Ekki fyrir annan en lögreglu að taka á fólki í geðrofi vegna neyslu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. mars 2018 21:40 Neysla á kókaíni hefur aukist mikið hér á landi síðustu misseri, að mati lögreglu og yfirlækna á bráðageðdeild og Vogi. Læknarnir segja að efnið geti valdið bráðageðrofi og í sumum tilfellum þurfi lögregla að skerast í leikinn. Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að greinilega væri mun meira kókaín í umferð nú en áður. Efnið geti valdið geðrofi, oftast í mjög skamman tíma og þá yfirleitt meðan að fólk sé í vímu. Í skýrslu Ríkislögreglustjóra frá síðasta ári kemur fram að neysla á kókaíni virðist aukast ört líkt og á síðasta hagvaxtarskeiði. Þá megi fullyrða að fíkniefnaneysla hafi aldrei verið meiri í Íslandssögunni. Þetta hefur mikil áhrif en árlega leggjast um 700 manns inn á Vog vegna neyslu á örvandi efnum en meðalaldur þess er 35 ára.Örvandi efni geti valdið tímabundnu geðrofi Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segist finna fyrir meiri neyslu á kókaíni nú en áður. „Við sjáum að þessi örvandi lyfjaneysla sem hefur staðið yfir mjög lengi hérna hjá okkur á Íslandi, hún er bara ennþá mjög áberandi. Síðustu misserin hefur kókaín átt þar stærri hlut að máli,“ segir Valgerður. Hún segir að örvandi efni geti valdið geðrofi í skamman tíma. „Þá líkist það því að fólk sé kannski með geðrofssjúkdóma en er í geðrofi vegna neyslunnar. Það er mjög vel þekkt og hefur ákveðna skilgreiningu en þá rennur það af þegar víman rennur af.“ Hún segir afar erfitt fyrir aðstandendur að ráða við fólk í slíku ástandi og stundum þurfi lögregla að skerast í leikinn. „Það er mikill hegðunarvandi og jafnvel ofbeldi og erfiðleikar að það er kannski ekki fyrir neinn að taka á því, annan heldur en lögreglu. Það er ekkert skrítið við það.“ Tengdar fréttir Segir brotið á mannréttindum fólks í geðrofi Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. 4. mars 2018 20:00 Segir alrangt að fólk í geðrofi sé flutt í fangaklefa Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans segir að mun fleiri leiti sér aðstoðar nú nú en áður vegna neyslu á hörðum efnum og að taka þurfi heildrænt á vandanum. 5. mars 2018 21:21 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Neysla á kókaíni hefur aukist mikið hér á landi síðustu misseri, að mati lögreglu og yfirlækna á bráðageðdeild og Vogi. Læknarnir segja að efnið geti valdið bráðageðrofi og í sumum tilfellum þurfi lögregla að skerast í leikinn. Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að greinilega væri mun meira kókaín í umferð nú en áður. Efnið geti valdið geðrofi, oftast í mjög skamman tíma og þá yfirleitt meðan að fólk sé í vímu. Í skýrslu Ríkislögreglustjóra frá síðasta ári kemur fram að neysla á kókaíni virðist aukast ört líkt og á síðasta hagvaxtarskeiði. Þá megi fullyrða að fíkniefnaneysla hafi aldrei verið meiri í Íslandssögunni. Þetta hefur mikil áhrif en árlega leggjast um 700 manns inn á Vog vegna neyslu á örvandi efnum en meðalaldur þess er 35 ára.Örvandi efni geti valdið tímabundnu geðrofi Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segist finna fyrir meiri neyslu á kókaíni nú en áður. „Við sjáum að þessi örvandi lyfjaneysla sem hefur staðið yfir mjög lengi hérna hjá okkur á Íslandi, hún er bara ennþá mjög áberandi. Síðustu misserin hefur kókaín átt þar stærri hlut að máli,“ segir Valgerður. Hún segir að örvandi efni geti valdið geðrofi í skamman tíma. „Þá líkist það því að fólk sé kannski með geðrofssjúkdóma en er í geðrofi vegna neyslunnar. Það er mjög vel þekkt og hefur ákveðna skilgreiningu en þá rennur það af þegar víman rennur af.“ Hún segir afar erfitt fyrir aðstandendur að ráða við fólk í slíku ástandi og stundum þurfi lögregla að skerast í leikinn. „Það er mikill hegðunarvandi og jafnvel ofbeldi og erfiðleikar að það er kannski ekki fyrir neinn að taka á því, annan heldur en lögreglu. Það er ekkert skrítið við það.“
Tengdar fréttir Segir brotið á mannréttindum fólks í geðrofi Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. 4. mars 2018 20:00 Segir alrangt að fólk í geðrofi sé flutt í fangaklefa Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans segir að mun fleiri leiti sér aðstoðar nú nú en áður vegna neyslu á hörðum efnum og að taka þurfi heildrænt á vandanum. 5. mars 2018 21:21 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Segir brotið á mannréttindum fólks í geðrofi Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. 4. mars 2018 20:00
Segir alrangt að fólk í geðrofi sé flutt í fangaklefa Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans segir að mun fleiri leiti sér aðstoðar nú nú en áður vegna neyslu á hörðum efnum og að taka þurfi heildrænt á vandanum. 5. mars 2018 21:21