Siðaskiptin voru afturför fyrir konur og alþýðuna Magnús Guðmundsson skrifar 8. mars 2018 07:00 Steinunn Kristjánsdóttir segir að klaustrin hafi verið alhliða þjónustustofnanir með skóla fyrir bæði stráka og stelpur. Vísir/Anton Það er ekki á hverjum degi að fram kemur ný og breytt sýn á stóran hluta af sögu og menningu þjóðarinnar. Það má þó segja að sú hafi verið raunin með rannsóknum Steinunnar Kristjánsdóttur, prófessors í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands, sem hún setur fram í bók sinni Leitin að klaustrunum – klausturhald á Íslandi í fimm aldir. Bók Steinunnar kom út síðastliðið haust og hefur síðan þá vakið mikla athygli, auk þess að vera tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hljóta viðurkenningu Hagþenkis nú fyrir skömmu.Margt sem kom á óvart Sjálf segir Steinunn að verkið hafi reynst meiri vinna en hún gerði sér grein fyrir í upphafi. „Það var alltaf sagt að það væri ekkert til um klaustrin, búið að lesa það allt og leit mín að einhverju efni væri því eiginlega tilgangslaus. Allt týnt og horfið. Það hafði vissulega smá áhrif á mig en svo kom í ljós að það er gríðarlega mikið til um klaustrin og þá ekki síst skjöl sem hafa aldrei verið almennilega lesin. Það er áberandi hvað klaustrin eru lítt greinileg í Íslandssögunni, sjálf vissi ég ekkert um þau fyrr en ég fór að grafa á Skriðuklaustri og þá man ég að allt kom mér á óvart miðað við það sem ég taldi mig vita eftir að hafa lesið sömu Íslandssögu og allir aðrir,“ segir hún. Steinunn segir að það hafi löngum verið talað um að klaustrin hafi verið fámennar stofnanir fyrir heldri menn og nunnurnar ekkjur sem hefðu ákveðið að setjast í helgan stein. „En það var nú aldeilis ekki þannig. Þarna voru abbadísir og ábótar þar sem þeir síðarnefndu voru í raun atvinnuklerkar. Þeir tóku ungir við sínu starfi eftir að hafa unnið við biskupsstól í ákveðinn tíma og þessir stjórnendur klaustranna störfuðu svo sumir í meira en 50 ár. Að auki var alls konar starfsemi í klaustrunum og langt frá því að allir væru vígðir inn í þau.“Fjölbreytt þorpssamfélög Rannsóknir Steinunnar sýndu að það var mikið af leikmönnum, alþýðufólki, sem bjó og starfaði við klaustrin. „Fólk vann ýmis störf eins og við vefnað, járnsmíði, matseld, heyskap og margt fleira. En svo voru líka aðrir sem borguðu fyrir að vera þarna og þetta var alls konar fólk, líka fjölskyldur með börn, þannig að þetta var eins konar þorpssamfélag. Við flest klaustrin fékk fólk svo leyfi til þess að byggja lítil hús eða þá að klaustrin byggðu fyrir fólk. Í Reynisstaðaklaustri virðist óvígt fólk hins vegar hafa búið í sérstökum skála innan klaustursins.“Steinnunn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur.Vísir/AntonSteinunn segir að það hafi ekki síður komið henni á óvart hvað hún fann miklar upplýsingar um hvað varð um klaustrin. „Klaustur og klausturkirkjur voru rifnar, gripir fluttir úr landi og margt eyðilagðist við siðaskiptin. Þetta virðist hafa gerst strax um 1540 til 1550. Þannig eru til að mynda alþýðudýrlingar sem voru áberandi í klaustrunum allir glataðir en það hafa fundist tvö líkneski af þeim í jörðu sem eru þau einu sem eru eftir.“Passaði ekki ímyndinni Þetta er allt önnur saga en flest okkar þekkja eftir almenna skólagöngu og Steinunn segir að svo virðist sem þessum þætti í sögu okkar hafi verið ýtt niður. „Á Íslandi ríkir frekar neikvæð hugmynd um hvað kaþólsk trú er. Það hef ég margoft orðið vör við og þá er talað um að allar kaþólskar stofnanir hafi alltaf verið ömurlegar. Að auki komu þessar stofnanir frá útlöndum og það virðist sem að á árum sjálfstæðisbaráttunnar, frá 1850 og fram á miðja síðustu öld, hafi verið ríkjandi neikvæðni gagnvart þessu útlenska. Ég sé í skrifum fræðimanna fyrir 1900 að það er ritað um klaustrin og kaþólskuna þannig að slíkt hafi ekki átt við hinn sterka Íslending. Þetta passaði ekki við ímyndina af hinni sjálfstæðu þjóð.