Despacito á Íslandi Heiðar Guðjónsson skrifar 8. mars 2018 07:00 Mikið hefur verið talað um fjórðu iðnbyltinguna síðustu misseri en hún byggir nær alfarið á fjarskiptakerfum og reiknigetu. Það þarf mikla orku til að reka tölvur og talið er að um 7 prósent af heimsframleiðslu rafmagns hafi farið á síðasta ári til gagnavera. Hófsamar spár gera ráð fyrir þreföldun gagnavera á næstu fimm árum og því mun sá iðnaður verða sá raforkufrekasti í heiminum þegar fram líða stundir. Rafmagnsframleiðsla á Íslandi er einstök, algerlega endurnýjanleg, en hún er að mestu í gegnum vatnsorku og að hluta í gegnum jarðvarma. Í heiminum eru kol langstærsti orkugjafi rafmagns og ásamt gasi stendur það fyrir tæplega 2/3 hlutum framleiðslunnar. Kjarnorka kemur þar næst með um 13 prósent framleiðslunnar en endurnýjanlegir orkugjafar eru svipaðir að umfangi. Þegar einstaklingur ákveður að leita, með hjálp Google, að laginu Despacito fara 6-8 gagnaver í gang víðs vegar um heiminn, sem skila leitarniðurstöðu á broti úr sekúndu. Ef viðkomandi ákveður að horfa síðan á myndbandið á Youtube þá bætist ein spilun við þá tæpu 5 milljarða sem myndbandið hefur fengið. Kolefnisfótspor lagsins Despacito er gríðarlegt og jafnast á við akstur 150 þúsund leigubíla á einu ári. Til samanburðar eru 15 þúsund gulir leigubílar inni á Manhattan. Ísland er í einstakri stöðu til að hýsa gagnaver. Við eigum endurnýjanlega orku auk þess sem lega landsins á milli heimsálfa og meðalhiti yfir árið, sem er sá sami og ísskápurinn heima hjá mér er stilltur á, gera það að verkum að vandfundinn er betri staður. Hér er tækifæri sem uppfyllir allar kröfur, hagrænar, umhverfislegar og samfélagslegar. Við og heimurinn eigum að grípa það. Höfundur er hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið talað um fjórðu iðnbyltinguna síðustu misseri en hún byggir nær alfarið á fjarskiptakerfum og reiknigetu. Það þarf mikla orku til að reka tölvur og talið er að um 7 prósent af heimsframleiðslu rafmagns hafi farið á síðasta ári til gagnavera. Hófsamar spár gera ráð fyrir þreföldun gagnavera á næstu fimm árum og því mun sá iðnaður verða sá raforkufrekasti í heiminum þegar fram líða stundir. Rafmagnsframleiðsla á Íslandi er einstök, algerlega endurnýjanleg, en hún er að mestu í gegnum vatnsorku og að hluta í gegnum jarðvarma. Í heiminum eru kol langstærsti orkugjafi rafmagns og ásamt gasi stendur það fyrir tæplega 2/3 hlutum framleiðslunnar. Kjarnorka kemur þar næst með um 13 prósent framleiðslunnar en endurnýjanlegir orkugjafar eru svipaðir að umfangi. Þegar einstaklingur ákveður að leita, með hjálp Google, að laginu Despacito fara 6-8 gagnaver í gang víðs vegar um heiminn, sem skila leitarniðurstöðu á broti úr sekúndu. Ef viðkomandi ákveður að horfa síðan á myndbandið á Youtube þá bætist ein spilun við þá tæpu 5 milljarða sem myndbandið hefur fengið. Kolefnisfótspor lagsins Despacito er gríðarlegt og jafnast á við akstur 150 þúsund leigubíla á einu ári. Til samanburðar eru 15 þúsund gulir leigubílar inni á Manhattan. Ísland er í einstakri stöðu til að hýsa gagnaver. Við eigum endurnýjanlega orku auk þess sem lega landsins á milli heimsálfa og meðalhiti yfir árið, sem er sá sami og ísskápurinn heima hjá mér er stilltur á, gera það að verkum að vandfundinn er betri staður. Hér er tækifæri sem uppfyllir allar kröfur, hagrænar, umhverfislegar og samfélagslegar. Við og heimurinn eigum að grípa það. Höfundur er hagfræðingur
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar