Ákærur gegn Rússum sem stálu tölvupóstum demókrata sagðar í undirbúningi Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2018 10:27 Sumir tölvupóstanna sem var lekið eftir innbrotið voru vandræðalegir fyrir Hillary Clinton og kosningastjóra hennar John Podesta. Vísir/AFP Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016, er sagður undirbúa mál á hendur rússneskum hökkurum sem stálu og láku tölvupóstum demókrata. Þrettán Rússar hafa þegar verið ákærðir í tengslum við rannsóknina vegna félagsmiðlaherferðar fyrir kosningarnar.Fréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar hefur eftir heimildarmönnum sínum að Mueller hafi lengi búið yfir gögnum til þess að ákæra mennina en tímasetning ákæra gæti ráðist af því hvað saksóknarar telji að geti hjálpað rannsókninni mest. Heimildarmönnunum ber ekki saman um hvort að ákæurnar séu yfirvofandi. Þeirra gæti þó verið að vænta á næstu vikum eða mánuðum. Mueller gæti einnig ákveðið að bíða með ákærurnar til þess að gefa ekki upp leyniþjónustuupplýsingar eða leggja þær fram innsiglaðar þannig að efni þeirra verði ekki opinbert fyrst um sinn. Rússnesk yfirvöld eru talin hafa staðið að baki þegar tölvuþrjótar brutust inn í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins og John Podesta, kosningastjóra Hillary Clinton. Póstarnir voru birtir opinberlega í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks og urður að meiriháttar umræðuefni í kosningabaráttunni. Trump vitnaði ítrekað til póstanna og hvatti Rússa meðal annars til þess að finna tölvupósta Clinton frá þeim tíma þegar hún var utanríkisráðherra og notaði einkatölvupóstþjón eins og frægt er orðið. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Fyrrverandi kosningastjóri Trump neitar sök Réttarhöld yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, hefjast um miðjan september. 28. febrúar 2018 15:44 Starfsmaður framboðs Trump játar sök Rick Gates gæti veitt rannsakendum upplýsingar um það sem gekk á innan forsetaframboðs Donalds Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Hann hefur gert samkomulag við saksóknara. 23. febrúar 2018 19:02 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Sjá meira
Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016, er sagður undirbúa mál á hendur rússneskum hökkurum sem stálu og láku tölvupóstum demókrata. Þrettán Rússar hafa þegar verið ákærðir í tengslum við rannsóknina vegna félagsmiðlaherferðar fyrir kosningarnar.Fréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar hefur eftir heimildarmönnum sínum að Mueller hafi lengi búið yfir gögnum til þess að ákæra mennina en tímasetning ákæra gæti ráðist af því hvað saksóknarar telji að geti hjálpað rannsókninni mest. Heimildarmönnunum ber ekki saman um hvort að ákæurnar séu yfirvofandi. Þeirra gæti þó verið að vænta á næstu vikum eða mánuðum. Mueller gæti einnig ákveðið að bíða með ákærurnar til þess að gefa ekki upp leyniþjónustuupplýsingar eða leggja þær fram innsiglaðar þannig að efni þeirra verði ekki opinbert fyrst um sinn. Rússnesk yfirvöld eru talin hafa staðið að baki þegar tölvuþrjótar brutust inn í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins og John Podesta, kosningastjóra Hillary Clinton. Póstarnir voru birtir opinberlega í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks og urður að meiriháttar umræðuefni í kosningabaráttunni. Trump vitnaði ítrekað til póstanna og hvatti Rússa meðal annars til þess að finna tölvupósta Clinton frá þeim tíma þegar hún var utanríkisráðherra og notaði einkatölvupóstþjón eins og frægt er orðið.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Fyrrverandi kosningastjóri Trump neitar sök Réttarhöld yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, hefjast um miðjan september. 28. febrúar 2018 15:44 Starfsmaður framboðs Trump játar sök Rick Gates gæti veitt rannsakendum upplýsingar um það sem gekk á innan forsetaframboðs Donalds Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Hann hefur gert samkomulag við saksóknara. 23. febrúar 2018 19:02 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Sjá meira
Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38
Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00
Fyrrverandi kosningastjóri Trump neitar sök Réttarhöld yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, hefjast um miðjan september. 28. febrúar 2018 15:44
Starfsmaður framboðs Trump játar sök Rick Gates gæti veitt rannsakendum upplýsingar um það sem gekk á innan forsetaframboðs Donalds Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Hann hefur gert samkomulag við saksóknara. 23. febrúar 2018 19:02