Ljóst hvaða lið komast í úrslitakeppnina eftir stórsigur Stjörnunnar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. mars 2018 21:45 KR-ingar hafa orðið Íslandsmeistarar undanfarin fjögur ár og verða í sviðsljósinu þegar úrslitakeppnin hefst þennan veturinn vísir/andri marinó Eftir leiki kvöldsins er ljóst hvaða lið fara í úrslitakeppnina í Domino's deild karla í körfubolta þrátt fyrir að lokaumferð deildarinnar eigi enn eftir að fara fram. Fyrir leikina tvo sem fram fóru í kvöld átti Þór Þorlákshöfn enn möguleika á að stela síðasta sætinu í úrslitakeppninni en til þess hefði Stjarnan þurft að tapa síðustu tveimur leikjum sínum og Þórsarar að vinna sína. Þór gerði sitt í gær þegar Þorlákshafnarbúar unnu nafna sína frá Akureyri, 70-76, fyrir norðan og svo þurftu þeir að treysta á Keflavík ynni Stjörnuna í Garðabænum í kvöld. Stjörnumenn vildu hins vegar ekki missa af úrslitakeppninni og flengdu andlausa Suðurnesjamenn í Ásgarði. Þau úrslit þýða að Stjarnan verður með Keflavík, Njarðvík, Grindavík, Haukum, ÍR, KR og Tindastóli í úrslitakeppninni en 8-liða úrslitin hefjast í næstu viku. Fyrir lokaumferðina er staðan þannig að Haukar eru á toppnum, með tveggja stiga forskot á Tindastól og ÍR. Haukar standa því vel að vígi fyrir lokaumferðina en ÍR-ingar eiga þó enn möguleika á deildarmeistaratitlinum.Staðan þegar 21 umferð er lokiðvísir/skjáskotKR er í fjórða sætinu, tveimur stigum á eftir ÍR og Tindastól. Njarðvík og Grindavík eru jöfn að stigum í 5. og 6. sæti og aðeins tvö stig eru niður í Stjörnuna og svo Keflavík tveimur stigum þar á eftir í áttunda sætinu. Þór Þorlákshöfn situr eftir með sárt ennið ásamt Valsmönnum, en bæði lið geta þó stætt sig af því að hafa haldið liði sínu í deildinni. Þór Akureyri og Höttur kveðja hins vegar úrvalsdeildina á fimmtudaginn.Lokaumferð Domino's deildar karla, 8. mars klukkan 19:15: Höttur - Njarðvík Tindastóll - Stjarnan Keflavík - ÍR Haukar - Valur Grindavík - Þór Ak. Þór Þ. - KR Dominos-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Eftir leiki kvöldsins er ljóst hvaða lið fara í úrslitakeppnina í Domino's deild karla í körfubolta þrátt fyrir að lokaumferð deildarinnar eigi enn eftir að fara fram. Fyrir leikina tvo sem fram fóru í kvöld átti Þór Þorlákshöfn enn möguleika á að stela síðasta sætinu í úrslitakeppninni en til þess hefði Stjarnan þurft að tapa síðustu tveimur leikjum sínum og Þórsarar að vinna sína. Þór gerði sitt í gær þegar Þorlákshafnarbúar unnu nafna sína frá Akureyri, 70-76, fyrir norðan og svo þurftu þeir að treysta á Keflavík ynni Stjörnuna í Garðabænum í kvöld. Stjörnumenn vildu hins vegar ekki missa af úrslitakeppninni og flengdu andlausa Suðurnesjamenn í Ásgarði. Þau úrslit þýða að Stjarnan verður með Keflavík, Njarðvík, Grindavík, Haukum, ÍR, KR og Tindastóli í úrslitakeppninni en 8-liða úrslitin hefjast í næstu viku. Fyrir lokaumferðina er staðan þannig að Haukar eru á toppnum, með tveggja stiga forskot á Tindastól og ÍR. Haukar standa því vel að vígi fyrir lokaumferðina en ÍR-ingar eiga þó enn möguleika á deildarmeistaratitlinum.Staðan þegar 21 umferð er lokiðvísir/skjáskotKR er í fjórða sætinu, tveimur stigum á eftir ÍR og Tindastól. Njarðvík og Grindavík eru jöfn að stigum í 5. og 6. sæti og aðeins tvö stig eru niður í Stjörnuna og svo Keflavík tveimur stigum þar á eftir í áttunda sætinu. Þór Þorlákshöfn situr eftir með sárt ennið ásamt Valsmönnum, en bæði lið geta þó stætt sig af því að hafa haldið liði sínu í deildinni. Þór Akureyri og Höttur kveðja hins vegar úrvalsdeildina á fimmtudaginn.Lokaumferð Domino's deildar karla, 8. mars klukkan 19:15: Höttur - Njarðvík Tindastóll - Stjarnan Keflavík - ÍR Haukar - Valur Grindavík - Þór Ak. Þór Þ. - KR
Dominos-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira