Ekki vera nema þú sért Þórlindur Kjartansson skrifar 2. mars 2018 13:00 Árið 2012 var 65 ára þýskum embættismanni sagt upp störfum í hagræðingarskyni. Starfsmaðurinn var bæði bitur og ósáttur yfir uppsögninni, og sendi fjöldapóst á fyrrverandi vinnufélaga sína þar sem hann útlistaði í löngu máli hinar fjölbreyttustu athugasemdir sem hann hafði við yfirstjórn héraðsins og þá sóun og spillingu sem hann taldi viðgangast. Embættismaðurinn gat þó ekki mikið sagt um sína eigin uppsögn þar sem hann upplýsti um það í kveðjubréfinu að á fjórtán ára ferli í starfi sínu hefði hann afkastað nákvæmlega engu. „Frá 1998 hef ég mætt til vinnu en í raun ekki verið á staðnum. Þess vegna er ég ákaflega vel búinn undir það að setjast í helgan stein. Adieu.“ Skrefinu lengra gekk spænskur embættismaður sem mætti ekki til vinnu í sex ár, og hugsanlega mun lengur. Þetta komst ekki upp fyrr en hann skrópaði í verðlaunaafhendingu þar sem til stóð að heiðra hann fyrir farsælan starfsferil innan spænsku vatnsveitunnar.Gagnslaus vinna Nú gæti mörgum þótt sem þessir tveir ágætu herramenn hafi farið fremur illa að ráði sínu og haft bæði yfirmenn sína og skattgreiðendur að fífli. Og það má vissulega til sanns vegar færa að þeir hafi í raun stolið laununum sínum frekar en að vinna fyrir þeim. Hins vegar verður ekki framhjá því litið að hið fullkomna aðgerðarleysi embættismannanna virðist engin raunveruleg áhrif hafa haft. Og þar sem það skipti greinilega ekki máli hvort þeir ynnu vinnuna sína þá má jafnvel álykta sem svo að það hefði hreinlega verið verra ef þeir hefðu reynt að gera eitthvað í vinnunni, því þá hefðu þeir hugsanlega stofnað til alls konar útgjalda og jafnvel þurft að ráða sér aðstoðarfólk til þess að sinna verkefnum sem bersýnilega voru svo óþörf að enginn tók eftir því að þeim var ekki sinnt árum saman. Þótt dæmið af embættismönnunum sé öfgakennt þá lýsir það raunveruleika sem margir búa að einhverju leyti við. Í könnunum á starfsánægju í Bandaríkjunum hefur Gallup komist að því að næstum því 90% starfsmanna í fyrirtækjum eru ýmist áhugalaus um vinnuna sína, eða hafa beinlínis óbeit á henni. Mjög hátt hlutfall starfsmanna segist gjarnan vera annars hugar í vinnunni og í raun hafa sáralítinn metnað fyrir öðru heldur en að fá launin sín borguð á réttum tíma. Stjórnunarfræðingar og sálfræðingar eru um þessar mundir mjög uppteknir af því að finna ýmiss konar lausnir á þessu ástandi. Burtséð frá framleiðnitapi og þess háttar mælanlegum hagrænum skaða—þá hlýtur það að teljast býsna sorglegt ef stærstur hluti fólks ver stærstum hluta tíma síns í iðju sem það finnur ekki gleði, metnað eða tilgang í. Allir þekkja það hversu miklu munar að vera vel upplagður eða illa í vinnunni og þess vegna er það áreiðanlega eitt mikilvægasta verkefni stjórnenda í fyrirtækjum nú til dags að sjá til þess að umhverfi starfsmanna stuðli að því að þeir séu sem sjaldnast sunnan við sjálfa sig, en geti notið þess að einbeita sér að verðugum verkefnum.Lausnin í vefdeildinni Einn stjórnandi sem ég hef kynnst virðist hafa uppgötvað allt þetta löngu áður en umræðan komst í tísku. Yfirmaður netdeildar í íslensku stórfyrirtæki fyrir rúmum áratug var þekktur fyrir að setja starfsliði sínu hinar ýmsu reglur sem mörgum þóttu býsna furðulegar, og jafnvel freklegar, á sínum tíma. Stjórnandinn lagði blátt bann við sælgætisáti og gosdrykkjaþambi á vinnutíma, persónuleg símtöl mátti enginn taka við skrifborðið sitt og gæta þurfti sérstaklega að því að stilla hringitóna þannig að þeir trufluðu ekki aðra starfsmenn. Neðst á löngum lista yfir lífsreglur netdeildarinnar var að finna mikilvægustu regluna af þeim öllum: „Ekki vera nema þú sért.“ Í þessari reglu fólst það að ef starfsmenn treystu sér ekki til þess að einbeita sér fullkomlega að vinnunni, þá væri betra að þeir létu sig vanta þann daginn. Þessari reglu, eins og öllum hinum, var framfylgt án málamiðlana.