Segir ríkisstjórn Trump í stríði við Kaliforníu Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2018 23:22 Frá mótmælum í Kaliforníu í dag gegn Jeff Sessions. Vísir/AFP Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, segir Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, og ríkisstjórn Donald Trump, forseta, vera í stríði við ríkið. Hann kallaði Sessions í kvöld lygara og sagði fordæmalaust að dómsmálaráðherra hagaði sér eins og fréttastofa Fox en ekki opinber embættismaður. Brown sagði tilgang „stríðs“ Sessions við Kaliforníu vera að friða Donald Trump sem hefur ítrekað gagnrýnt Sessions opinberlega og hæðst að honum. Dómsmálaráðuneytið hefur höfðað mál gegn Kaliforníu vegna innflytjendalaga ríkisins og tilrauna þess til að koma í veg fyrir að fjöldi innflytjenda verði rekinn úr landi. Sessions hélt því fram í dag að umrædd lög Kaliforníu væru ekki lögmæt samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna og að embættismenn ríkisins væru að stofna öryggi löggæslumanna í hættu. Brown sagði Sessions ljúga og krafðist þess að hann bæðist afsökunar á ummælum sínum. Hann sagði milljónir íbúa Kaliforníu í raun vera þar ólöglega og margir hefðu verið þar í fjölda ára. Hann sagði þetta fólk halda efnahagi ríkisins uppi. Ef Kalifornía væri sjálfstætt ríki var hagkerfi þess það sjötta stærsta í heiminum. Auk Brown ræddi Javier Becerra, dómsmálaráðherra Kaliforníu, við blaðamenn í dag.Sessions nefndi sér til stuðnings að Libby Schaaf, borgarstjóri Oakland, hefði í síðasta mánuði varað íbúa borgarinnar við því að starfsmenn innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna, ICE, ætluðu sér að grípa til aðgerða í Oakland. Hún sagði það siðferðislega skyldu sína. Nokkrum dögum seinna tilkynnti ICE að rúmlega 150 ólöglegir innflytjendur hefðu verið handteknir á svæðinu. Sessions sagði skilaboð sín til Schaaf vera skýr. „Hvernig dirfist þú. Hvernig dirfist þú að ógna öryggi löggæslumanna til að ýta undir öfgafulla stefnu þína um opin landamæri.“ Schaaf svaraði Sessions samkvæmt AP og sakaði hann um að rífa sundur fjölskyldur og bjaga sannleikann um fækkun glæpa í borgum eins og Oakland þar sem mikið væri um innflytjendur. „Hvernig dirfist þú að rægja samfélag okkar og nota hræðsluáróður til að fá almenning til að trúa því að ólöglegir innflytjendur séu stórhættulegir glæpamenn.“ Lögin sem deilurnar snúa að voru sett á til að gera yfirvöldum erfiðara að reka ólöglega innflytjendur úr landi. Þau fela meðal annars í sér að vinnuveitendur mega ekki hleypa löggæslumönnum ICE inn á vinnustaði án réttarheimildar. Embættismenn segja lögin auka öryggi með því að byggja upp traust á milli samfélaga innflytjenda og lögreglunnar og að lögregluþjónar geti varið tíma sínum í önnur alvarlegri málefni. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, segir Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, og ríkisstjórn Donald Trump, forseta, vera í stríði við ríkið. Hann kallaði Sessions í kvöld lygara og sagði fordæmalaust að dómsmálaráðherra hagaði sér eins og fréttastofa Fox en ekki opinber embættismaður. Brown sagði tilgang „stríðs“ Sessions við Kaliforníu vera að friða Donald Trump sem hefur ítrekað gagnrýnt Sessions opinberlega og hæðst að honum. Dómsmálaráðuneytið hefur höfðað mál gegn Kaliforníu vegna innflytjendalaga ríkisins og tilrauna þess til að koma í veg fyrir að fjöldi innflytjenda verði rekinn úr landi. Sessions hélt því fram í dag að umrædd lög Kaliforníu væru ekki lögmæt samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna og að embættismenn ríkisins væru að stofna öryggi löggæslumanna í hættu. Brown sagði Sessions ljúga og krafðist þess að hann bæðist afsökunar á ummælum sínum. Hann sagði milljónir íbúa Kaliforníu í raun vera þar ólöglega og margir hefðu verið þar í fjölda ára. Hann sagði þetta fólk halda efnahagi ríkisins uppi. Ef Kalifornía væri sjálfstætt ríki var hagkerfi þess það sjötta stærsta í heiminum. Auk Brown ræddi Javier Becerra, dómsmálaráðherra Kaliforníu, við blaðamenn í dag.Sessions nefndi sér til stuðnings að Libby Schaaf, borgarstjóri Oakland, hefði í síðasta mánuði varað íbúa borgarinnar við því að starfsmenn innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna, ICE, ætluðu sér að grípa til aðgerða í Oakland. Hún sagði það siðferðislega skyldu sína. Nokkrum dögum seinna tilkynnti ICE að rúmlega 150 ólöglegir innflytjendur hefðu verið handteknir á svæðinu. Sessions sagði skilaboð sín til Schaaf vera skýr. „Hvernig dirfist þú. Hvernig dirfist þú að ógna öryggi löggæslumanna til að ýta undir öfgafulla stefnu þína um opin landamæri.“ Schaaf svaraði Sessions samkvæmt AP og sakaði hann um að rífa sundur fjölskyldur og bjaga sannleikann um fækkun glæpa í borgum eins og Oakland þar sem mikið væri um innflytjendur. „Hvernig dirfist þú að rægja samfélag okkar og nota hræðsluáróður til að fá almenning til að trúa því að ólöglegir innflytjendur séu stórhættulegir glæpamenn.“ Lögin sem deilurnar snúa að voru sett á til að gera yfirvöldum erfiðara að reka ólöglega innflytjendur úr landi. Þau fela meðal annars í sér að vinnuveitendur mega ekki hleypa löggæslumönnum ICE inn á vinnustaði án réttarheimildar. Embættismenn segja lögin auka öryggi með því að byggja upp traust á milli samfélaga innflytjenda og lögreglunnar og að lögregluþjónar geti varið tíma sínum í önnur alvarlegri málefni.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent