„Hann hefur staðið í þessari baráttu við bankann núna árum saman“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. mars 2018 19:00 Öryrki lagði í dag Arion banka fyrir Hæstarétti í svokölluðu greiðsluskjólsmáli en bankanum var óheimilt að krefjast dráttarvaxta af lánum sem maðurinn var með í greiðsluskjóli í kjölfar bankahrunsins. Hæstaréttarlögmaður segir dóminn fordæmisgefandi og geta snert allt að tvö þúsund lántakendur. Forsaga málsins er sú að maður sem lenti í vandræðum með tvö fasteignalán í kjölfar bankahrunsins árið 2008, stefni Arion Banka vegna þeirrar ákvörðunar bankans að innheimta dráttarvexti af lánunum tveimur en samþykkt var að maðurinn naut frestun greiðslna samkvæmt 1 mgr. 11. gr. laga um greiðsluaðlögun einstaklinga. Dómur féll í héraðsdómi í lok október 2016 en í dómsorði var viðurkennt að Arion banka hafi verið óheimilt í tæp þrjú ár að krefja skuldara um dráttarvexti af lánum sínum. Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms. „Frá upphafi þótti mér með miklum ólíkindum að bankanum teldi sér stætt á því að krefja skuldara sem fór í þetta svokallaða greiðsluskjól um dráttarvexti á greiðsluskjólstíma.“ segir Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður. Einar Hugi segir dóm Hæstaréttar fordæmisgefandi og snerti á annað þúsund einstaklinga og hagsmunirnir séu á annan milljarð. „Það sem ég vona auðvitað er að bankinn sjái að sér í kjölfar þessa dóms og hlutist til um það, að endurgreiða skuldurum þessa of teknu dráttarvexti og geri það fljótt og vel,“ segir Einar Hugi. Einar hvetur fólk sem var í sömu stöðu og umbjóðandi hans í þessu máli, að hafa sótt um greiðsluskjól og ekki lokið því ferli með greiðsluaðlögunarsamningi að skoða réttarstöðu sína og kanna hvort bankinn hafi rukkað dráttarvexti á þeim tíma. „Mér finnst með miklum ólíkindum, verð ég að leyfa mér að segja að bankinn hafi leyft sér að fara fram með þessum hætti. Þá vil ég vísa í þrennt; Í fyrsta lagi í markmið greiðsluaðlögunarlaganna, sem var það að koma skuldsettum einstaklingum í skjól í kjölfar efnahagshrunsins,“ segir Einar Hugi. Í öðru lagi að samkvæmt greiðsluaðlögunarlögunum máttu skuldarar ekki greiða af skuldum sínum og kröfuhafar ekki krefja skuldara um greiðslu og undir þeim kringumstæðum segir Einar með ólíkindum að Arion banka hafi talið sér stætt að krefja skuldara um dráttarvexti sem í eðli sínu séu vanskilavextir. Einar segir umbjóðanda sinn fenginn að málinu sé lokið. „Hann hefur staðið í þessari baráttu við bankann núna árum saman og ég á von á því að hann verði mjög glaður,“ segir Einar. Tengdar fréttir Arion banki mátti ekki krefja viðskiptavin sem hafði notið frestun greiðslna um dráttarvexti Dómur í málinu féll í Hæstarétti í dag. 8. mars 2018 16:24 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Öryrki lagði í dag Arion banka fyrir Hæstarétti í svokölluðu greiðsluskjólsmáli en bankanum var óheimilt að krefjast dráttarvaxta af lánum sem maðurinn var með í greiðsluskjóli í kjölfar bankahrunsins. Hæstaréttarlögmaður segir dóminn fordæmisgefandi og geta snert allt að tvö þúsund lántakendur. Forsaga málsins er sú að maður sem lenti í vandræðum með tvö fasteignalán í kjölfar bankahrunsins árið 2008, stefni Arion Banka vegna þeirrar ákvörðunar bankans að innheimta dráttarvexti af lánunum tveimur en samþykkt var að maðurinn naut frestun greiðslna samkvæmt 1 mgr. 11. gr. laga um greiðsluaðlögun einstaklinga. Dómur féll í héraðsdómi í lok október 2016 en í dómsorði var viðurkennt að Arion banka hafi verið óheimilt í tæp þrjú ár að krefja skuldara um dráttarvexti af lánum sínum. Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms. „Frá upphafi þótti mér með miklum ólíkindum að bankanum teldi sér stætt á því að krefja skuldara sem fór í þetta svokallaða greiðsluskjól um dráttarvexti á greiðsluskjólstíma.“ segir Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður. Einar Hugi segir dóm Hæstaréttar fordæmisgefandi og snerti á annað þúsund einstaklinga og hagsmunirnir séu á annan milljarð. „Það sem ég vona auðvitað er að bankinn sjái að sér í kjölfar þessa dóms og hlutist til um það, að endurgreiða skuldurum þessa of teknu dráttarvexti og geri það fljótt og vel,“ segir Einar Hugi. Einar hvetur fólk sem var í sömu stöðu og umbjóðandi hans í þessu máli, að hafa sótt um greiðsluskjól og ekki lokið því ferli með greiðsluaðlögunarsamningi að skoða réttarstöðu sína og kanna hvort bankinn hafi rukkað dráttarvexti á þeim tíma. „Mér finnst með miklum ólíkindum, verð ég að leyfa mér að segja að bankinn hafi leyft sér að fara fram með þessum hætti. Þá vil ég vísa í þrennt; Í fyrsta lagi í markmið greiðsluaðlögunarlaganna, sem var það að koma skuldsettum einstaklingum í skjól í kjölfar efnahagshrunsins,“ segir Einar Hugi. Í öðru lagi að samkvæmt greiðsluaðlögunarlögunum máttu skuldarar ekki greiða af skuldum sínum og kröfuhafar ekki krefja skuldara um greiðslu og undir þeim kringumstæðum segir Einar með ólíkindum að Arion banka hafi talið sér stætt að krefja skuldara um dráttarvexti sem í eðli sínu séu vanskilavextir. Einar segir umbjóðanda sinn fenginn að málinu sé lokið. „Hann hefur staðið í þessari baráttu við bankann núna árum saman og ég á von á því að hann verði mjög glaður,“ segir Einar.
Tengdar fréttir Arion banki mátti ekki krefja viðskiptavin sem hafði notið frestun greiðslna um dráttarvexti Dómur í málinu féll í Hæstarétti í dag. 8. mars 2018 16:24 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Arion banki mátti ekki krefja viðskiptavin sem hafði notið frestun greiðslna um dráttarvexti Dómur í málinu féll í Hæstarétti í dag. 8. mars 2018 16:24