“ Steinunn minnir á að á tíma klaustranna hafi líka höfðingjaveldið staðið gegn klaustrunum. Þegar Rómarkirkja vann svo staðamálin endanlega undir lok þrettándu aldar hafði sú deila staðið í öld eða lengur. „Þorlákur helgi biskup hafði lært í útlöndum og setið á skólabekk með verðandi páfa. Hann hefur að reka kirkjuvaldsstefnu páfa 1178 en hún miðaði að því að skilja á milli veraldlegs og andlegs valds. Við það misstu höfðingjarnir mjög stóran spón úr aski sínum því þeir máttu ekki lengur eiga kirkjur og hafa af þeim tekjur. Um það snerust staðamálin. En svo snerist þetta líka um að innleiða einkvæni, sem hefur verið lítið skoðað því það er leitun að höfðingja sem átti bara eina konu. Margir höfðingjar áttu líka margar frillur og þetta var gert til þess að styrkja pólitísk völd. Snorri Sturluson átti til að mynda margar frillur og gaf allar dætur sínar höfðingjum til að styrkja stöðu sína. Síðasti liðurinn í páfastefnunni var svo að innleiða skírlífi á meðal manna kirkjunnar og það gekk líka illa um alla Evrópu.“Afturför fyrir konur Rannsóknir Steinunnar fela í sér breytingu á söguskoðun á fimm öldum í Íslandssögunni. En skyldi Steinunn hafa mætt andstöðu í fræðasamfélaginu eða óánægju á almennum vettvangi vegna þessa? „Já, það hefur borið á því. Ég reyndar segi það ekki í bókinni en hef talað um það síðar að ég er mótfallin því að tala um siðbót eftir að klaustrunum er lokað. Það var margt sem versnaði og þá sérstaklega gagnvart almenningi. Klaustrin voru alhliða þjónustustofnanir með spítala og skóla fyrir bæði stráka og stelpur. Það hvarf við siðaskiptin og eftir þau eru bara skólar fyrir pilta. Þannig að það var margt jákvætt í samfélaginu sem hvarf, auk þess sem alls konar menningarverðmæti fóru forgörðum. Ég hef því beðið um að það verði notað eitthvert mildara orð eins og siðaskipti eða siðbreyting. Steinunn segir að staða kvenna hafi versnað mikið við þessa breytingu og einnig hafi verið teknar upp dauðarefsingar. „Í kirkjuvaldi páfa tók kirkjan sér dómsvald sem var eitt af því sem tekist var á um. Kaþólska kirkjan leyfði ekki dauðarefsingar og við siðaskiptin var Stóri dómur tekinn upp. Teknar voru upp dauðarefsingar og limlestingar fyrir alls konar afbrot og þá ekki síst fyrir barneignir utan hjónabands. Oft voru þetta vinnukonur sem voru teknar af lífi og fólk skyldað til að horfa á til þess að læra af þessu. Fyrsta aftakan var auðvitað þegar Jón Arason og synir hans voru teknir af lífi án dóms og laga fyrir sína trú og það markaði upphafið að talsverðri grimmd sem varði næstu tvö til þrjú hundruð ár.“Ekki á móti þjóðkirkjunni Steinunn segist hafa fundið fyrir gagnrýni frá fræðimönnum sem vilji meina að siðaskiptin hafi falið í sér siðbót. „En svo hef ég meira að segja fengið sendibréf þar sem var kvartað undan því að ég væri að tala niður þjóðkirkjuna með því að upphefja klaustrin. Það var alls ekki ætlun mín enda nefni ég aldrei þjóðkirkjuna í bókinni. Það sem ég geri þar er að skoða hvers vegna klaustrin hurfu og höfum í huga að kaþólskan var ekki leyfð hér fyrr en með nýrri stjórnarskrá 1874. Satt best að segja finnst mér þessi sýn að halda að ég sé að tala þjóðkirkjuna niður sýna skort á umburðarlyndi gagnvart annarri trúarskoðun. Það er margt gott við þjóðkirkjuna og margt gott við kaþólskuna. Það er gott og slæmt við allt og einkennilegt að fara svona í vörn.“ Steinunn segir að tilnefningar og viðurkenning Hagþenkis hafi aukna þýðingu við þessar aðstæður. „Ég átti satt best að segja ekki von á þessu því að auki fékk ég verðlaun bóksala og það gladdi mig mikið. Það voru talsverðar deilur um bókina á Facebook þar sem menn skiptust í tvo hópa, sumir með þjóðkirkjunni og aðrir með minni bók. Það var satt best að segja alveg ótrúlegt margt sem þar kom fram en ég var ekkert mikið að tjá mig þarna sjálf. En fyrir vikið þá hafa þessar viðurkenningar mikla þýðingu fyrir mig og segja mér að þó að efnið sé umdeilt þá sé í lagi að reyna að koma með eitthvað nýtt inn í söguna. Slíkt var alls ekki meiningin hjá mér í byrjun en þetta er það sem kom upp við þessa rannsókn.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi að fram kemur ný og breytt sýn á stóran hluta af sögu og menningu þjóðarinnar. Það má þó segja að sú hafi verið raunin með rannsóknum Steinunnar Kristjánsdóttur, prófessors í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands, sem hún setur fram í bók sinni Leitin að klaustrunum – klausturhald á Íslandi í fimm aldir. Bók Steinunnar kom út síðastliðið haust og hefur síðan þá vakið mikla athygli, auk þess að vera tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hljóta viðurkenningu Hagþenkis nú fyrir skömmu.Margt sem kom á óvart Sjálf segir Steinunn að verkið hafi reynst meiri vinna en hún gerði sér grein fyrir í upphafi. „Það var alltaf sagt að það væri ekkert til um klaustrin, búið að lesa það allt og leit mín að einhverju efni væri því eiginlega tilgangslaus. Allt týnt og horfið. Það hafði vissulega smá áhrif á mig en svo kom í ljós að það er gríðarlega mikið til um klaustrin og þá ekki síst skjöl sem hafa aldrei verið almennilega lesin. Það er áberandi hvað klaustrin eru lítt greinileg í Íslandssögunni, sjálf vissi ég ekkert um þau fyrr en ég fór að grafa á Skriðuklaustri og þá man ég að allt kom mér á óvart miðað við það sem ég taldi mig vita eftir að hafa lesið sömu Íslandssögu og allir aðrir,“ segir hún. Steinunn segir að það hafi löngum verið talað um að klaustrin hafi verið fámennar stofnanir fyrir heldri menn og nunnurnar ekkjur sem hefðu ákveðið að setjast í helgan stein. „En það var nú aldeilis ekki þannig. Þarna voru abbadísir og ábótar þar sem þeir síðarnefndu voru í raun atvinnuklerkar. Þeir tóku ungir við sínu starfi eftir að hafa unnið við biskupsstól í ákveðinn tíma og þessir stjórnendur klaustranna störfuðu svo sumir í meira en 50 ár. Að auki var alls konar starfsemi í klaustrunum og langt frá því að allir væru vígðir inn í þau.“Fjölbreytt þorpssamfélög Rannsóknir Steinunnar sýndu að það var mikið af leikmönnum, alþýðufólki, sem bjó og starfaði við klaustrin. „Fólk vann ýmis störf eins og við vefnað, járnsmíði, matseld, heyskap og margt fleira. En svo voru líka aðrir sem borguðu fyrir að vera þarna og þetta var alls konar fólk, líka fjölskyldur með börn, þannig að þetta var eins konar þorpssamfélag. Við flest klaustrin fékk fólk svo leyfi til þess að byggja lítil hús eða þá að klaustrin byggðu fyrir fólk. Í Reynisstaðaklaustri virðist óvígt fólk hins vegar hafa búið í sérstökum skála innan klaustursins.“Steinnunn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur.Vísir/AntonSteinunn segir að það hafi ekki síður komið henni á óvart hvað hún fann miklar upplýsingar um hvað varð um klaustrin. „Klaustur og klausturkirkjur voru rifnar, gripir fluttir úr landi og margt eyðilagðist við siðaskiptin. Þetta virðist hafa gerst strax um 1540 til 1550. Þannig eru til að mynda alþýðudýrlingar sem voru áberandi í klaustrunum allir glataðir en það hafa fundist tvö líkneski af þeim í jörðu sem eru þau einu sem eru eftir.“Passaði ekki ímyndinni Þetta er allt önnur saga en flest okkar þekkja eftir almenna skólagöngu og Steinunn segir að svo virðist sem þessum þætti í sögu okkar hafi verið ýtt niður. „Á Íslandi ríkir frekar neikvæð hugmynd um hvað kaþólsk trú er. Það hef ég margoft orðið vör við og þá er talað um að allar kaþólskar stofnanir hafi alltaf verið ömurlegar. Að auki komu þessar stofnanir frá útlöndum og það virðist sem að á árum sjálfstæðisbaráttunnar, frá 1850 og fram á miðja síðustu öld, hafi verið ríkjandi neikvæðni gagnvart þessu útlenska. Ég sé í skrifum fræðimanna fyrir 1900 að það er ritað um klaustrin og kaþólskuna þannig að slíkt hafi ekki átt við hinn sterka Íslending. Þetta passaði ekki við ímyndina af hinni sjálfstæðu þjóð.