„Hann hefur staðið í þessari baráttu við bankann núna árum saman“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. mars 2018 19:00 Öryrki lagði í dag Arion banka fyrir Hæstarétti í svokölluðu greiðsluskjólsmáli en bankanum var óheimilt að krefjast dráttarvaxta af lánum sem maðurinn var með í greiðsluskjóli í kjölfar bankahrunsins. Hæstaréttarlögmaður segir dóminn fordæmisgefandi og geta snert allt að tvö þúsund lántakendur. Forsaga málsins er sú að maður sem lenti í vandræðum með tvö fasteignalán í kjölfar bankahrunsins árið 2008, stefni Arion Banka vegna þeirrar ákvörðunar bankans að innheimta dráttarvexti af lánunum tveimur en samþykkt var að maðurinn naut frestun greiðslna samkvæmt 1 mgr. 11. gr. laga um greiðsluaðlögun einstaklinga. Dómur féll í héraðsdómi í lok október 2016 en í dómsorði var viðurkennt að Arion banka hafi verið óheimilt í tæp þrjú ár að krefja skuldara um dráttarvexti af lánum sínum. Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms. „Frá upphafi þótti mér með miklum ólíkindum að bankanum teldi sér stætt á því að krefja skuldara sem fór í þetta svokallaða greiðsluskjól um dráttarvexti á greiðsluskjólstíma.“ segir Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður. Einar Hugi segir dóm Hæstaréttar fordæmisgefandi og snerti á annað þúsund einstaklinga og hagsmunirnir séu á annan milljarð. „Það sem ég vona auðvitað er að bankinn sjái að sér í kjölfar þessa dóms og hlutist til um það, að endurgreiða skuldurum þessa of teknu dráttarvexti og geri það fljótt og vel,“ segir Einar Hugi. Einar hvetur fólk sem var í sömu stöðu og umbjóðandi hans í þessu máli, að hafa sótt um greiðsluskjól og ekki lokið því ferli með greiðsluaðlögunarsamningi að skoða réttarstöðu sína og kanna hvort bankinn hafi rukkað dráttarvexti á þeim tíma. „Mér finnst með miklum ólíkindum, verð ég að leyfa mér að segja að bankinn hafi leyft sér að fara fram með þessum hætti. Þá vil ég vísa í þrennt; Í fyrsta lagi í markmið greiðsluaðlögunarlaganna, sem var það að koma skuldsettum einstaklingum í skjól í kjölfar efnahagshrunsins,“ segir Einar Hugi. Í öðru lagi að samkvæmt greiðsluaðlögunarlögunum máttu skuldarar ekki greiða af skuldum sínum og kröfuhafar ekki krefja skuldara um greiðslu og undir þeim kringumstæðum segir Einar með ólíkindum að Arion banka hafi talið sér stætt að krefja skuldara um dráttarvexti sem í eðli sínu séu vanskilavextir. Einar segir umbjóðanda sinn fenginn að málinu sé lokið. „Hann hefur staðið í þessari baráttu við bankann núna árum saman og ég á von á því að hann verði mjög glaður,“ segir Einar. Tengdar fréttir Arion banki mátti ekki krefja viðskiptavin sem hafði notið frestun greiðslna um dráttarvexti Dómur í málinu féll í Hæstarétti í dag. 8. mars 2018 16:24 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Öryrki lagði í dag Arion banka fyrir Hæstarétti í svokölluðu greiðsluskjólsmáli en bankanum var óheimilt að krefjast dráttarvaxta af lánum sem maðurinn var með í greiðsluskjóli í kjölfar bankahrunsins. Hæstaréttarlögmaður segir dóminn fordæmisgefandi og geta snert allt að tvö þúsund lántakendur. Forsaga málsins er sú að maður sem lenti í vandræðum með tvö fasteignalán í kjölfar bankahrunsins árið 2008, stefni Arion Banka vegna þeirrar ákvörðunar bankans að innheimta dráttarvexti af lánunum tveimur en samþykkt var að maðurinn naut frestun greiðslna samkvæmt 1 mgr. 11. gr. laga um greiðsluaðlögun einstaklinga. Dómur féll í héraðsdómi í lok október 2016 en í dómsorði var viðurkennt að Arion banka hafi verið óheimilt í tæp þrjú ár að krefja skuldara um dráttarvexti af lánum sínum. Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms. „Frá upphafi þótti mér með miklum ólíkindum að bankanum teldi sér stætt á því að krefja skuldara sem fór í þetta svokallaða greiðsluskjól um dráttarvexti á greiðsluskjólstíma.“ segir Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður. Einar Hugi segir dóm Hæstaréttar fordæmisgefandi og snerti á annað þúsund einstaklinga og hagsmunirnir séu á annan milljarð. „Það sem ég vona auðvitað er að bankinn sjái að sér í kjölfar þessa dóms og hlutist til um það, að endurgreiða skuldurum þessa of teknu dráttarvexti og geri það fljótt og vel,“ segir Einar Hugi. Einar hvetur fólk sem var í sömu stöðu og umbjóðandi hans í þessu máli, að hafa sótt um greiðsluskjól og ekki lokið því ferli með greiðsluaðlögunarsamningi að skoða réttarstöðu sína og kanna hvort bankinn hafi rukkað dráttarvexti á þeim tíma. „Mér finnst með miklum ólíkindum, verð ég að leyfa mér að segja að bankinn hafi leyft sér að fara fram með þessum hætti. Þá vil ég vísa í þrennt; Í fyrsta lagi í markmið greiðsluaðlögunarlaganna, sem var það að koma skuldsettum einstaklingum í skjól í kjölfar efnahagshrunsins,“ segir Einar Hugi. Í öðru lagi að samkvæmt greiðsluaðlögunarlögunum máttu skuldarar ekki greiða af skuldum sínum og kröfuhafar ekki krefja skuldara um greiðslu og undir þeim kringumstæðum segir Einar með ólíkindum að Arion banka hafi talið sér stætt að krefja skuldara um dráttarvexti sem í eðli sínu séu vanskilavextir. Einar segir umbjóðanda sinn fenginn að málinu sé lokið. „Hann hefur staðið í þessari baráttu við bankann núna árum saman og ég á von á því að hann verði mjög glaður,“ segir Einar.
Tengdar fréttir Arion banki mátti ekki krefja viðskiptavin sem hafði notið frestun greiðslna um dráttarvexti Dómur í málinu féll í Hæstarétti í dag. 8. mars 2018 16:24 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Arion banki mátti ekki krefja viðskiptavin sem hafði notið frestun greiðslna um dráttarvexti Dómur í málinu féll í Hæstarétti í dag. 8. mars 2018 16:24