"Manni finnst alltaf þeir sem vita minnst um þetta tjá sig mest“ Hersir Aron Ólafsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 2. mars 2018 22:30 Ólíver Elí Jónsson 17 ára segir að óskandi væri að netverjar settu sig í auknum mæli inn í hugarheim annarra áður en þeir létu frá sér meiðandi ummæli. Ráðgjafi hjá Samtökunum sjötíu og átta segir að ungt transfólk mæti enn mikilli vanþekkingu og þurfi gjarnan að berjast fyrir tilvist sinni í samfélaginu. Nauðsynlegt sé að auka þekkingu sérfræðinga, þannig að þeir skilji skjólstæðinga sína. Transkona er kona sem fæddist með kynfæri karls, en transkarl er karl sem fæddist með kynfæri konu. Þessi hugtök eiga þó ekki aðeins við um fullorðna einstaklinga, heldur eru málefni trans barna sífellt meira í umræðunni. Þannig benda rannsóknir til þess að einn af hverjum 137 unglingum í Bandaríkjunum líti á sig sem trans. Málþing tileinkað þessum hóp var haldið í Iðnó í morgun, en fyrsta fyrirlestur dagsins flutti sérfræðingur hjá samtökunum ´78 sem leiðir stuðningshópa fyrir trans ungmenni og aðstandendur þeirra. „Þau mæta mótlæti að því leytinu til að þau mæta vanþekkingu. Þau eru alltaf stöðugt að koma út. Það er alltaf stöðugt verið að stilla þeim upp við vegg,“ segir Sigríður Birna Valsdóttir, ráðgjafi hjá samtökunum. Hún segir þekkingu á málefnum trans fólks enn afar litla, bæði almennings sem og sérfræðinga. Nauðsynlegt sé að auka kennslu um þessi mál, meðal annars á háskólastigi þannig að kennarar og heilbrigðisstarfsmenn skilji skjólstæðinga sína. „Einn ungur transstrákur fékk frá lækni núna nýlega „ég hef aldrei hitt neinn eins og þig.“ Það er svolítið leiðinlegt að fá þetta frá lækninum þínum.“Netverjar með meiðandi ummæliUndir þetta tekur 17 ára gamall trans strákur, sem kom út úr skápnum í fyrra. Hann segir sína nánustu hafa tekið fréttunum vel, en óskandi væri að netverjar settu sig í auknum mæli inn í hugarheim annarra áður en þeir létu frá sér meiðandi ummæli. „Manni finnst alltaf þeir sem vita minnst um þetta tjá sig mest um þetta og þótt að samfélagið almennt hafi tekið vel á móti transfólki þá sér maður meira af neikvæðu athugasemdunum,“ segir Ólíver Elí Jónsson. Aðalfyrirlesari dagsins var bandarískur fjölskyldufræðingur sem hefur aðstoðar skóla og heilbrigðisstofnanir vestanhafs við að nálgast trans ungmenni betur í störfum sínum. Hann segir markmiðið ekki að eyða kynjahugtakinu, heldur þurfi samfélagið einfaldlega að vera opið fyrir aukinni fjölbreytni. En er ekki erfitt fyrir fólk að breyta allri sinni hugsun á augabragði samhliða örum breytingum? „Breytingar eru alltaf óþægilegar og við streitumst ætíð gegn þeim. Hins vegar felst mikil orka í breytingum. Það er áhugavert að verða vitni að því að þriggja ára börn skilja þetta mjög auðveldlega og sama gildir um nírætt fólk. Þetta er því spurning um æfingu,“ segir Jean Malpas. Tengdar fréttir Kynskipting á Facebook kann að orka tvímælis Skuggahliðar á samkvæmisleik á samfélagsmiðlinum mikla. 14. febrúar 2018 14:00 Fleiri börn leita til transteymis Sextán leituðu til barna- og unglingageðdeildar Landspítala vegna kynáttunarvanda í fyrra. Yngstu börnin sem leita þangað eru ekki orðin kynþroska. Fullorðnum einstaklingum fjölgar líka. Skýringar á fjölgun ekki fyrir hendi. 15. janúar 2018 06:00 Snædís bíður eftir kynleiðréttingaraðgerð: „Loksins fæ ég að vakna með mitt rétta kyn“ Snædís Yrja Kristjánsdóttir er 26 ára transkona. Hún leggst undir hnífinn í lok janúar og fer í kynleiðréttingaraðgerð. Hún getur varla beðið og telur niður dagana. 27. desember 2017 19:30 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira
Ráðgjafi hjá Samtökunum sjötíu og átta segir að ungt transfólk mæti enn mikilli vanþekkingu og þurfi gjarnan að berjast fyrir tilvist sinni í samfélaginu. Nauðsynlegt sé að auka þekkingu sérfræðinga, þannig að þeir skilji skjólstæðinga sína. Transkona er kona sem fæddist með kynfæri karls, en transkarl er karl sem fæddist með kynfæri konu. Þessi hugtök eiga þó ekki aðeins við um fullorðna einstaklinga, heldur eru málefni trans barna sífellt meira í umræðunni. Þannig benda rannsóknir til þess að einn af hverjum 137 unglingum í Bandaríkjunum líti á sig sem trans. Málþing tileinkað þessum hóp var haldið í Iðnó í morgun, en fyrsta fyrirlestur dagsins flutti sérfræðingur hjá samtökunum ´78 sem leiðir stuðningshópa fyrir trans ungmenni og aðstandendur þeirra. „Þau mæta mótlæti að því leytinu til að þau mæta vanþekkingu. Þau eru alltaf stöðugt að koma út. Það er alltaf stöðugt verið að stilla þeim upp við vegg,“ segir Sigríður Birna Valsdóttir, ráðgjafi hjá samtökunum. Hún segir þekkingu á málefnum trans fólks enn afar litla, bæði almennings sem og sérfræðinga. Nauðsynlegt sé að auka kennslu um þessi mál, meðal annars á háskólastigi þannig að kennarar og heilbrigðisstarfsmenn skilji skjólstæðinga sína. „Einn ungur transstrákur fékk frá lækni núna nýlega „ég hef aldrei hitt neinn eins og þig.“ Það er svolítið leiðinlegt að fá þetta frá lækninum þínum.“Netverjar með meiðandi ummæliUndir þetta tekur 17 ára gamall trans strákur, sem kom út úr skápnum í fyrra. Hann segir sína nánustu hafa tekið fréttunum vel, en óskandi væri að netverjar settu sig í auknum mæli inn í hugarheim annarra áður en þeir létu frá sér meiðandi ummæli. „Manni finnst alltaf þeir sem vita minnst um þetta tjá sig mest um þetta og þótt að samfélagið almennt hafi tekið vel á móti transfólki þá sér maður meira af neikvæðu athugasemdunum,“ segir Ólíver Elí Jónsson. Aðalfyrirlesari dagsins var bandarískur fjölskyldufræðingur sem hefur aðstoðar skóla og heilbrigðisstofnanir vestanhafs við að nálgast trans ungmenni betur í störfum sínum. Hann segir markmiðið ekki að eyða kynjahugtakinu, heldur þurfi samfélagið einfaldlega að vera opið fyrir aukinni fjölbreytni. En er ekki erfitt fyrir fólk að breyta allri sinni hugsun á augabragði samhliða örum breytingum? „Breytingar eru alltaf óþægilegar og við streitumst ætíð gegn þeim. Hins vegar felst mikil orka í breytingum. Það er áhugavert að verða vitni að því að þriggja ára börn skilja þetta mjög auðveldlega og sama gildir um nírætt fólk. Þetta er því spurning um æfingu,“ segir Jean Malpas.
Tengdar fréttir Kynskipting á Facebook kann að orka tvímælis Skuggahliðar á samkvæmisleik á samfélagsmiðlinum mikla. 14. febrúar 2018 14:00 Fleiri börn leita til transteymis Sextán leituðu til barna- og unglingageðdeildar Landspítala vegna kynáttunarvanda í fyrra. Yngstu börnin sem leita þangað eru ekki orðin kynþroska. Fullorðnum einstaklingum fjölgar líka. Skýringar á fjölgun ekki fyrir hendi. 15. janúar 2018 06:00 Snædís bíður eftir kynleiðréttingaraðgerð: „Loksins fæ ég að vakna með mitt rétta kyn“ Snædís Yrja Kristjánsdóttir er 26 ára transkona. Hún leggst undir hnífinn í lok janúar og fer í kynleiðréttingaraðgerð. Hún getur varla beðið og telur niður dagana. 27. desember 2017 19:30 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira
Kynskipting á Facebook kann að orka tvímælis Skuggahliðar á samkvæmisleik á samfélagsmiðlinum mikla. 14. febrúar 2018 14:00
Fleiri börn leita til transteymis Sextán leituðu til barna- og unglingageðdeildar Landspítala vegna kynáttunarvanda í fyrra. Yngstu börnin sem leita þangað eru ekki orðin kynþroska. Fullorðnum einstaklingum fjölgar líka. Skýringar á fjölgun ekki fyrir hendi. 15. janúar 2018 06:00
Snædís bíður eftir kynleiðréttingaraðgerð: „Loksins fæ ég að vakna með mitt rétta kyn“ Snædís Yrja Kristjánsdóttir er 26 ára transkona. Hún leggst undir hnífinn í lok janúar og fer í kynleiðréttingaraðgerð. Hún getur varla beðið og telur niður dagana. 27. desember 2017 19:30