Á staðnum eða mættur Störf sem byggjast að einhverju leyti á sköpun og þekkingu passa að mörgu leyti illa í þann ramma sem 40 stunda vinnuvikan markar, enda er sú takmörkun á vinnutíma til komin til þess að vernda fólk sem stundar líkamlegt erfiði. Þegar litið er til þeirrar tegundar vinnu sem vaxandi hluti fólk stundar þá er vinnutíminn sjálfur býsna afstæður. Ef afrakstur vinnunnar skiptir í raun og veru einhverju máli þá er líklega miklu mikilvægara að starfsmenn séu á staðnum heldur en að þeir séu bara mættir. Með öðrum orðum—að þeir séu þegar þeir eru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2012 var 65 ára þýskum embættismanni sagt upp störfum í hagræðingarskyni. Starfsmaðurinn var bæði bitur og ósáttur yfir uppsögninni, og sendi fjöldapóst á fyrrverandi vinnufélaga sína þar sem hann útlistaði í löngu máli hinar fjölbreyttustu athugasemdir sem hann hafði við yfirstjórn héraðsins og þá sóun og spillingu sem hann taldi viðgangast. Embættismaðurinn gat þó ekki mikið sagt um sína eigin uppsögn þar sem hann upplýsti um það í kveðjubréfinu að á fjórtán ára ferli í starfi sínu hefði hann afkastað nákvæmlega engu. „Frá 1998 hef ég mætt til vinnu en í raun ekki verið á staðnum. Þess vegna er ég ákaflega vel búinn undir það að setjast í helgan stein. Adieu.“ Skrefinu lengra gekk spænskur embættismaður sem mætti ekki til vinnu í sex ár, og hugsanlega mun lengur. Þetta komst ekki upp fyrr en hann skrópaði í verðlaunaafhendingu þar sem til stóð að heiðra hann fyrir farsælan starfsferil innan spænsku vatnsveitunnar.Gagnslaus vinna Nú gæti mörgum þótt sem þessir tveir ágætu herramenn hafi farið fremur illa að ráði sínu og haft bæði yfirmenn sína og skattgreiðendur að fífli. Og það má vissulega til sanns vegar færa að þeir hafi í raun stolið laununum sínum frekar en að vinna fyrir þeim. Hins vegar verður ekki framhjá því litið að hið fullkomna aðgerðarleysi embættismannanna virðist engin raunveruleg áhrif hafa haft. Og þar sem það skipti greinilega ekki máli hvort þeir ynnu vinnuna sína þá má jafnvel álykta sem svo að það hefði hreinlega verið verra ef þeir hefðu reynt að gera eitthvað í vinnunni, því þá hefðu þeir hugsanlega stofnað til alls konar útgjalda og jafnvel þurft að ráða sér aðstoðarfólk til þess að sinna verkefnum sem bersýnilega voru svo óþörf að enginn tók eftir því að þeim var ekki sinnt árum saman. Þótt dæmið af embættismönnunum sé öfgakennt þá lýsir það raunveruleika sem margir búa að einhverju leyti við. Í könnunum á starfsánægju í Bandaríkjunum hefur Gallup komist að því að næstum því 90% starfsmanna í fyrirtækjum eru ýmist áhugalaus um vinnuna sína, eða hafa beinlínis óbeit á henni. Mjög hátt hlutfall starfsmanna segist gjarnan vera annars hugar í vinnunni og í raun hafa sáralítinn metnað fyrir öðru heldur en að fá launin sín borguð á réttum tíma. Stjórnunarfræðingar og sálfræðingar eru um þessar mundir mjög uppteknir af því að finna ýmiss konar lausnir á þessu ástandi. Burtséð frá framleiðnitapi og þess háttar mælanlegum hagrænum skaða—þá hlýtur það að teljast býsna sorglegt ef stærstur hluti fólks ver stærstum hluta tíma síns í iðju sem það finnur ekki gleði, metnað eða tilgang í. Allir þekkja það hversu miklu munar að vera vel upplagður eða illa í vinnunni og þess vegna er það áreiðanlega eitt mikilvægasta verkefni stjórnenda í fyrirtækjum nú til dags að sjá til þess að umhverfi starfsmanna stuðli að því að þeir séu sem sjaldnast sunnan við sjálfa sig, en geti notið þess að einbeita sér að verðugum verkefnum.Lausnin í vefdeildinni Einn stjórnandi sem ég hef kynnst virðist hafa uppgötvað allt þetta löngu áður en umræðan komst í tísku. Yfirmaður netdeildar í íslensku stórfyrirtæki fyrir rúmum áratug var þekktur fyrir að setja starfsliði sínu hinar ýmsu reglur sem mörgum þóttu býsna furðulegar, og jafnvel freklegar, á sínum tíma. Stjórnandinn lagði blátt bann við sælgætisáti og gosdrykkjaþambi á vinnutíma, persónuleg símtöl mátti enginn taka við skrifborðið sitt og gæta þurfti sérstaklega að því að stilla hringitóna þannig að þeir trufluðu ekki aðra starfsmenn. Neðst á löngum lista yfir lífsreglur netdeildarinnar var að finna mikilvægustu regluna af þeim öllum: „Ekki vera nema þú sért.“ Í þessari reglu fólst það að ef starfsmenn treystu sér ekki til þess að einbeita sér fullkomlega að vinnunni, þá væri betra að þeir létu sig vanta þann daginn. Þessari reglu, eins og öllum hinum, var framfylgt án málamiðlana.Á staðnum eða mættur Störf sem byggjast að einhverju leyti á sköpun og þekkingu passa að mörgu leyti illa í þann ramma sem 40 stunda vinnuvikan markar, enda er sú takmörkun á vinnutíma til komin til þess að vernda fólk sem stundar líkamlegt erfiði. Þegar litið er til þeirrar tegundar vinnu sem vaxandi hluti fólk stundar þá er vinnutíminn sjálfur býsna afstæður. Ef afrakstur vinnunnar skiptir í raun og veru einhverju máli þá er líklega miklu mikilvægara að starfsmenn séu á staðnum heldur en að þeir séu bara mættir. Með öðrum orðum—að þeir séu þegar þeir eru.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun