Leggst gegn frumvarpi um mannanöfn: „Einhver verður að gæta þess að farið sé vel með börnin“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. mars 2018 15:20 Guðrún Kvaran. Vísir/GVA Guðrún Kvaran, prófessor emeritus í íslensku frá Háskóla Íslands, leggst gegn frumvarpi Þorsteins Víglundssonar og fimm annarra þingmanna um víðtækar breytingar á lögum um mannanöfn. Hún segir athugasemdir sínar við frumvarpið vera svo margar „úr yrði heill bæklingur ef allt yrði sett á blað.“ Hefur hún sent inn umsögn um frumvarpið en í því er lagt til að Mannanafnanefnd verði lögð niður en í greinargerð frumvarpsins segir að markmið þess sé að „tryggja rétt einstaklinga til að bera það nafn eða þau nöfn sem þeir kjósa og tryggja að lög um mannanöfn takmarki ekki persónufrelsi fólks eða frelsi fólks til að skilgreina sig.“Segir hún að frumvarpið sé „ekki liður í að styðja íslenska tungu sem á undir högg að sækja eins og margoft hefur verið bent á á liðnum vikum og mánuðum.“ Nöfn og beyging þeirra séu jafn mikilvæg og annar íslenskur orðaforði. Riðlist beygingakerfið sé hætta á því að fari „að hrikta í stoðum íslenskrar tungu.“Þá bendir hún á að samkvæmt Hagstofu Íslands séu um 80 prósent nafngifta byggð á rúmlega 200 nöfnum. Ekki sé því þörf á því að knýja fram stórfelldar breytingar á lögum um mannanöfn.Segir Guðrún einnig að Mannanafnanefnd hafi „árum saman orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að fara að lögum. Hún hefur fengið lítinn stuðning, aðeins skammir fjölmiðla og annarra þeirra sem lítið vita um hvað málið snýst.“Vísar hún í greinargerð frumvarpsins þar sem rætt er um rétt foreldra til þess að ráða nafni barns síns. Segir hún að sá réttur eigi að vera mikill en einnig þurfi að hafa rétt barnanna í huga.„Þegar ég satí mannanafnanefnd átti ég mörg samtöl við foreldra í annarlegu ástandi sem vildu furðulegustu nöfn á börn sín og ég veit að það er ekki liðin tíð. Einhver verður að gæta þess að farið sé vel með börnin og þeirra framtíð, hvort sem sá sem það hefur með höndum heitir mannanafnanefnd eða eitthvað annað,“ segir Guðrún.Leggur hún til að frumvarpið verði lagt niður og að Alþingi feli nefnd sérfræðinga það verkefni að fara yfir núgildandi lög og „laga þau skynsamlega að breyttum tímum en þó með tilliti til varðveislu íslenskrar tungu.“Umsögn Guðrúnar má lesa hér. Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Þingheimur sprakk úr hlátri þegar Alex steig í pontu Helgi Hrafn Gunnarsson hafði nýlokið ræðu um úrskurð mannanafnanefndar um nafnið Alex. 6. febrúar 2018 13:53 Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Guðrún Kvaran, prófessor emeritus í íslensku frá Háskóla Íslands, leggst gegn frumvarpi Þorsteins Víglundssonar og fimm annarra þingmanna um víðtækar breytingar á lögum um mannanöfn. Hún segir athugasemdir sínar við frumvarpið vera svo margar „úr yrði heill bæklingur ef allt yrði sett á blað.“ Hefur hún sent inn umsögn um frumvarpið en í því er lagt til að Mannanafnanefnd verði lögð niður en í greinargerð frumvarpsins segir að markmið þess sé að „tryggja rétt einstaklinga til að bera það nafn eða þau nöfn sem þeir kjósa og tryggja að lög um mannanöfn takmarki ekki persónufrelsi fólks eða frelsi fólks til að skilgreina sig.“Segir hún að frumvarpið sé „ekki liður í að styðja íslenska tungu sem á undir högg að sækja eins og margoft hefur verið bent á á liðnum vikum og mánuðum.“ Nöfn og beyging þeirra séu jafn mikilvæg og annar íslenskur orðaforði. Riðlist beygingakerfið sé hætta á því að fari „að hrikta í stoðum íslenskrar tungu.“Þá bendir hún á að samkvæmt Hagstofu Íslands séu um 80 prósent nafngifta byggð á rúmlega 200 nöfnum. Ekki sé því þörf á því að knýja fram stórfelldar breytingar á lögum um mannanöfn.Segir Guðrún einnig að Mannanafnanefnd hafi „árum saman orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að fara að lögum. Hún hefur fengið lítinn stuðning, aðeins skammir fjölmiðla og annarra þeirra sem lítið vita um hvað málið snýst.“Vísar hún í greinargerð frumvarpsins þar sem rætt er um rétt foreldra til þess að ráða nafni barns síns. Segir hún að sá réttur eigi að vera mikill en einnig þurfi að hafa rétt barnanna í huga.„Þegar ég satí mannanafnanefnd átti ég mörg samtöl við foreldra í annarlegu ástandi sem vildu furðulegustu nöfn á börn sín og ég veit að það er ekki liðin tíð. Einhver verður að gæta þess að farið sé vel með börnin og þeirra framtíð, hvort sem sá sem það hefur með höndum heitir mannanafnanefnd eða eitthvað annað,“ segir Guðrún.Leggur hún til að frumvarpið verði lagt niður og að Alþingi feli nefnd sérfræðinga það verkefni að fara yfir núgildandi lög og „laga þau skynsamlega að breyttum tímum en þó með tilliti til varðveislu íslenskrar tungu.“Umsögn Guðrúnar má lesa hér.
Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Þingheimur sprakk úr hlátri þegar Alex steig í pontu Helgi Hrafn Gunnarsson hafði nýlokið ræðu um úrskurð mannanafnanefndar um nafnið Alex. 6. febrúar 2018 13:53 Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Þingheimur sprakk úr hlátri þegar Alex steig í pontu Helgi Hrafn Gunnarsson hafði nýlokið ræðu um úrskurð mannanafnanefndar um nafnið Alex. 6. febrúar 2018 13:53
Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28