Ekki fyrir annan en lögreglu að taka á fólki í geðrofi vegna neyslu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. mars 2018 21:40 Neysla á kókaíni hefur aukist mikið hér á landi síðustu misseri, að mati lögreglu og yfirlækna á bráðageðdeild og Vogi. Læknarnir segja að efnið geti valdið bráðageðrofi og í sumum tilfellum þurfi lögregla að skerast í leikinn. Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að greinilega væri mun meira kókaín í umferð nú en áður. Efnið geti valdið geðrofi, oftast í mjög skamman tíma og þá yfirleitt meðan að fólk sé í vímu. Í skýrslu Ríkislögreglustjóra frá síðasta ári kemur fram að neysla á kókaíni virðist aukast ört líkt og á síðasta hagvaxtarskeiði. Þá megi fullyrða að fíkniefnaneysla hafi aldrei verið meiri í Íslandssögunni. Þetta hefur mikil áhrif en árlega leggjast um 700 manns inn á Vog vegna neyslu á örvandi efnum en meðalaldur þess er 35 ára.Örvandi efni geti valdið tímabundnu geðrofi Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segist finna fyrir meiri neyslu á kókaíni nú en áður. „Við sjáum að þessi örvandi lyfjaneysla sem hefur staðið yfir mjög lengi hérna hjá okkur á Íslandi, hún er bara ennþá mjög áberandi. Síðustu misserin hefur kókaín átt þar stærri hlut að máli,“ segir Valgerður. Hún segir að örvandi efni geti valdið geðrofi í skamman tíma. „Þá líkist það því að fólk sé kannski með geðrofssjúkdóma en er í geðrofi vegna neyslunnar. Það er mjög vel þekkt og hefur ákveðna skilgreiningu en þá rennur það af þegar víman rennur af.“ Hún segir afar erfitt fyrir aðstandendur að ráða við fólk í slíku ástandi og stundum þurfi lögregla að skerast í leikinn. „Það er mikill hegðunarvandi og jafnvel ofbeldi og erfiðleikar að það er kannski ekki fyrir neinn að taka á því, annan heldur en lögreglu. Það er ekkert skrítið við það.“ Tengdar fréttir Segir brotið á mannréttindum fólks í geðrofi Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. 4. mars 2018 20:00 Segir alrangt að fólk í geðrofi sé flutt í fangaklefa Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans segir að mun fleiri leiti sér aðstoðar nú nú en áður vegna neyslu á hörðum efnum og að taka þurfi heildrænt á vandanum. 5. mars 2018 21:21 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Neysla á kókaíni hefur aukist mikið hér á landi síðustu misseri, að mati lögreglu og yfirlækna á bráðageðdeild og Vogi. Læknarnir segja að efnið geti valdið bráðageðrofi og í sumum tilfellum þurfi lögregla að skerast í leikinn. Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að greinilega væri mun meira kókaín í umferð nú en áður. Efnið geti valdið geðrofi, oftast í mjög skamman tíma og þá yfirleitt meðan að fólk sé í vímu. Í skýrslu Ríkislögreglustjóra frá síðasta ári kemur fram að neysla á kókaíni virðist aukast ört líkt og á síðasta hagvaxtarskeiði. Þá megi fullyrða að fíkniefnaneysla hafi aldrei verið meiri í Íslandssögunni. Þetta hefur mikil áhrif en árlega leggjast um 700 manns inn á Vog vegna neyslu á örvandi efnum en meðalaldur þess er 35 ára.Örvandi efni geti valdið tímabundnu geðrofi Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segist finna fyrir meiri neyslu á kókaíni nú en áður. „Við sjáum að þessi örvandi lyfjaneysla sem hefur staðið yfir mjög lengi hérna hjá okkur á Íslandi, hún er bara ennþá mjög áberandi. Síðustu misserin hefur kókaín átt þar stærri hlut að máli,“ segir Valgerður. Hún segir að örvandi efni geti valdið geðrofi í skamman tíma. „Þá líkist það því að fólk sé kannski með geðrofssjúkdóma en er í geðrofi vegna neyslunnar. Það er mjög vel þekkt og hefur ákveðna skilgreiningu en þá rennur það af þegar víman rennur af.“ Hún segir afar erfitt fyrir aðstandendur að ráða við fólk í slíku ástandi og stundum þurfi lögregla að skerast í leikinn. „Það er mikill hegðunarvandi og jafnvel ofbeldi og erfiðleikar að það er kannski ekki fyrir neinn að taka á því, annan heldur en lögreglu. Það er ekkert skrítið við það.“
Tengdar fréttir Segir brotið á mannréttindum fólks í geðrofi Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. 4. mars 2018 20:00 Segir alrangt að fólk í geðrofi sé flutt í fangaklefa Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans segir að mun fleiri leiti sér aðstoðar nú nú en áður vegna neyslu á hörðum efnum og að taka þurfi heildrænt á vandanum. 5. mars 2018 21:21 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Segir brotið á mannréttindum fólks í geðrofi Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. 4. mars 2018 20:00
Segir alrangt að fólk í geðrofi sé flutt í fangaklefa Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans segir að mun fleiri leiti sér aðstoðar nú nú en áður vegna neyslu á hörðum efnum og að taka þurfi heildrænt á vandanum. 5. mars 2018 21:21