“ Steinunn minnir á að á tíma klaustranna hafi líka höfðingjaveldið staðið gegn klaustrunum. Þegar Rómarkirkja vann svo staðamálin endanlega undir lok þrettándu aldar hafði sú deila staðið í öld eða lengur. „Þorlákur helgi biskup hafði lært í útlöndum og setið á skólabekk með verðandi páfa. Hann hefur að reka kirkjuvaldsstefnu páfa 1178 en hún miðaði að því að skilja á milli veraldlegs og andlegs valds. Við það misstu höfðingjarnir mjög stóran spón úr aski sínum því þeir máttu ekki lengur eiga kirkjur og hafa af þeim tekjur. Um það snerust staðamálin. En svo snerist þetta líka um að innleiða einkvæni, sem hefur verið lítið skoðað því það er leitun að höfðingja sem átti bara eina konu. Margir höfðingjar áttu líka margar frillur og þetta var gert til þess að styrkja pólitísk völd. Snorri Sturluson átti til að mynda margar frillur og gaf allar dætur sínar höfðingjum til að styrkja stöðu sína. Síðasti liðurinn í páfastefnunni var svo að innleiða skírlífi á meðal manna kirkjunnar og það gekk líka illa um alla Evrópu.“Afturför fyrir konur Rannsóknir Steinunnar fela í sér breytingu á söguskoðun á fimm öldum í Íslandssögunni. En skyldi Steinunn hafa mætt andstöðu í fræðasamfélaginu eða óánægju á almennum vettvangi vegna þessa? „Já, það hefur borið á því. Ég reyndar segi það ekki í bókinni en hef talað um það síðar að ég er mótfallin því að tala um siðbót eftir að klaustrunum er lokað. Það var margt sem versnaði og þá sérstaklega gagnvart almenningi. Klaustrin voru alhliða þjónustustofnanir með spítala og skóla fyrir bæði stráka og stelpur. Það hvarf við siðaskiptin og eftir þau eru bara skólar fyrir pilta. Þannig að það var margt jákvætt í samfélaginu sem hvarf, auk þess sem alls konar menningarverðmæti fóru forgörðum. Ég hef því beðið um að það verði notað eitthvert mildara orð eins og siðaskipti eða siðbreyting. Steinunn segir að staða kvenna hafi versnað mikið við þessa breytingu og einnig hafi verið teknar upp dauðarefsingar. „Í kirkjuvaldi páfa tók kirkjan sér dómsvald sem var eitt af því sem tekist var á um. Kaþólska kirkjan leyfði ekki dauðarefsingar og við siðaskiptin var Stóri dómur tekinn upp. Teknar voru upp dauðarefsingar og limlestingar fyrir alls konar afbrot og þá ekki síst fyrir barneignir utan hjónabands. Oft voru þetta vinnukonur sem voru teknar af lífi og fólk skyldað til að horfa á til þess að læra af þessu. Fyrsta aftakan var auðvitað þegar Jón Arason og synir hans voru teknir af lífi án dóms og laga fyrir sína trú og það markaði upphafið að talsverðri grimmd sem varði næstu tvö til þrjú hundruð ár.“Ekki á móti þjóðkirkjunni Steinunn segist hafa fundið fyrir gagnrýni frá fræðimönnum sem vilji meina að siðaskiptin hafi falið í sér siðbót. „En svo hef ég meira að segja fengið sendibréf þar sem var kvartað undan því að ég væri að tala niður þjóðkirkjuna með því að upphefja klaustrin. Það var alls ekki ætlun mín enda nefni ég aldrei þjóðkirkjuna í bókinni. Það sem ég geri þar er að skoða hvers vegna klaustrin hurfu og höfum í huga að kaþólskan var ekki leyfð hér fyrr en með nýrri stjórnarskrá 1874. Satt best að segja finnst mér þessi sýn að halda að ég sé að tala þjóðkirkjuna niður sýna skort á umburðarlyndi gagnvart annarri trúarskoðun. Það er margt gott við þjóðkirkjuna og margt gott við kaþólskuna. Það er gott og slæmt við allt og einkennilegt að fara svona í vörn.“ Steinunn segir að tilnefningar og viðurkenning Hagþenkis hafi aukna þýðingu við þessar aðstæður. „Ég átti satt best að segja ekki von á þessu því að auki fékk ég verðlaun bóksala og það gladdi mig mikið. Það voru talsverðar deilur um bókina á Facebook þar sem menn skiptust í tvo hópa, sumir með þjóðkirkjunni og aðrir með minni bók. Það var satt best að segja alveg ótrúlegt margt sem þar kom fram en ég var ekkert mikið að tjá mig þarna sjálf. En fyrir vikið þá hafa þessar viðurkenningar mikla þýðingu fyrir mig og segja mér að þó að efnið sé umdeilt þá sé í lagi að reyna að koma með eitthvað nýtt inn í söguna. Slíkt var alls ekki meiningin hjá mér í byrjun en þetta er það sem kom upp við þessa rannsókn.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira