Minister Magnús Guðmundsson skrifar 7. mars 2018 07:00 „Hvað varðar traust mitt til hæstvirts dómsmálaráðherra þá ber ég fullt traust til allra ráðherra í þessari ríkisstjórn.“ Þetta var svar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um traust til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra. Svarið er eins skýrt og vænta má í stjórnmálum og felur í sér skilaboð um að í þessari ríkisstjórn eru allir fyrir einn. Án Sigríðar, engin ríkisstjórn. Þingflokkar Pírata og Samfylkingar lögðu í gær fram vantrauststillögu á Sigríði vegna Landsréttarmálsins sem of langt mál væri að tíunda hér. Það sem upp úr stendur er að Hæstiréttur dæmdi Sigríði fyrir að fylgja ekki stjórnsýslulögum og að talsverð óvissa ríkir nú um hið nýja dómsstig. Réttaróvissa sem á eftir að kosta kjósendur fjármuni og hefur skapað vantraust á störf ráðherrans innan dómskerfisins og hjá þjóðinni. Það er löngu ljóst að Sigríður telur að hún hafi ekki gert neitt rangt og að það sé best að hún sitji sem fastast og ráði ríkjum í dómsmálaráðuneytinu. Sú skoðun ríflega 70% þjóðarinnar að það fari best á að hún víki breytir þar engu um. Hvað þá að dómur Hæstaréttar og niðurstaða Umboðsmanns Alþingis hafi hrakið meira og minna öll haldreipi dómsmálaráðherra í málinu. Af því tilefni er ekki úr vegi að minna Sigríði á orð Katrínar í stefnuræðu forsætisráðherra í desember síðastliðnum: „Við megum aldrei gleyma því að orðið minister þýðir þjónn á latínu en ekki herra eins og innlend hefð er fyrir að láta okkur sem skipum ríkisstjórn heita.“ Það eru ekki liðnir þrír mánuðir en annaðhvort eru orðin gleymd mælandanum eða hlutverk þjónsins einfaldlega óljóst í huga meirihlutans. Í umræðu gærdagsins hafði Katrín á orði að réttaróvissunni yrði ekki eytt þótt Sigríður viki úr embætti og það er eflaust rétt. Skaðinn er skeður. En það breytir því ekki að rangt var að málum staðið að mati Hæstaréttar og það að taka ábyrgð með því að víkja getur verið ómetanlegur hluti af þeirri vegferð að endurheimta traust og virðingu þjóðarinnar á valdamestu þjónum hennar. Vantrauststillagan snerist ekki síst um að minna á þjónustuhlutverk ráðherra og þá staðreynd að það þarf að ríkja viðunandi sátt um hver fer með ráðherravald og hvernig. Slík sátt er forsenda þess að íslensk stjórnmál öðlist traust almennings en til þess þarf þingheimur allur að leggjast á árarnar eða eins og Katrín hafði á orði í áðurnefndri stefnuræðu: „En traust á stjórnmálum og Alþingi getur aldrei einungis verið á ábyrgð meirihlutans – það þekkjum við sem hvað lengstum tíma höfum eytt í stjórnarandstöðu á Alþingi – það er verkefni okkar allra, allra þingmanna á Alþingi Íslendinga.“ Þrátt fyrir þessi orð Katrínar frá því í desember voru það ekki allir á Alþingi heldur meirihlutinn sem lét traustið lönd og leið í gær. Meirihlutinn valdi að þjóna einstaklingi, flokkslínum, sérhagsmunum og sjálfum sér. Þar við situr að öll orð um traust eru orðin ein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
„Hvað varðar traust mitt til hæstvirts dómsmálaráðherra þá ber ég fullt traust til allra ráðherra í þessari ríkisstjórn.“ Þetta var svar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um traust til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra. Svarið er eins skýrt og vænta má í stjórnmálum og felur í sér skilaboð um að í þessari ríkisstjórn eru allir fyrir einn. Án Sigríðar, engin ríkisstjórn. Þingflokkar Pírata og Samfylkingar lögðu í gær fram vantrauststillögu á Sigríði vegna Landsréttarmálsins sem of langt mál væri að tíunda hér. Það sem upp úr stendur er að Hæstiréttur dæmdi Sigríði fyrir að fylgja ekki stjórnsýslulögum og að talsverð óvissa ríkir nú um hið nýja dómsstig. Réttaróvissa sem á eftir að kosta kjósendur fjármuni og hefur skapað vantraust á störf ráðherrans innan dómskerfisins og hjá þjóðinni. Það er löngu ljóst að Sigríður telur að hún hafi ekki gert neitt rangt og að það sé best að hún sitji sem fastast og ráði ríkjum í dómsmálaráðuneytinu. Sú skoðun ríflega 70% þjóðarinnar að það fari best á að hún víki breytir þar engu um. Hvað þá að dómur Hæstaréttar og niðurstaða Umboðsmanns Alþingis hafi hrakið meira og minna öll haldreipi dómsmálaráðherra í málinu. Af því tilefni er ekki úr vegi að minna Sigríði á orð Katrínar í stefnuræðu forsætisráðherra í desember síðastliðnum: „Við megum aldrei gleyma því að orðið minister þýðir þjónn á latínu en ekki herra eins og innlend hefð er fyrir að láta okkur sem skipum ríkisstjórn heita.“ Það eru ekki liðnir þrír mánuðir en annaðhvort eru orðin gleymd mælandanum eða hlutverk þjónsins einfaldlega óljóst í huga meirihlutans. Í umræðu gærdagsins hafði Katrín á orði að réttaróvissunni yrði ekki eytt þótt Sigríður viki úr embætti og það er eflaust rétt. Skaðinn er skeður. En það breytir því ekki að rangt var að málum staðið að mati Hæstaréttar og það að taka ábyrgð með því að víkja getur verið ómetanlegur hluti af þeirri vegferð að endurheimta traust og virðingu þjóðarinnar á valdamestu þjónum hennar. Vantrauststillagan snerist ekki síst um að minna á þjónustuhlutverk ráðherra og þá staðreynd að það þarf að ríkja viðunandi sátt um hver fer með ráðherravald og hvernig. Slík sátt er forsenda þess að íslensk stjórnmál öðlist traust almennings en til þess þarf þingheimur allur að leggjast á árarnar eða eins og Katrín hafði á orði í áðurnefndri stefnuræðu: „En traust á stjórnmálum og Alþingi getur aldrei einungis verið á ábyrgð meirihlutans – það þekkjum við sem hvað lengstum tíma höfum eytt í stjórnarandstöðu á Alþingi – það er verkefni okkar allra, allra þingmanna á Alþingi Íslendinga.“ Þrátt fyrir þessi orð Katrínar frá því í desember voru það ekki allir á Alþingi heldur meirihlutinn sem lét traustið lönd og leið í gær. Meirihlutinn valdi að þjóna einstaklingi, flokkslínum, sérhagsmunum og sjálfum sér. Þar við situr að öll orð um traust eru orðin ein.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun