Fyrrverandi ráðgjafi: Trump gæti hafa gert eitthvað ólöglegt Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. mars 2018 22:26 Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Vísir/Getty Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Hann segir jafnframt að það geti verið að forsetinn hafi gert eitthvað ólöglegt í kosningabaráttunni. Nunberg rædd við The Washington Post og MSNBC í dag. Sagðist hann heita því að gefa skít í Mueller sem hefur ákært 13 rússneska ríkisborgara og fjóra fyrrverandi aðstoðarmenn Trump, en þrír þeirra hafa samið um að veita upplýsingar. Nunberg sagðist hins vegar ætla að tæta stefnuna í beinni útsendingu. Í samtali við Katy Tur á MSNBC sagðist hann gruna að Trump „gæti hafa gert eitthvað“ ólöglegt í kosningabaráttunni. „En ég veit það ekki fyrir víst,“ bætti hann við.Skorar á Mueller að handtaka sig Nunberg var pólitískur ráðgjafi Trump en var rekinn í ágúst árið 2015 af þáverandi kosningastjóra Trump, Corey Lewandowski, vegna umdeildra Facebook færslna sem þóttu lýsa kynþáttahatri Nunberg. Trump stefndi Nunberg rétt fyrir landsfund Repúblikana árið 2016 fyrir að leka upplýsingum um samband Lewandowski við einn nánasta ráðgjafa Trump og nú fyrrverandi samskiptastjóra Hvíta hússins, Hope Hicks. Nunberg hefur hins vegar enn haldið góðum tengslum við marga í innsta hring Trump. Í samtali við Washington Post skoraði hann á Mueller að grípa til aðgerða ef hann neiti að bera vitni á föstudag. „Hann má handtaka mig,“ sagði hann. „Ég held það væri fyndið ef þeir handtaka mig,“ sagði hann svo í samtali við MSNBC. „Þetta eru nornaveiðar og ég ætla ekki að vera samvinnuþýður.“ „Af hverju þarf ég að eyða 80 klukkutímum í að fara yfir tölvupóstana mína? Samskipti sem ég átti við Steve Bannon og Roger Stone? Af hverju þarf Bob Mueller að sjá tölvupósta þar sem ég sendi Roger og Steve myndbönd og við tölum um hversu mikið við hötum fólk?“ Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira
Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Hann segir jafnframt að það geti verið að forsetinn hafi gert eitthvað ólöglegt í kosningabaráttunni. Nunberg rædd við The Washington Post og MSNBC í dag. Sagðist hann heita því að gefa skít í Mueller sem hefur ákært 13 rússneska ríkisborgara og fjóra fyrrverandi aðstoðarmenn Trump, en þrír þeirra hafa samið um að veita upplýsingar. Nunberg sagðist hins vegar ætla að tæta stefnuna í beinni útsendingu. Í samtali við Katy Tur á MSNBC sagðist hann gruna að Trump „gæti hafa gert eitthvað“ ólöglegt í kosningabaráttunni. „En ég veit það ekki fyrir víst,“ bætti hann við.Skorar á Mueller að handtaka sig Nunberg var pólitískur ráðgjafi Trump en var rekinn í ágúst árið 2015 af þáverandi kosningastjóra Trump, Corey Lewandowski, vegna umdeildra Facebook færslna sem þóttu lýsa kynþáttahatri Nunberg. Trump stefndi Nunberg rétt fyrir landsfund Repúblikana árið 2016 fyrir að leka upplýsingum um samband Lewandowski við einn nánasta ráðgjafa Trump og nú fyrrverandi samskiptastjóra Hvíta hússins, Hope Hicks. Nunberg hefur hins vegar enn haldið góðum tengslum við marga í innsta hring Trump. Í samtali við Washington Post skoraði hann á Mueller að grípa til aðgerða ef hann neiti að bera vitni á föstudag. „Hann má handtaka mig,“ sagði hann. „Ég held það væri fyndið ef þeir handtaka mig,“ sagði hann svo í samtali við MSNBC. „Þetta eru nornaveiðar og ég ætla ekki að vera samvinnuþýður.“ „Af hverju þarf ég að eyða 80 klukkutímum í að fara yfir tölvupóstana mína? Samskipti sem ég átti við Steve Bannon og Roger Stone? Af hverju þarf Bob Mueller að sjá tölvupósta þar sem ég sendi Roger og Steve myndbönd og við tölum um hversu mikið við hötum fólk?“
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira
Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00
Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52