Ráðgjafi Sameinuðu furstadæmanna vinnur með rannsakendum Mueller Kjartan Kjartansson skrifar 7. mars 2018 12:31 Erik Prince stofnaði öryggisfyrirtækið umdeilda Blackwater sem vann meðal annars fyrir bandarísk stjórnvöld í Írak. Hann hefur verið óformlegur ráðgjafi Trump. Vísir/Getty Líbansk-bandarískur ráðgjafi Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem hefur tengsl við núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta er nú sagður vinna með rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Ráðgjafinn hafi borið vitni fyrir ákærudómstól í síðustu viku.New York Times segir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum sínum. Rannsakendur Mueller hafi spurt vitni hvort að George Nader, ráðgjafi krónprins Abú Dabí og raunverulegs leiðtoga Sameinuðu arabísku furstadæmanna, hefði veitt fé frá furstadæmunum til Trump. Ólöglegt er fyrir erlenda aðila að styrkja bandarísk stjórnmálaframboð og fyrir bandaríska frambjóðendur að taka við erlendum greiðslum. Blaðið sagði frá því að rannsókn Mueller beindist nú að Nader fyrr í vikunni. Svo virtist sem að til rannsóknar væri hvort að Nader hafi reynt að kaupa furstadæmunum pólitísk áhrif innan Trump-stjórnarinnar. Dularfullur fundur með fulltrúa Pútín í Indlandshafi Í fréttinni nú kemur fram að Nader hafi setið fund sem fór fram á Seychelles-eyjum í janúar í fyrra, rétt fyrir valdatöku Trump, sem Mueller hefur haft áhuga á. Mohammed bin Zayed al-Nahyan, krónprins, hafi boðað til fundarins en þar hittust rússneskur fjárfestir með tengsl við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Erik Prince, stofnandi öryggisfyrirtækisins Blackwater sem hefur verið óformlegur ráðgjafi Trump. Embættismenn furstadæmanna hafi talið að Prince hafi komið fram fyrir undirbúningsteymi Trump fyrir valdatöku hans og að Kirill Dmitriev, stjórnandi rússnesks fjárfestingasjóðs, hafi talað fyrir Pútín. Nader vann eitt sinn fyrir Blackwater og kynnti Prince fyrir Dmitriev. Bandaríska leyniþjónustan hefur vitað af fundinum frá því í janúar í fyrra en tilgangur hans hefur ekki legið ljós fyrir. Prince sagði þingnefnd í nóvember að hann hefði aðeins hitt Dmitriev í drykk og vinalegar samræður. Hann hafi ekki komið fram fyrir hönd Trump.Kirill Dmitriev stýrir ríkisreknum fjárfestingasjóð í Rússlandi. Obama-stjórnin beitti hann refsiaðgerðum eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2014.Vísir/GettyFundurinn átti sér stað um sama leyti og fréttir bárust um að starfsmenn undirbúningsteymis Trump hefðu átt í leynilegum samskiptum við fulltrúa erlendra ríkja vikurnar eftir að hann var kjörinn. Þannig reyndi Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn helsti ráðgjafi hans, að koma á leynilegri samskiptarás við rússnesk stjórnvöld í stað þess að fara í gegnum hefðbundnar opinberar leiðir. Í frétt New York Times kemur fram að það hafi vakið grunsemdir hjá bandarísku leyniþjónustunni þegar Nahyan krónprins ferðaðist til Bandaríkjanna og heimsótti Trump-turninn í New York skömmu eftir forsetakosningarnar í nóvember 2016 án þess að láta ríkisstjórn Baracks Obama, þáverandi forseta, vita af heimsókninni.Tekinn á leiðinni í embættisafmæli Trump í Mar-a-Lago Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI stöðvuðu Nader á Dulles-alþjóðaflugvellinum í Washington-borg 17. janúar. Þá var honum kynnt leitarheimild og stefna fyrir ákærudómstól. Nader var á leiðinni til Mar-a-Lago, golfklúbbs Trump á Flórída, til að fagna eins árs afmæli Trump í embætti forseta. Í kjölfarið var Nader yfirheyrður í tvær klukkustundir. Greint hefur verið frá því að Nader hitti bæði Jared Kushner, tengdason Trump og einn helsta ráðgjafa hans, og Stephen Bannon, þáverandi aðalráðgjafa Trump, í Hvíta húsinu nokkrum sinnum á fyrstu mánuðum Trump í embætti. Nader hefur verður yfirheyrður nokkrum sinnum um þessa fundi frá því að hann var fyrst stöðvaður í janúar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Seychelleseyjar Tengdar fréttir Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Líbansk-bandarískur ráðgjafi Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem hefur tengsl við núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta er nú sagður vinna með rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Ráðgjafinn hafi borið vitni fyrir ákærudómstól í síðustu viku.New York Times segir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum sínum. Rannsakendur Mueller hafi spurt vitni hvort að George Nader, ráðgjafi krónprins Abú Dabí og raunverulegs leiðtoga Sameinuðu arabísku furstadæmanna, hefði veitt fé frá furstadæmunum til Trump. Ólöglegt er fyrir erlenda aðila að styrkja bandarísk stjórnmálaframboð og fyrir bandaríska frambjóðendur að taka við erlendum greiðslum. Blaðið sagði frá því að rannsókn Mueller beindist nú að Nader fyrr í vikunni. Svo virtist sem að til rannsóknar væri hvort að Nader hafi reynt að kaupa furstadæmunum pólitísk áhrif innan Trump-stjórnarinnar. Dularfullur fundur með fulltrúa Pútín í Indlandshafi Í fréttinni nú kemur fram að Nader hafi setið fund sem fór fram á Seychelles-eyjum í janúar í fyrra, rétt fyrir valdatöku Trump, sem Mueller hefur haft áhuga á. Mohammed bin Zayed al-Nahyan, krónprins, hafi boðað til fundarins en þar hittust rússneskur fjárfestir með tengsl við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Erik Prince, stofnandi öryggisfyrirtækisins Blackwater sem hefur verið óformlegur ráðgjafi Trump. Embættismenn furstadæmanna hafi talið að Prince hafi komið fram fyrir undirbúningsteymi Trump fyrir valdatöku hans og að Kirill Dmitriev, stjórnandi rússnesks fjárfestingasjóðs, hafi talað fyrir Pútín. Nader vann eitt sinn fyrir Blackwater og kynnti Prince fyrir Dmitriev. Bandaríska leyniþjónustan hefur vitað af fundinum frá því í janúar í fyrra en tilgangur hans hefur ekki legið ljós fyrir. Prince sagði þingnefnd í nóvember að hann hefði aðeins hitt Dmitriev í drykk og vinalegar samræður. Hann hafi ekki komið fram fyrir hönd Trump.Kirill Dmitriev stýrir ríkisreknum fjárfestingasjóð í Rússlandi. Obama-stjórnin beitti hann refsiaðgerðum eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2014.Vísir/GettyFundurinn átti sér stað um sama leyti og fréttir bárust um að starfsmenn undirbúningsteymis Trump hefðu átt í leynilegum samskiptum við fulltrúa erlendra ríkja vikurnar eftir að hann var kjörinn. Þannig reyndi Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn helsti ráðgjafi hans, að koma á leynilegri samskiptarás við rússnesk stjórnvöld í stað þess að fara í gegnum hefðbundnar opinberar leiðir. Í frétt New York Times kemur fram að það hafi vakið grunsemdir hjá bandarísku leyniþjónustunni þegar Nahyan krónprins ferðaðist til Bandaríkjanna og heimsótti Trump-turninn í New York skömmu eftir forsetakosningarnar í nóvember 2016 án þess að láta ríkisstjórn Baracks Obama, þáverandi forseta, vita af heimsókninni.Tekinn á leiðinni í embættisafmæli Trump í Mar-a-Lago Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI stöðvuðu Nader á Dulles-alþjóðaflugvellinum í Washington-borg 17. janúar. Þá var honum kynnt leitarheimild og stefna fyrir ákærudómstól. Nader var á leiðinni til Mar-a-Lago, golfklúbbs Trump á Flórída, til að fagna eins árs afmæli Trump í embætti forseta. Í kjölfarið var Nader yfirheyrður í tvær klukkustundir. Greint hefur verið frá því að Nader hitti bæði Jared Kushner, tengdason Trump og einn helsta ráðgjafa hans, og Stephen Bannon, þáverandi aðalráðgjafa Trump, í Hvíta húsinu nokkrum sinnum á fyrstu mánuðum Trump í embætti. Nader hefur verður yfirheyrður nokkrum sinnum um þessa fundi frá því að hann var fyrst stöðvaður í janúar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Seychelleseyjar Tengdar fréttir Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15
Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00