Flaug út úr líkamanum og horfði á sjálfan sig syngja Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. mars 2018 13:00 Ari Ólafsson söng sig inn í hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar í gærkvöldi. RÚV Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari segir sigurinn hafa komið sér gríðarlega á óvart og að tilfinningarnar hafi nær borið hann ofurliði í gærkvöldi. Hann hlakkar þó til að takast á við eina stærstu áskorun lífs síns innan fárra mánaða en sem barn grínaðist Ari oft með að taka þátt í Eurovision – og sigra.Sjá einnig: Ari Ólafsson vann Söngvakeppnina Þegar blaðamaður náði tali af Ara nú rétt fyrir hádegi í dag lá hann enn uppi í rúmi eftir kærkominn og verðskuldaðan nætursvefn. Hann segist enn vera að ná sér niður eftir sigurinn í gærkvöldi. „Þetta er ótrúlega gaman. Ég fór inn í þessa keppni með það markmið að komast í úrslitin. Það er hægt að segja að úrslitin hafi verið mjög spennandi vegna þess að Dagur var náttúrulega með mjög mikið forskot. Ég hafði engar væntingar í rauninni,“ segir Ari sem ber keppinaut sínum, Degi Sigurðssyni, vel söguna. Dagur fékk 20.183 stig frá dómurum keppninnar, sem voru sjö talsins, og Ari 17.453 atkvæði. Frá áhorfendum fékk Dagur 24.547 atkvæði í fyrri umferðinni en Ari 18.408 atkvæði. Enn er ekki vitað hvernig atkvæðin skiptust í einvíginu.Varð alveg stjarfur Ari segir úrslitakvöldið hafa verið ótrúlegur tilfinningarússíbani. Hann nefnir sérstaklega augnablikið þegar Jón Jónsson, annar kynna kvöldsins, las „Our choice“ upp úr vinningsumslaginu. „Ég veit ekki hvort þú hefur séð myndirnar en ég varð bara stjarfur. Ég stirðnaði upp og trúði ekki mínum eigin eyrum,“ segir Ari og ítrekar að hann hafi alls ekki búist við sigrinum. „Svo var ég líka búinn að gráta svo mikið að ég gat ekki grátið lengur og fór eiginlega í trans. Ég var á sjálfvirkri stillingu. Þessa síðustu klukktíma, þegar ég var uppi á sviði í bæði skiptin, þá flaug ég út úr líkamanum og horfði á sjálfan mig syngja. Ég var ekkert við stýrið.“ Ari söng lag sitt aftur eftir að úrslit voru gerð kunn. Hann segir flutninginn hafa verið auðveldari í seinna skiptið en eins og mörgum er kunnugt um er Ari mjög reyndur söngvari, aðeins 19 ára gamall. „Þetta var í raun ekkert rosalegt mál, bara fyrst og fremst ofboðslega gaman. Þarna gat maður fyrst notið sín og hætt að vera stressaður.“Ari stirðnaði upp þegar úrslitin voru tilkynnt í Laugardalshöll í gærkvöldi.Skjáskot/RúvFagnaði á Ölveri en hélt svo heim í faðm fjölskyldunnarAri segist óendanlega þakklátur fjölskyldu sinni, vinum og Our choice-liðinu fyrir stuðninginn. Þá hefur Þórunn Erna Clausen, höfundur lags og texta, staðið þétt við bakið á sínum manni í gegnum allt ferlið. „Öll fjölskyldan mín var þarna og liðið mitt. Þau eru náttúrulega bara einstaklega góðar manneskjur og hafa hvatt mig svo mikið áfram og hafa óbilandi trú á mér,“ segir Ari sem hélt upp á sigurinn með fólkinu sínu í gær. Förinni var heitið á Ölver en Ari hélt svo sjálfur heim til fjölskyldunnar þar sem hann fékk sér loksins að borða. „Og svo fékk ég mér góðan lúr. Ég rotaðist á núll einni.“Ætlar að nýta tækifærið Aðspurður segist Ari aðeins byrjaður að kynna sér framlög annarra landa, og þykir franska lagið flott, en hann er mikill Eurovision-aðdáandi. Keppnin skipar auk þess stóran sess í hjörtum fjölskyldunnar. „Við erum þrjár fjölskyldur sem hittumst oftast og horfum saman á Eurovision. Þegar ég var 12 eða 13 ára var ég alltaf að djóka með það, þegar við komumst ekki áfram í öll þessi skipti, að ég myndi fara næst og þá myndum við kannski vinna loksins.“ Nú gæti því farið svo að brandarinn verði að veruleika í Lissabon í maí. „Nú er tækifærið og maður verður að nýta það,“ segir Ari sposkur.Flutning Ara á Our Choice, framlagi Íslands í Eurovision 2018, má sjá og hlýða á í spilaranum að neðan. Eurovision Tengdar fréttir Þjóðin klofin í afstöðu sinni til úrslita Söngvakeppninnar Ari Ólafsson bar sigurorð af Degi Sigurðssyni í lokaeinvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem haldin var í Laugardalshöll í gærkvöldi. Ari flutti lagið Our Choice en Dagur flutti lagið Í stormi. 4. mars 2018 10:50 Dagur Sig og Ari Ólafs í einvíginu Berjast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision. 3. mars 2018 21:45 Ari Ólafsson vann Söngvakeppnina Verður fulltrúi Íslendinga í Eurovision. 3. mars 2018 22:32 Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari segir sigurinn hafa komið sér gríðarlega á óvart og að tilfinningarnar hafi nær borið hann ofurliði í gærkvöldi. Hann hlakkar þó til að takast á við eina stærstu áskorun lífs síns innan fárra mánaða en sem barn grínaðist Ari oft með að taka þátt í Eurovision – og sigra.Sjá einnig: Ari Ólafsson vann Söngvakeppnina Þegar blaðamaður náði tali af Ara nú rétt fyrir hádegi í dag lá hann enn uppi í rúmi eftir kærkominn og verðskuldaðan nætursvefn. Hann segist enn vera að ná sér niður eftir sigurinn í gærkvöldi. „Þetta er ótrúlega gaman. Ég fór inn í þessa keppni með það markmið að komast í úrslitin. Það er hægt að segja að úrslitin hafi verið mjög spennandi vegna þess að Dagur var náttúrulega með mjög mikið forskot. Ég hafði engar væntingar í rauninni,“ segir Ari sem ber keppinaut sínum, Degi Sigurðssyni, vel söguna. Dagur fékk 20.183 stig frá dómurum keppninnar, sem voru sjö talsins, og Ari 17.453 atkvæði. Frá áhorfendum fékk Dagur 24.547 atkvæði í fyrri umferðinni en Ari 18.408 atkvæði. Enn er ekki vitað hvernig atkvæðin skiptust í einvíginu.Varð alveg stjarfur Ari segir úrslitakvöldið hafa verið ótrúlegur tilfinningarússíbani. Hann nefnir sérstaklega augnablikið þegar Jón Jónsson, annar kynna kvöldsins, las „Our choice“ upp úr vinningsumslaginu. „Ég veit ekki hvort þú hefur séð myndirnar en ég varð bara stjarfur. Ég stirðnaði upp og trúði ekki mínum eigin eyrum,“ segir Ari og ítrekar að hann hafi alls ekki búist við sigrinum. „Svo var ég líka búinn að gráta svo mikið að ég gat ekki grátið lengur og fór eiginlega í trans. Ég var á sjálfvirkri stillingu. Þessa síðustu klukktíma, þegar ég var uppi á sviði í bæði skiptin, þá flaug ég út úr líkamanum og horfði á sjálfan mig syngja. Ég var ekkert við stýrið.“ Ari söng lag sitt aftur eftir að úrslit voru gerð kunn. Hann segir flutninginn hafa verið auðveldari í seinna skiptið en eins og mörgum er kunnugt um er Ari mjög reyndur söngvari, aðeins 19 ára gamall. „Þetta var í raun ekkert rosalegt mál, bara fyrst og fremst ofboðslega gaman. Þarna gat maður fyrst notið sín og hætt að vera stressaður.“Ari stirðnaði upp þegar úrslitin voru tilkynnt í Laugardalshöll í gærkvöldi.Skjáskot/RúvFagnaði á Ölveri en hélt svo heim í faðm fjölskyldunnarAri segist óendanlega þakklátur fjölskyldu sinni, vinum og Our choice-liðinu fyrir stuðninginn. Þá hefur Þórunn Erna Clausen, höfundur lags og texta, staðið þétt við bakið á sínum manni í gegnum allt ferlið. „Öll fjölskyldan mín var þarna og liðið mitt. Þau eru náttúrulega bara einstaklega góðar manneskjur og hafa hvatt mig svo mikið áfram og hafa óbilandi trú á mér,“ segir Ari sem hélt upp á sigurinn með fólkinu sínu í gær. Förinni var heitið á Ölver en Ari hélt svo sjálfur heim til fjölskyldunnar þar sem hann fékk sér loksins að borða. „Og svo fékk ég mér góðan lúr. Ég rotaðist á núll einni.“Ætlar að nýta tækifærið Aðspurður segist Ari aðeins byrjaður að kynna sér framlög annarra landa, og þykir franska lagið flott, en hann er mikill Eurovision-aðdáandi. Keppnin skipar auk þess stóran sess í hjörtum fjölskyldunnar. „Við erum þrjár fjölskyldur sem hittumst oftast og horfum saman á Eurovision. Þegar ég var 12 eða 13 ára var ég alltaf að djóka með það, þegar við komumst ekki áfram í öll þessi skipti, að ég myndi fara næst og þá myndum við kannski vinna loksins.“ Nú gæti því farið svo að brandarinn verði að veruleika í Lissabon í maí. „Nú er tækifærið og maður verður að nýta það,“ segir Ari sposkur.Flutning Ara á Our Choice, framlagi Íslands í Eurovision 2018, má sjá og hlýða á í spilaranum að neðan.
Eurovision Tengdar fréttir Þjóðin klofin í afstöðu sinni til úrslita Söngvakeppninnar Ari Ólafsson bar sigurorð af Degi Sigurðssyni í lokaeinvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem haldin var í Laugardalshöll í gærkvöldi. Ari flutti lagið Our Choice en Dagur flutti lagið Í stormi. 4. mars 2018 10:50 Dagur Sig og Ari Ólafs í einvíginu Berjast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision. 3. mars 2018 21:45 Ari Ólafsson vann Söngvakeppnina Verður fulltrúi Íslendinga í Eurovision. 3. mars 2018 22:32 Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Þjóðin klofin í afstöðu sinni til úrslita Söngvakeppninnar Ari Ólafsson bar sigurorð af Degi Sigurðssyni í lokaeinvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem haldin var í Laugardalshöll í gærkvöldi. Ari flutti lagið Our Choice en Dagur flutti lagið Í stormi. 4. mars 2018 10:50
Dagur Sig og Ari Ólafs í einvíginu Berjast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision. 3. mars 2018 21:45