Despacito á Íslandi Heiðar Guðjónsson skrifar 8. mars 2018 07:00 Mikið hefur verið talað um fjórðu iðnbyltinguna síðustu misseri en hún byggir nær alfarið á fjarskiptakerfum og reiknigetu. Það þarf mikla orku til að reka tölvur og talið er að um 7 prósent af heimsframleiðslu rafmagns hafi farið á síðasta ári til gagnavera. Hófsamar spár gera ráð fyrir þreföldun gagnavera á næstu fimm árum og því mun sá iðnaður verða sá raforkufrekasti í heiminum þegar fram líða stundir. Rafmagnsframleiðsla á Íslandi er einstök, algerlega endurnýjanleg, en hún er að mestu í gegnum vatnsorku og að hluta í gegnum jarðvarma. Í heiminum eru kol langstærsti orkugjafi rafmagns og ásamt gasi stendur það fyrir tæplega 2/3 hlutum framleiðslunnar. Kjarnorka kemur þar næst með um 13 prósent framleiðslunnar en endurnýjanlegir orkugjafar eru svipaðir að umfangi. Þegar einstaklingur ákveður að leita, með hjálp Google, að laginu Despacito fara 6-8 gagnaver í gang víðs vegar um heiminn, sem skila leitarniðurstöðu á broti úr sekúndu. Ef viðkomandi ákveður að horfa síðan á myndbandið á Youtube þá bætist ein spilun við þá tæpu 5 milljarða sem myndbandið hefur fengið. Kolefnisfótspor lagsins Despacito er gríðarlegt og jafnast á við akstur 150 þúsund leigubíla á einu ári. Til samanburðar eru 15 þúsund gulir leigubílar inni á Manhattan. Ísland er í einstakri stöðu til að hýsa gagnaver. Við eigum endurnýjanlega orku auk þess sem lega landsins á milli heimsálfa og meðalhiti yfir árið, sem er sá sami og ísskápurinn heima hjá mér er stilltur á, gera það að verkum að vandfundinn er betri staður. Hér er tækifæri sem uppfyllir allar kröfur, hagrænar, umhverfislegar og samfélagslegar. Við og heimurinn eigum að grípa það. Höfundur er hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið talað um fjórðu iðnbyltinguna síðustu misseri en hún byggir nær alfarið á fjarskiptakerfum og reiknigetu. Það þarf mikla orku til að reka tölvur og talið er að um 7 prósent af heimsframleiðslu rafmagns hafi farið á síðasta ári til gagnavera. Hófsamar spár gera ráð fyrir þreföldun gagnavera á næstu fimm árum og því mun sá iðnaður verða sá raforkufrekasti í heiminum þegar fram líða stundir. Rafmagnsframleiðsla á Íslandi er einstök, algerlega endurnýjanleg, en hún er að mestu í gegnum vatnsorku og að hluta í gegnum jarðvarma. Í heiminum eru kol langstærsti orkugjafi rafmagns og ásamt gasi stendur það fyrir tæplega 2/3 hlutum framleiðslunnar. Kjarnorka kemur þar næst með um 13 prósent framleiðslunnar en endurnýjanlegir orkugjafar eru svipaðir að umfangi. Þegar einstaklingur ákveður að leita, með hjálp Google, að laginu Despacito fara 6-8 gagnaver í gang víðs vegar um heiminn, sem skila leitarniðurstöðu á broti úr sekúndu. Ef viðkomandi ákveður að horfa síðan á myndbandið á Youtube þá bætist ein spilun við þá tæpu 5 milljarða sem myndbandið hefur fengið. Kolefnisfótspor lagsins Despacito er gríðarlegt og jafnast á við akstur 150 þúsund leigubíla á einu ári. Til samanburðar eru 15 þúsund gulir leigubílar inni á Manhattan. Ísland er í einstakri stöðu til að hýsa gagnaver. Við eigum endurnýjanlega orku auk þess sem lega landsins á milli heimsálfa og meðalhiti yfir árið, sem er sá sami og ísskápurinn heima hjá mér er stilltur á, gera það að verkum að vandfundinn er betri staður. Hér er tækifæri sem uppfyllir allar kröfur, hagrænar, umhverfislegar og samfélagslegar. Við og heimurinn eigum að grípa það. Höfundur er hagfræðingur
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar