri lóð en þar sem bankinn hafi áður fyrirhugað að byggja á Hafnartorgi fyrir hrun. „Á tímum þegar eru að verða algjörar grundvallar breytingar í bankaþjónustu. Þegar ljóst er að umfang bankaþjónustu eða yfirbygging mun minnka. Auk þess er ljóst að fyrir dyrum er veruleg endurskipulagning bankans. Það stendur til að selja stóran hlut í bankanum og endurskipuleggja starfsemi hans,“ sagði formaður Miðflokksins. Í Morgunblaðinu í dag segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans að nú sé góður tími fyrir ríkið að selja hlut af 98 prósent eign sinni á Landsbankanum. En forsætisráðherra tekur ekki undir það. Hún reikni hins vegar með að áætlanir um nýjar höfuðstöðvar verði yfirfarnar í stjórn bankans þar sem Bankasýsla ríkisins færi með hlut þess. „Hins vegar kannast ég ekki við að Landsbankinn sé kominn á sölu eins og mér fannst háttvirtur þingmaður gefa hér í skyn í fyrirspurn sinni. Það liggur fyrir að minni hálfu að ég tel enga ástæðu til þess að fara að selja hlut í Landsbankanum á næstunni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki tímabært að ræða sölu á hlut ríkisins í Landsbanka Íslands. Formaður Miðflokksins undrast byggingaráform bankans á Hörpureitnum en bankinn kynnti nýlega útlit nýrra höfuðstöðva þar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gerði sölu ríkissins á 13 prósenta hlut þess í Arion banka og væntanlegar nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á Hörpureitnum að umtalsefni í fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á Alþingi í morgun. En Miðflokkurinn einn flokka hefur haft uppi gagnrýni á hvernig samningar um kaup vogunarsjóða sem eiga meirihluta í Arion hafa verið framkvæmdir. „Þar hafa stjórnvöld ítrekað gefið eftir stöðu stjórnvalda. Stöðu ríkisins og kostað þar með skattgreiðendur, kostað almening, í landinu verulegar upphæðir,“ sagði Sigmundur Davíð. Katrín Jakobsdóttir minnti á að sérstök umræða færi fram um þetta mál í næstu viku að ósk Sigmundar Davíðs. Hann þekkti auðvitað allt þetta mál. „Hluthafa samkomulagið, samþykkt Alþingis 2010, samþykkt Alþingis 2012 stöðugleikasamningana sem byggðu á stöðugleikaskilyrðunum. Sem hafa nú verið birtir þannig að allir geti kynnt sér þetta. Sem gera ráð fyrir því að hagsmunir annarra hluthafa og ríkisins muni í raun og veru fara saman í því að hámarka virði bankans,“ segir Katrín. Þar með væri hagsmunir ríkisins og almennings tryggði og hefði ríkið nú þegar hagnast um 150 milljlarða umfram það sem lagt hafi verið til bankans eftir hrun. En þá spurði Sigmundur Davíð út í áformaðar höfuðstöðvar Landsbankans á Hörpureitnum sem hann sagði að yrðu á stærri lóð en þar sem bankinn hafi áður fyrirhugað að byggja á Hafnartorgi fyrir hrun. „Á tímum þegar eru að verða algjörar grundvallar breytingar í bankaþjónustu. Þegar ljóst er að umfang bankaþjónustu eða yfirbygging mun minnka. Auk þess er ljóst að fyrir dyrum er veruleg endurskipulagning bankans. Það stendur til að selja stóran hlut í bankanum og endurskipuleggja starfsemi hans,“ sagði formaður Miðflokksins. Í Morgunblaðinu í dag segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans að nú sé góður tími fyrir ríkið að selja hlut af 98 prósent eign sinni á Landsbankanum. En forsætisráðherra tekur ekki undir það. Hún reikni hins vegar með að áætlanir um nýjar höfuðstöðvar verði yfirfarnar í stjórn bankans þar sem Bankasýsla ríkisins færi með hlut þess. „Hins vegar kannast ég ekki við að Landsbankinn sé kominn á sölu eins og mér fannst háttvirtur þingmaður gefa hér í skyn í fyrirspurn sinni. Það liggur fyrir að minni hálfu að ég tel enga ástæðu til þess að fara að selja hlut í Landsbankanum á næstunni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira