Þjófarnir sækjast eftir skartgripum: „Virðast vita hvar Íslendingar geyma þetta“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. mars 2018 18:45 Tuttugu og sex innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar, flest í Garðabæ, Grafavogi og Kópavogi. Þjófarnir sækjast helst eftir skartgripum enda verð á gulli í hámarki og er helst brotist inn í svefnherbergi í sérbýlum. Í Grafavogi var haldinn íbúafundur í dag til að efla nágrannavörslu. Frá því í desember hefur verið tilkynnt um 64 innbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þrettán innbrot í desember, tuttugu og fimm í janúar og tuttugu og sex í febrúar. Flest innbrotin hafa verið í Garðabæ eða fjórtán talsins, ellefu í Grafarvogi og tíu í Kópavogi. Í öðrum hverfum og sveitarfélögum hefur verið tilkynnt um eitt til fimm innbrot á síðustu þremur mánuðum. Fjórir menn, sem samkvæmt heimildum fréttastofu eru frá Litháen, eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að innbrotunum. Talið er að þeir séu hluti af stærri skipulögðum glæpahópum í Evrópu og í fréttum RÚV í gær kom fram að lögregla rannsaki hvort mennirnir séu sendir nauðugir til landsins og að um mansal sé að ræða, en einn þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi er aðeins sautján ára gamall.Greinilega sóst eftir skartgripum Einar Ásbjörnsson hjá lögreglunni í Grafarvogi segir að brotist sé inn í sérbýli og greinilega sé sóst eftir skartgripum enda hafi gull hækkað í verði síðustu ár og auðvelt sé að koma skartgripum úr landi. „Þeir virðast vita hvar Íslendingar geyma þetta. Sem er í svefnherbergjum og þeir miða á það. Ganga beint til verks og spenna upp glugga. Ganga svo snyrtilega um að fólk verður ekki vart við það fyrr en daginn eftir.“ Einar segir íbúa í Grafavogi vara um sig vegna fjölda innbrota síðustu mánuði. „Málið er að þeir sem verða fyrir svona, þetta er víst áfall. Það talar um þetta, varar nágranna við, fólk er svona á varðbergi.“ Rætt var við Söru Ósk Rodriguez Svönudóttur, afbrotafræðing og verkefnastjóra hjá Miðgarði, þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar í Grafarvogi, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Sara heldur utan um nágrannavörslu í hverfinu en á annað hundrað manns mættu á íbúafundinn í Grafarvogi. Aðspurð hvað fælist í nágrannavörslunni sagði hún hana meðal annars felast í því að nágrannar þekkist, hjálpi hver öðrum þegar farið sé að heiman og láti líta út fyrir að einhver sé heima. Lögreglumál Tengdar fréttir Fjórir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot á höfuðborgarsvæðinu Handtökurnar fjórar eru sagðar mikilvægt skref í þágu rannsóknarinnar þótt málin séu ekki upplýst. 1. mars 2018 10:45 Grunur um að þjófar hafi verið sendir gegn vilja sínum hingað til lands af glæpahópum Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði. 4. mars 2018 19:19 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Tuttugu og sex innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar, flest í Garðabæ, Grafavogi og Kópavogi. Þjófarnir sækjast helst eftir skartgripum enda verð á gulli í hámarki og er helst brotist inn í svefnherbergi í sérbýlum. Í Grafavogi var haldinn íbúafundur í dag til að efla nágrannavörslu. Frá því í desember hefur verið tilkynnt um 64 innbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þrettán innbrot í desember, tuttugu og fimm í janúar og tuttugu og sex í febrúar. Flest innbrotin hafa verið í Garðabæ eða fjórtán talsins, ellefu í Grafarvogi og tíu í Kópavogi. Í öðrum hverfum og sveitarfélögum hefur verið tilkynnt um eitt til fimm innbrot á síðustu þremur mánuðum. Fjórir menn, sem samkvæmt heimildum fréttastofu eru frá Litháen, eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að innbrotunum. Talið er að þeir séu hluti af stærri skipulögðum glæpahópum í Evrópu og í fréttum RÚV í gær kom fram að lögregla rannsaki hvort mennirnir séu sendir nauðugir til landsins og að um mansal sé að ræða, en einn þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi er aðeins sautján ára gamall.Greinilega sóst eftir skartgripum Einar Ásbjörnsson hjá lögreglunni í Grafarvogi segir að brotist sé inn í sérbýli og greinilega sé sóst eftir skartgripum enda hafi gull hækkað í verði síðustu ár og auðvelt sé að koma skartgripum úr landi. „Þeir virðast vita hvar Íslendingar geyma þetta. Sem er í svefnherbergjum og þeir miða á það. Ganga beint til verks og spenna upp glugga. Ganga svo snyrtilega um að fólk verður ekki vart við það fyrr en daginn eftir.“ Einar segir íbúa í Grafavogi vara um sig vegna fjölda innbrota síðustu mánuði. „Málið er að þeir sem verða fyrir svona, þetta er víst áfall. Það talar um þetta, varar nágranna við, fólk er svona á varðbergi.“ Rætt var við Söru Ósk Rodriguez Svönudóttur, afbrotafræðing og verkefnastjóra hjá Miðgarði, þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar í Grafarvogi, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Sara heldur utan um nágrannavörslu í hverfinu en á annað hundrað manns mættu á íbúafundinn í Grafarvogi. Aðspurð hvað fælist í nágrannavörslunni sagði hún hana meðal annars felast í því að nágrannar þekkist, hjálpi hver öðrum þegar farið sé að heiman og láti líta út fyrir að einhver sé heima.
Lögreglumál Tengdar fréttir Fjórir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot á höfuðborgarsvæðinu Handtökurnar fjórar eru sagðar mikilvægt skref í þágu rannsóknarinnar þótt málin séu ekki upplýst. 1. mars 2018 10:45 Grunur um að þjófar hafi verið sendir gegn vilja sínum hingað til lands af glæpahópum Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði. 4. mars 2018 19:19 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Fjórir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot á höfuðborgarsvæðinu Handtökurnar fjórar eru sagðar mikilvægt skref í þágu rannsóknarinnar þótt málin séu ekki upplýst. 1. mars 2018 10:45
Grunur um að þjófar hafi verið sendir gegn vilja sínum hingað til lands af glæpahópum Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði. 4. mars 2018 19:19