Fyrir leikina tvo sem fram fóru í kvöld átti Þór Þorlákshöfn enn möguleika á að stela síðasta sætinu í úrslitakeppninni en til þess hefði Stjarnan þurft að tapa síðustu tveimur leikjum sínum og Þórsarar að vinna sína.
Þór gerði sitt í gær þegar Þorlákshafnarbúar unnu nafna sína frá Akureyri, 70-76, fyrir norðan og svo þurftu þeir að treysta á Keflavík ynni Stjörnuna í Garðabænum í kvöld. Stjörnumenn vildu hins vegar ekki missa af úrslitakeppninni og flengdu andlausa Suðurnesjamenn í Ásgarði.
Þau úrslit þýða að Stjarnan verður með Keflavík, Njarðvík, Grindavík, Haukum, ÍR, KR og Tindastóli í úrslitakeppninni en 8-liða úrslitin hefjast í næstu viku.
Fyrir lokaumferðina er staðan þannig að Haukar eru á toppnum, með tveggja stiga forskot á Tindastól og ÍR. Haukar standa því vel að vígi fyrir lokaumferðina en ÍR-ingar eiga þó enn möguleika á deildarmeistaratitlinum.

Þór Þorlákshöfn situr eftir með sárt ennið ásamt Valsmönnum, en bæði lið geta þó stætt sig af því að hafa haldið liði sínu í deildinni. Þór Akureyri og Höttur kveðja hins vegar úrvalsdeildina á fimmtudaginn.
Lokaumferð Domino's deildar karla, 8. mars klukkan 19:15:
Höttur - Njarðvík
Tindastóll - Stjarnan
Keflavík - ÍR
Haukar - Valur
Grindavík - Þór Ak.
Þór Þ. - KR