Stríðið í Sýrlandi Víetnamstríð Rússlands Ingvar Þór Björnsson skrifar 4. mars 2018 11:40 Magnús Þorkell Bernharðsson er prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Massachussets í Bandaríkjunum Vísir/HAG Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Massachussets í Bandaríkjunum, segir að stríðið í Sýrlandi sé að breytast í Víetnamstríð Rússlands. Þá telur hann stefnu Bandaríkjamanna í stríðinu vera einkennilega og afskiptaleysið boða nýja hugsjón. Magnús var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Það er óljóst hvað Rússar vilja í raun og veru. Í upphafi studdu þeir sýrlensku stjórnina vegna þess að þeir voru með bækistöðvar í Sýrlandi. Þar sem þeir eru búnir að missa mikið af austur Evrópu litu þeir á þetta sem síðasta hálmstráið. Síðan voru þeir kannski að hugsa sér að vera milliliður milli austurs og vesturs og tryggja aðstöðu sína að því leyti,“ segir Magnús. Þá segir hann að Rússar kunnu að hafa misreiknað sig verulega. „Núna erum við kannski að sjá að þeir hafa misreiknað sig og þetta hafi breyst í Víetnamstríðið þeirra. Þetta er að verða óvinsælt og þeir leggja óvenju mikið af peningum í að styðja þennan einræðisherra í Sýrlandi. Upphaflega snerist þetta um efnahagslega hagsmuni en nú hefur þetta breyst í sálfræðilega stöðu. Staðan er orðin flókin og þeir eru komnir í sjálfheldu og búnir að mála sig út í horn. Það er erfitt að átta sig á hvaða útgönguleið Rússar nota og hvort að þessi fjárfesting sem þeir hafa lagt í þetta stríð skili sér.“Bandaríkin hafi lært af fyrri stríðumMagnús bendir á afskiptaleysi Bandaríkjanna og Vesturlanda í stríðinu. „Vesturlöndin halda að sér höndum opinberlega en á bak við tjöldin er heilmikið að gerast. Til að mynda vopnaflutningar og upplýsingamiðlun. Það er eitt af því sem einkennir þetta stríð. Það er svo margt sem við sjáum ekki sem er að gerast. Stefna Bandaríkjanna hefur verið mjög einkennileg og afskiptaleysið hefur verið mikið,“ segir hann. „Fólk hefur oft gagnrýnt afskipti Bandaríkjanna þarna en nú er farið að gagnrýna afskiptaleysi þeirra. Það er spurning hvort þeir treysti sér ekki í þetta verkefni eftir Afganistan og Írak. Þeir sjá að helstu óvinir þeirra hafa grætt einna mest á afskiptum þeirra þar og að hugsanlega muni þeir græða meira á að skipta sér minna af stríðinu,“ segir MagnúsStríðið snúist um hver komi til með að stjórna Asíu á 21. öldinniÞá segir hann að Sýrland sé í eðli sínu ekki merkilegt land og að það sé ekki mikið af auðlindum í Sýrlandi. Staðsetningin sé hins vegar góð. „Sýrland er á milli austurs og vesturs og auk þess við Miðjarðarhafið. Sýrland snýst núna um hver kemur til með að stjórna Asíu á 21. öldinni. Þeir sem taka þátt í þessum bardaga sjá að verðlaunaféð er það.“ Um er að ræða algjörlega nýja tegund stríðs að hans mati. „Nýir leikendur eru farnir að beita harkalegum aðferðum og við erum að sjá nýja tegund stríðs. Leikreglurnar eru virtar að vettugi og þetta er stjórnlaust stríð,“ segir Magnús. „Það má segja að það sé verið að berjast til síðasta manns. Við erum orðin mjög góð í að finna leiðir til að drepa hvort annað og birtingarmyndir þess eru einmitt þarna í Sýrlandi. Þetta er orðin tilraunastofa í tækniþekkingu og hæfileikum í að drepa hvort annað.“ Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00 Sakar uppreisnarmenn um að koma í veg fyrir neyðaraðstoð í Ghouta Utanríkisráðherra Rússlands skellir skuldinni á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Það séu þeir sem stöðvi fólksflutninga og neyðaraðstoð á átakasvæðinu. 28. febrúar 2018 15:23 Fyrstu bílalestirnar til Austur-Ghouta Búist er við að Sýrlandsstjórn heimili hjálparsamtökum að senda nauðsynjar til Douma í Austur-Ghouta. Nærri 200.000 þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. 3. mars 2018 08:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Massachussets í Bandaríkjunum, segir að stríðið í Sýrlandi sé að breytast í Víetnamstríð Rússlands. Þá telur hann stefnu Bandaríkjamanna í stríðinu vera einkennilega og afskiptaleysið boða nýja hugsjón. Magnús var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Það er óljóst hvað Rússar vilja í raun og veru. Í upphafi studdu þeir sýrlensku stjórnina vegna þess að þeir voru með bækistöðvar í Sýrlandi. Þar sem þeir eru búnir að missa mikið af austur Evrópu litu þeir á þetta sem síðasta hálmstráið. Síðan voru þeir kannski að hugsa sér að vera milliliður milli austurs og vesturs og tryggja aðstöðu sína að því leyti,“ segir Magnús. Þá segir hann að Rússar kunnu að hafa misreiknað sig verulega. „Núna erum við kannski að sjá að þeir hafa misreiknað sig og þetta hafi breyst í Víetnamstríðið þeirra. Þetta er að verða óvinsælt og þeir leggja óvenju mikið af peningum í að styðja þennan einræðisherra í Sýrlandi. Upphaflega snerist þetta um efnahagslega hagsmuni en nú hefur þetta breyst í sálfræðilega stöðu. Staðan er orðin flókin og þeir eru komnir í sjálfheldu og búnir að mála sig út í horn. Það er erfitt að átta sig á hvaða útgönguleið Rússar nota og hvort að þessi fjárfesting sem þeir hafa lagt í þetta stríð skili sér.“Bandaríkin hafi lært af fyrri stríðumMagnús bendir á afskiptaleysi Bandaríkjanna og Vesturlanda í stríðinu. „Vesturlöndin halda að sér höndum opinberlega en á bak við tjöldin er heilmikið að gerast. Til að mynda vopnaflutningar og upplýsingamiðlun. Það er eitt af því sem einkennir þetta stríð. Það er svo margt sem við sjáum ekki sem er að gerast. Stefna Bandaríkjanna hefur verið mjög einkennileg og afskiptaleysið hefur verið mikið,“ segir hann. „Fólk hefur oft gagnrýnt afskipti Bandaríkjanna þarna en nú er farið að gagnrýna afskiptaleysi þeirra. Það er spurning hvort þeir treysti sér ekki í þetta verkefni eftir Afganistan og Írak. Þeir sjá að helstu óvinir þeirra hafa grætt einna mest á afskiptum þeirra þar og að hugsanlega muni þeir græða meira á að skipta sér minna af stríðinu,“ segir MagnúsStríðið snúist um hver komi til með að stjórna Asíu á 21. öldinniÞá segir hann að Sýrland sé í eðli sínu ekki merkilegt land og að það sé ekki mikið af auðlindum í Sýrlandi. Staðsetningin sé hins vegar góð. „Sýrland er á milli austurs og vesturs og auk þess við Miðjarðarhafið. Sýrland snýst núna um hver kemur til með að stjórna Asíu á 21. öldinni. Þeir sem taka þátt í þessum bardaga sjá að verðlaunaféð er það.“ Um er að ræða algjörlega nýja tegund stríðs að hans mati. „Nýir leikendur eru farnir að beita harkalegum aðferðum og við erum að sjá nýja tegund stríðs. Leikreglurnar eru virtar að vettugi og þetta er stjórnlaust stríð,“ segir Magnús. „Það má segja að það sé verið að berjast til síðasta manns. Við erum orðin mjög góð í að finna leiðir til að drepa hvort annað og birtingarmyndir þess eru einmitt þarna í Sýrlandi. Þetta er orðin tilraunastofa í tækniþekkingu og hæfileikum í að drepa hvort annað.“
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00 Sakar uppreisnarmenn um að koma í veg fyrir neyðaraðstoð í Ghouta Utanríkisráðherra Rússlands skellir skuldinni á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Það séu þeir sem stöðvi fólksflutninga og neyðaraðstoð á átakasvæðinu. 28. febrúar 2018 15:23 Fyrstu bílalestirnar til Austur-Ghouta Búist er við að Sýrlandsstjórn heimili hjálparsamtökum að senda nauðsynjar til Douma í Austur-Ghouta. Nærri 200.000 þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. 3. mars 2018 08:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00
Sakar uppreisnarmenn um að koma í veg fyrir neyðaraðstoð í Ghouta Utanríkisráðherra Rússlands skellir skuldinni á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Það séu þeir sem stöðvi fólksflutninga og neyðaraðstoð á átakasvæðinu. 28. febrúar 2018 15:23
Fyrstu bílalestirnar til Austur-Ghouta Búist er við að Sýrlandsstjórn heimili hjálparsamtökum að senda nauðsynjar til Douma í Austur-Ghouta. Nærri 200.000 þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. 3. mars 2018 08:30