Hrafnhildur las sinn gamla læriföður eins og opna bók Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2018 20:30 Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari kvennaliðs ÍBV í handbolta, mætir sínum gamla læriföður, Stefáni Arnarsyni, á fimmtudaginn þegar að Eyjakonur mæta Íslandsmeisturum Fram í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins. Hrafnhildur og Stefán voru sigursæl saman hjá Val þegar hún var fyrirliði liðsins og Stefán þjálfari þess. Saman fögnuðu þau bikarnum þrjú ár í röð frá 2012-2014. Stefán er mikill refur en það mun reynast honum þrautin þyngri að taka Hrafnhildi og hennar stelpur á taugum enda þekkir hún sinn gamla læriföður ansi vel. „Ég þekki hann næstum því betur en hann sjálfur. Ég veit nákvæmlega hvernig hann hugsar og hann reynir allt til að gera okkur að stóra liðinu. Honum mun ekki takast það. Kannski nær hann að blekkja sjálfan sig en engan annan,“ segir Hrafnhildur. Fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn veit ekki nákvæmlega við hverju hún á að búast í undanúrslitaleiknum, en eitthvað verður það sem Stefán kemur á óvart með. „Það er líklegt að þær byrji í 6-0 en hann getur fundið upp á öllum andskotanum og farið í eitthvað bara. Maður þarf að vera svolítið undirbúin undir allt en það er líka það skemmtilega við þetta,“ segir hún. Hrafnhildur laug engu þegar hún sagðist þekkja Stefán betur en handarbakið á sér. Þjálfari Íslandsmeistaranna var ekki lengi að setja pressuna yfir á Eyjakonur sem hafa ekki spilað úrslitaleik eða úrslitaseríu um titil í sex ár. „Eyjaliðið er ótrúlega sterkt. Þegar það eru þrír útlendingar í liðinu er bara titill og ekkert annað í boði að mér finnst,“ segir Stefán. „Fyrir utan þessa þrjá útlendinga þá er Ester öflug, liðið er með tvo landsliðsmarkverði og tvo frábæra hornamenn. Þetta eru allt mjög sterkir leikmenn. Svo má ekki gleyma því að þær hafa ekki tapað leik á árinu þannig að þær eru sigurstranglegri,“ segir hann, en eru Íslandsmeistararnir ekki sigurstranglegri? „Ekki í bikarkeppninni,“ segir Stefán Arnarson. Alla fréttina úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski handboltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari kvennaliðs ÍBV í handbolta, mætir sínum gamla læriföður, Stefáni Arnarsyni, á fimmtudaginn þegar að Eyjakonur mæta Íslandsmeisturum Fram í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins. Hrafnhildur og Stefán voru sigursæl saman hjá Val þegar hún var fyrirliði liðsins og Stefán þjálfari þess. Saman fögnuðu þau bikarnum þrjú ár í röð frá 2012-2014. Stefán er mikill refur en það mun reynast honum þrautin þyngri að taka Hrafnhildi og hennar stelpur á taugum enda þekkir hún sinn gamla læriföður ansi vel. „Ég þekki hann næstum því betur en hann sjálfur. Ég veit nákvæmlega hvernig hann hugsar og hann reynir allt til að gera okkur að stóra liðinu. Honum mun ekki takast það. Kannski nær hann að blekkja sjálfan sig en engan annan,“ segir Hrafnhildur. Fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn veit ekki nákvæmlega við hverju hún á að búast í undanúrslitaleiknum, en eitthvað verður það sem Stefán kemur á óvart með. „Það er líklegt að þær byrji í 6-0 en hann getur fundið upp á öllum andskotanum og farið í eitthvað bara. Maður þarf að vera svolítið undirbúin undir allt en það er líka það skemmtilega við þetta,“ segir hún. Hrafnhildur laug engu þegar hún sagðist þekkja Stefán betur en handarbakið á sér. Þjálfari Íslandsmeistaranna var ekki lengi að setja pressuna yfir á Eyjakonur sem hafa ekki spilað úrslitaleik eða úrslitaseríu um titil í sex ár. „Eyjaliðið er ótrúlega sterkt. Þegar það eru þrír útlendingar í liðinu er bara titill og ekkert annað í boði að mér finnst,“ segir Stefán. „Fyrir utan þessa þrjá útlendinga þá er Ester öflug, liðið er með tvo landsliðsmarkverði og tvo frábæra hornamenn. Þetta eru allt mjög sterkir leikmenn. Svo má ekki gleyma því að þær hafa ekki tapað leik á árinu þannig að þær eru sigurstranglegri,“ segir hann, en eru Íslandsmeistararnir ekki sigurstranglegri? „Ekki í bikarkeppninni,“ segir Stefán Arnarson. Alla fréttina úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira