Meiri ógn af sífreranum nyrst á norðurhjara Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2018 14:30 Freðmýrar eins og þessi í norðanverðu Alaska munu líklega losa verulegt magn kolefnis út í andrúmsloftið þegar á þessari öld. NASA/JPL-Caltech/Charles Miller Ef fram fer sem horfir verður þiðnandi sífreri nyrst á norðurskautinu stöðug uppspretta gróðurhúsalofttegunda á þessari öld. Aukin gróðurþekja af völdum hlýnunar ætti hins vegar að vega á móti losun frá freðmýrum sunnar á norðurskautinu langt fram á næstu öld. Vísindamenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA notuðu gögn um hitastig í jarðvegi í Alaska og Síberíu og tölfræðilíkön til að reikna út breytingar í losun kolefnis út í andrúmsloftið með þiðnun sífrerans þar. Greint er frá rannsókninni á vefsíðu Jet Propulsion Lab NASA. Niðurstöður þeirra komu nokkuð á óvart. Í ljós kom að meira kolefni kæmi til með að losna úr læðingi frá nyrsta og kaldari hluta norðurskautsins en þeim syðri þar sem sífrerinn er þegar farinn að láta undan hlýnandi loftslagi. Fram að þessu hefur verið talið að sífrerinn væri betur varinn í kuldanum nyrst á norðurskautinu.Jákvæð svörun sem magnar upp hlýnun Mikið magn kolefnis er bundið í sífreranum á norðurskautinu. Sífreri er jarðvegur sem hefur verið frosinn í áraraðir eða jafnvel fleiri aldir. Í honum eru frosnar plöntuleifar sem hafa ekki rotnað. Þegar sífrerinn þiðnar byrjar lífræna efnið að rotna og kolefnið í því losnar út í lofthjúpinn. Vísindamenn hafa lengi varað við svonefndri jákvæðri svörun við þeirri hnattrænu hlýnun sem menn valda nú með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Jákvæð svörun er þegar náttúruleg viðbrögð við hlýnuninni magna hana upp. Hop hafíssins og þiðnun freðmýra á norðurskautinu er á meðal þessara svarana við hlýnuninni sem auka enn á hana. Þegar hafísinn bráðnar vegna hlýnunar af völdum manna drekkur hafið í sig sólargeisla sem ísinn varpaði áður út í geiminn sem eykur enn hlýnunina. Sömu sögu er að segja af síferanum. Þegar hann þiðnar með hlýnandi loftslagi byrjar hann að sleppa kolefni sínu. Kolefnið stuðlar síðan að enn meiri hlýnun.Hlýnun af völdum hopandi hafíss er dæmi um jákvæða svörun sem magnar upp hnattræna hlýnun af völdum manna.NASA's Scientific Visualization Studio/Helen-Nicole KostisAukinn gróska seinkar áhrifunum Sífrerinn er þegar byrjaður að þiðna á sunnanverðu norðurskautinu. Niðurstaða vísindamannanna nú er hins vegar sú að hann verði ekki uppspretta nettó kolefnislosunar fyrr en undir lok 22. aldarinnar. Ástæðan er sú að búist er við því að hlýnunin valdi því að plöntur vaxi mun hraðar þar en áður hefur verið talið. Gróðurinn sem vex upp muni binda og jafna út kolefnislosunina næstu tvær aldirnar. Mun meira kolefni er hins vegar að finna á norðanverðu norðurskautinu. Í líkönum vísindamannana var losunin þaðan fimmfalt meiri en frá suðurhluta þess næstu aldirnar. Útreikningarnir benda til þess að aðalumsnúningurinn í losun frá sífreranum þar verði á næstu 40-60 árunum. Árið 2300 geti þessi losun verið orðin tífalt meiri en heildarlosun manna á gróðurhúsalofttegundum árið 2016. Þannig gæti jákvæð svörun við hlýnun af völdum manna nú haldið áfram að valda loftslagsbreytingum á jörðinni í margar aldir jafnvel þó að mönnum takist á endanum að koma böndum á sína eigin losun gróðurhúsalofttegunda. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnattræn hlýnun gæti leyst kvikasilfur á norðurhjara úr læðingi Þiðnun freðmýra á norðurskautinu getur haft margþættar og grafalvarlegar afleiðingar fyrir loftslag og umhverfi jarðar. 6. febrúar 2018 11:43 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Bandaríska leyniþjónustan varar við skyndilegum loftslagsbreytingum Forstjóri Leyniþjónustu Bandaríkjanna sagði loftslagsbreytingar geta valdið upplausn á heimsvísu. 14. febrúar 2018 16:51 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Sjá meira
Ef fram fer sem horfir verður þiðnandi sífreri nyrst á norðurskautinu stöðug uppspretta gróðurhúsalofttegunda á þessari öld. Aukin gróðurþekja af völdum hlýnunar ætti hins vegar að vega á móti losun frá freðmýrum sunnar á norðurskautinu langt fram á næstu öld. Vísindamenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA notuðu gögn um hitastig í jarðvegi í Alaska og Síberíu og tölfræðilíkön til að reikna út breytingar í losun kolefnis út í andrúmsloftið með þiðnun sífrerans þar. Greint er frá rannsókninni á vefsíðu Jet Propulsion Lab NASA. Niðurstöður þeirra komu nokkuð á óvart. Í ljós kom að meira kolefni kæmi til með að losna úr læðingi frá nyrsta og kaldari hluta norðurskautsins en þeim syðri þar sem sífrerinn er þegar farinn að láta undan hlýnandi loftslagi. Fram að þessu hefur verið talið að sífrerinn væri betur varinn í kuldanum nyrst á norðurskautinu.Jákvæð svörun sem magnar upp hlýnun Mikið magn kolefnis er bundið í sífreranum á norðurskautinu. Sífreri er jarðvegur sem hefur verið frosinn í áraraðir eða jafnvel fleiri aldir. Í honum eru frosnar plöntuleifar sem hafa ekki rotnað. Þegar sífrerinn þiðnar byrjar lífræna efnið að rotna og kolefnið í því losnar út í lofthjúpinn. Vísindamenn hafa lengi varað við svonefndri jákvæðri svörun við þeirri hnattrænu hlýnun sem menn valda nú með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Jákvæð svörun er þegar náttúruleg viðbrögð við hlýnuninni magna hana upp. Hop hafíssins og þiðnun freðmýra á norðurskautinu er á meðal þessara svarana við hlýnuninni sem auka enn á hana. Þegar hafísinn bráðnar vegna hlýnunar af völdum manna drekkur hafið í sig sólargeisla sem ísinn varpaði áður út í geiminn sem eykur enn hlýnunina. Sömu sögu er að segja af síferanum. Þegar hann þiðnar með hlýnandi loftslagi byrjar hann að sleppa kolefni sínu. Kolefnið stuðlar síðan að enn meiri hlýnun.Hlýnun af völdum hopandi hafíss er dæmi um jákvæða svörun sem magnar upp hnattræna hlýnun af völdum manna.NASA's Scientific Visualization Studio/Helen-Nicole KostisAukinn gróska seinkar áhrifunum Sífrerinn er þegar byrjaður að þiðna á sunnanverðu norðurskautinu. Niðurstaða vísindamannanna nú er hins vegar sú að hann verði ekki uppspretta nettó kolefnislosunar fyrr en undir lok 22. aldarinnar. Ástæðan er sú að búist er við því að hlýnunin valdi því að plöntur vaxi mun hraðar þar en áður hefur verið talið. Gróðurinn sem vex upp muni binda og jafna út kolefnislosunina næstu tvær aldirnar. Mun meira kolefni er hins vegar að finna á norðanverðu norðurskautinu. Í líkönum vísindamannana var losunin þaðan fimmfalt meiri en frá suðurhluta þess næstu aldirnar. Útreikningarnir benda til þess að aðalumsnúningurinn í losun frá sífreranum þar verði á næstu 40-60 árunum. Árið 2300 geti þessi losun verið orðin tífalt meiri en heildarlosun manna á gróðurhúsalofttegundum árið 2016. Þannig gæti jákvæð svörun við hlýnun af völdum manna nú haldið áfram að valda loftslagsbreytingum á jörðinni í margar aldir jafnvel þó að mönnum takist á endanum að koma böndum á sína eigin losun gróðurhúsalofttegunda.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnattræn hlýnun gæti leyst kvikasilfur á norðurhjara úr læðingi Þiðnun freðmýra á norðurskautinu getur haft margþættar og grafalvarlegar afleiðingar fyrir loftslag og umhverfi jarðar. 6. febrúar 2018 11:43 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Bandaríska leyniþjónustan varar við skyndilegum loftslagsbreytingum Forstjóri Leyniþjónustu Bandaríkjanna sagði loftslagsbreytingar geta valdið upplausn á heimsvísu. 14. febrúar 2018 16:51 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Sjá meira
Hnattræn hlýnun gæti leyst kvikasilfur á norðurhjara úr læðingi Þiðnun freðmýra á norðurskautinu getur haft margþættar og grafalvarlegar afleiðingar fyrir loftslag og umhverfi jarðar. 6. febrúar 2018 11:43
Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54
Bandaríska leyniþjónustan varar við skyndilegum loftslagsbreytingum Forstjóri Leyniþjónustu Bandaríkjanna sagði loftslagsbreytingar geta valdið upplausn á heimsvísu. 14. febrúar 2018 16:51